19.1.2009 | 09:28
Bensínið ?
Þar sem olíutunnan hefur lækkað um rúm 400% (ef reikningskunnátta mín svíkur mig ekki) þá fyndist manni ekki óeðlilegt að bensínið hér á landi myndi lækka eitthvað líka - þó að væri nú ekki nema fyrir hluta þeirrar tölu.
Það virðist hins vegar alltaf taka lengri tíma að líta til þróunar heimsmarkaðsverðs, þegar verðið á olíunni er að lækka en þegar það er að hækka. Merkilegt nokk...
Smá leiðrétting. Þar sem í ljós kom að reikningskunnáttan mín sveik mig, þá er komin ágætis útskýring í kommentum á stærðfræðinni hvað varðar hækkun/lækkun olíunnar
Olían í 10 dali? | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Smári Jökull Jónsson
Færsluflokkar
Tenglar
Mínar uppáhalds
Þær síður sem ég skoða daglega
- Fótbolti.net
- Mogginn
- Vísir
- Sky Sports Íþróttafréttir erlendis
- Eyjan
- Sky News Erlendu fréttirnar
- Eyjafréttir
- Herðubreið Pólitískur fréttavefur
- Smugan Pólitískur fréttavefur í boði Vinstri-Grænna
- Liverpool
- RÚV
- Eyjar.net
- ÍBV
- AMX Pólitískur fréttavefur í boði Sjálfstæðismanna
- Liverpool á Íslandi
Bloggarar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Ekki veit ég hver kenndi þér stærðfræðina sem þú beitir þarna, en ef olían hefði lækkað um 400% úr einhverju verði myndi það gefa okkur að nú væri borguð þrefalt fyrra verð olíunnar með hverri tunnu.
Þú hefur væntanlega fengið þessa niðurstöðu með eftirfarandi útreikningum:
147/36=4
En réttara væri :
36/147=0,076 eða um það bil 0,08. Sem gefur að verð í dag er um 8% af hæsta verði eða hefur síðan 147 dala verði á tunnu var náð lækkað um nær 92%.
Geir Guðbrandsson, 19.1.2009 kl. 09:40
Mér sýnist eitthvað hafa skolast til hjá þér Geir,
36/147 = 0,2448 sem þýðir að fatið er 24,48% virði af hæsta skráða verði og hefur því lækkað um 75% eða ca. usd 110. Á hinn veginn ef olían myndi hækka aftur í fyrri hæðir myndi hún stökkva upp um 400%.
kv. ek
Einar Karlsson (IP-tala skráð) 19.1.2009 kl. 10:03
Ok gott og vel, mín mistök - ef hún myndi hækka aftur upp í 147 dollara þá væri hún búin að hækka um 400%
Ég ætla svo að láta ykkur um afganginn - sýnist þið mun fróðari en ég í þessum fræðum !
Smári Jökull Jónsson, 19.1.2009 kl. 12:10
Smári, ekkert að afsaka. Ég sá mig frekar tilneyddan að lagfæra misfærslur Geirs, reyndar er hann einnig með misskilning á lækkun um 400%, því ekkert er lengur neins virði þegar það er lækkað um 100%, hvað þá 400%.
Það væri þá greitt með olíunni ef hún væri orðin -100 usd, það væri nú kostur að fá greitt með fatinu.
kv.ek
Einar Karlsson (IP-tala skráð) 19.1.2009 kl. 13:08
Er þá málið komið á hreint?:D
Hjálmar (IP-tala skráð) 19.1.2009 kl. 13:50
Já mér sýnist það. Ég allavega er með það á hreinu núna að olían hefur lækkað um 75% síðan hún var hæst, ef hún myndi hækka aftur í sama verð myndi hún hækka um 400% og svo veit ég það líka núna að ekkert getur lækkað um 400% (hefði nú líklega átt að vita það)
En takk fyrir útskýringarnar Einar - og þú líka Geir, þó svo að þær hafi eitthvað ruglast hjá þér...
Smári Jökull Jónsson, 20.1.2009 kl. 00:22
Það sem við vitum ekki hins vegar, er hver kenndi Geir stærðfræðina sem hann beitti - líkt og hann spurði hver kenndi mér stærðfræðina sem ég beitti ! Það var allavega Gísli Óskarsson sem kenndi mér, en líklega væri hann ekki ánægður með útskýringarnar mínar ef hann sæi þér hér á "prenti"
Smári Jökull Jónsson, 20.1.2009 kl. 00:24
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.