10.12.2008 | 13:43
Snillingarnir mínir
Ég er með algjöra gullmola í 1.bekknum hjá mér. Oft á tíðum koma einhver gullkorn frá þeim og það er einn sem er til dæmis mjög vel á nótunum í kreppunni. Pabbi hans vinnur í einum af bönkunum og var þar að auki eitthvað að vinna fyrir Seðlabankann.
Um daginn sagði þessi drengur að pabbi hans væri "að bjarga Íslandi" og svo í gær þá heyrði einn samkennara minna þar sem þessi drengur var að tala við annan frammi á gangi. Þá heyrðist allt í einu hátt og snjallt "Það verður bara að reka Davíð núna"
Í dag var það svo ein stúlkan sem kom til mín og spurði hvort hún mætti fá hvít blöð til að teikna á. Ég sagði að þau væru búin og hún var eitthvað að nauða í mér að sækja fleiri og spurði hvort ég gæti ekki bara "farið til riddarans" og náð í þau.
Ég sagði að því miður hefði ég ekki tíma til að fara til ritarans í þetta skiptið
Um bloggið
Smári Jökull Jónsson
Færsluflokkar
Tenglar
Mínar uppáhalds
Þær síður sem ég skoða daglega
- Fótbolti.net
- Mogginn
- Vísir
- Sky Sports Íþróttafréttir erlendis
- Eyjan
- Sky News Erlendu fréttirnar
- Eyjafréttir
- Herðubreið Pólitískur fréttavefur
- Smugan Pólitískur fréttavefur í boði Vinstri-Grænna
- Liverpool
- RÚV
- Eyjar.net
- ÍBV
- AMX Pólitískur fréttavefur í boði Sjálfstæðismanna
- Liverpool á Íslandi
Bloggarar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Hahaha..ekki amalegt að vinna við að vera skólariddari :D Snilld...
Sigrún Þöll (IP-tala skráð) 11.12.2008 kl. 18:43
Haha!! Alger snilld þessir krakkar!! :) riddarans... phahaha
Guðrún María (IP-tala skráð) 12.12.2008 kl. 20:09
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.