United menn

Gaman að heyra í United mönnum þessa dagana. Fyrir helgina voru Liverpool menn gagnrýndir ef þeir voru eitthvað að tala um þann jákvæða hlut að þeir skyldu vera efstir um áramótin.

"Það vinnur enginn titla í janúar" heyrðist þá frá hneyksluðum United mönnum. Nú er auðvitað helgin liðin, Liverpool ennþá efstir (þó halda mætti annað á orðum United manna), en þar sem Manchester United hafa tapað fæstum stigum þá er allt í einu farið að minnast á titil - enda komið fram undir miðjan janúar.

Hroki ? Já, enda þjálfarinn meistari hrokans eins og sýndi sig í svari hans til Benitez eftir Chelsea leikinn. Gat enginn önnur rök komið með gegn fullyrðingum Benitez, önnur en þau að Benitez væri truflaður. Góð rök.

Um það er ég reyndar búinn að blogga hér fyrir neðan.


mbl.is Ferguson segir Benitez vera ruglaðan
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Maður er orðinn eins og Benitez, getur bara ekki hætt að tjá sig um þessa hluti;)

En ég veit nú ekki hvort þú sért með sms-ið sem ég sendi þér í gær í huga þegar þú skrifar þetta en eins og ég sagði þar að sigurinn á Chelsea væri "mjög gott skref í áttina að titlinum". Ekki að það væri einhver titill unninn eða kominn í hús!!

Ef við gefum okkur að United vinni þessa leiki sem þeir eiga inni og ná einsstigs forskot á Liverpool þá er það jafn lítið forskot í mínum huga og ef Liverpool hefði unnið Stoke um helgina!  

Enginn titill kominn í höfn en gríðarlega mikilvæg staða. Chelsea eru að detta út úr baráttunni en þeir munu fara á Anfield í byrjun feb. og þetta er mikilvægur "séns" fyrir þá að koma sér í baráttunna aftur með sigri. Því önnur úrslit en sigur munu kúpla þeim út. Jafntefli myndi gefa United tækifæri á að auka forskotið miðað við óbreytta stöðu! Þannig að þetta lítur vel út fyrir United menn í dag..... Eeeeen ekkert er unnið ennþá og erfitt prógramm fyrir höndum!

Hroki í Ferguson? Getur verið, en afhverju þarf Ferguson eitthvað að svara Benitez einhverju um það sem sá síðarnefndi talar um í fjölmiðlum? Held það sé ekki til nein regla um það og Sir Alex þarf svo sannarlega ekki að færa einhver rök fyrir því!!

Hjálmar (IP-tala skráð) 12.1.2009 kl. 19:09

2 Smámynd: Smári Jökull Jónsson

Hehe, nei ég var nú ekki að meina sms-ið sem þú sendir mér  Sá á hinum og þessum spjallborðum að sumir United menn voru aðeins að missa sig...

Auðvitað þarf Ferguson ekkert að svara Benitez, en hann kaus að gera það og svar hans var hrokafullt að mínu mati. Það var nú bara það sem ég meinti...

Smári Jökull Jónsson, 12.1.2009 kl. 20:24

3 identicon

Já menn geta alveg misst sig í þessu. Í mínum huga var þetta góður sigur og sendir skýr skilaboð fyrir önnur lið, sérstaklega þessarra stóru 4 sem menn vilja kalla þar sem að þau eiga eftir að koma á OT og það án tveggja fastra manna, Rio og Carrik!

Hann var spurður og hann svaraði, veit ekkert um hrokan í því;)

Hjálmar (IP-tala skráð) 12.1.2009 kl. 21:44

4 identicon

Þetta er alveg dæmigert fyrir Benitez, það muna allir eftir bullinu sem valt uppúr honum þegar hann átti í stríði við Mourinho, núna missir Benitez sig TVISVAR, fyrst er það ræða á Sir Alex og núna ræðst hann á David Gill og gefur í skyn að hann vinni óheiðarleg störf hjá FA í þágu United!!!! Hversu barnalegur getur stjóri í úrvalsdeildinni eiginlega verið??? Hafa mál og dómar FA á hendur united í gegnum tíðina  bent til þess að United fari þar með stjórnvölinn?? Þeir sem halda því fram ættu greinilega að eyða meiri tíma í að stýra sínu liði en að hafa áhyggjur af United, þá myndi þeir kannski ná að vinna Stoke. Og svo þetta bull með hroka united og fleira, Benitez missir sig eins og allir fjölmiðlar í bretlandi eru sammála um, fyrrverandi leikmaður Liverpool tjáir sig um að þetta hafi verið vitleysa í Benitez og menn tala um hroka Sir Alex !!!! Og hvaða svaka fullyrðinar eru þetta í Benitez?? Að Ferguson fái aldrei neitt fyrir að tjá sig um eða við dómara?? Nýbúinn í 2ja leikja banni. Á Sir Alex að fara í bann í hvert skipti sem hann tjáir sig um dómara á meðan aðrir fá ekki bönn??? Að Bennet hafi rekið Mascherano útaf á móti United (réttilega rekinn útaf) en ekki dæmt Wigan hendi í vil í leik á móti United!!! Hvaða ægilegu rök eru þetta sem að Sir Alex á að koma með svör við ??? Hvernig á að svara bulli úr Benitez öðruvísi en að það hljóti að hafa legið illa á honum??? Og ekki gleyma því afhverju Benitez kom með þetta bull, afþví að Sir Alex sagði að hann væri viss um að liverpool ætti eftir að misstíga sig (sem þeir eru svo sannarlega byrjaðir að gera) og hann liti á Chelsea sem sína helstu ógn, þetta er nú eitthvað sem topp managerarnir tala um á hverju tímabili í deilinni,skoðanir þeirra á stöðunni og liðunum sem þeir eru að berjast við.  Og týpíst að liverpool menn fari að tala um hroka, geta ekki talað um Ronaldo nema sjá allt slæmt við hann en tilbiðja svo fyrirliðann sinn sem gerir aldrei neitt slæmt að þeirra mati(http://www.youtube.com/watch?v=uVb2gbMtN3I, fyrirliðinn sem verður væntanlega brátt dæmdur í fangelsi fyrir að vera 1 af 3 til að smassa andlitið á plötusnúð sem vildi ekki taka skipanir frá prímadonnunni í liverpool um hvað hann ætti að spila, frábær fyrirliði það!!!!

United (IP-tala skráð) 12.1.2009 kl. 22:25

5 Smámynd: Andri Ólafsson

Laaaaaangloka. Og já, vælubíllinn er fyrir utan.

Andri Ólafsson, 16.1.2009 kl. 17:18

6 Smámynd: Smári Jökull Jónsson

Það var nú þegar búið að svara ýmsu hjá þér "United", þannig að ég ætla nú ekki að gera það aftur. Svo finnst mér ósköp lítill tilgangur í því að rökræða við menn sem geta/þora ekki að skrifa undir nafni...

Smári Jökull Jónsson, 19.1.2009 kl. 09:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Smári Jökull Jónsson

Höfundur

Smári Jökull Jónsson
Smári Jökull Jónsson

Starfa sem grunnskólakennari í Smáraskóla í Kópavogi auk þess að skrifa um íþróttir í Fréttablaðið af og til.

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Myndir heima   Vikur 4 6 153
  • Fyrsti sólarhringur 114
  • Fyrsti sólarhringur 122
  • Fyrsti sólarhringur 095
  • Fyrsti sólarhringur 083

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband