23.1.2009 | 23:19
Næsti formaður Sjálfstæðisflokksins
Það er forvitnilegt að pæla í þeim sem koma til greina sem næsti formaður Sjálfstæðisflokksins. Strax er búið að nefna fjóra kandídata til sögunnar, Þorgerði Katrínu varaformann, Bjarna Ben þingmann, Kristján Þór Júlíusson þingmann og oddvita í NA-kjördæmi og loks Guðlaug Þór heilbrigðisráðherra.
Þorgerður Katrín hlýtur að kanna sína stöðu, enda varaformaður og eina skrefið upp á við fyrir hana innan flokksins er að verða formaður. Hins vegar er það alveg ljóst að hún er meira til vinstri en hörðustu Sjálfstæðismenn telja eðlilegt auk þess sem hægt er að setja spurningamerki við þátt hennar og eiginmanns hennar í málefnum Kaupþings. Þá hefur hún lýst því yfir að hún sé hlynnt því að skoða ESB-aðild og það er misjafnlega vinsælt hjá bláu höndinni. Það má þó ekki afskrifa hana.
Bjarni Ben er frjálshyggjumaður út í fingurgóma og eflaust sá sem margir Sjálfstæðismenn sjá sem framtíðar formann. Hins vegar er það alveg ljóst að frjálshyggjustefnan hefur steytt á skeri og ef flokkurinn kýs sér formann sem er jafn mikill frjálshyggjumaður og Bjarni er, þá gæti það tekið tíma að fá þjóðina í lið með sér á nýjan leik. Fólkið í landinu hefur einfaldlega fengið nóg af hugmyndafærði Hannesar Hólmsteins og co. Bjarni kemur þó sterklega til greina og innan flokksins gæti skapast sæmileg sátt um hann, þó svo að stuðningsmenn Þorgerðar Katrínar gætu séð ýmislegt athugavert við hann sem formann.
Kristján Þór Júlíusson er fremur óskrifað blað í þessari baráttu. Hann var einn af oddvitum Sjálfstæðisflokksins fyrir síðustu kosningar, nánar tiltekið í NA-kjördæmi, en jafnframt eini oddvitinn sem ekki fékk stórt embætti eftir kosningarnar (Sturla Böðvarsson fékk reyndar "bara" embætti Forseta Alþingis en næsti maður á eftir honum í NV-kjördæmi varð ráðherra). Það er því ekki alveg ljóst hvort fólkið í innsta hring flokksins treystir honum í formannsembættið, hann er líklega ekki nógu stórt nafn á landsvísu.
Guðlaugur Þór Þórðarson er, líkt og Bjarni, mikill frjálshyggjumaður og einn af stuttbuxnadrengjunum í flokknum. Hann er ráðherra, oddviti og ef hann hyggur á enn meiri frama innan flokksins hlýtur hann að stefna á annaðhvort varaformanns- eða formannsstólinn. Hins vegar held ég að erfiðara væri að ná sátt um hann sem formann heldur en til dæmis Bjarna. Hann er þegar orðinn mjög umdeildur sem heilbrigðisráðherra og á litla möguleika á að skapa sér vinsældir meðal annarra en harðra Sjálfstæðismanna.
Svo er spurning hvort einhverjir aðrir kandídatar koma til greina. Árni Sigfússon hefur verið nefndur, Hanna Birna Kristjánsdóttir gæti hugsað sér meiri frama innan flokksins og þá má aldrei útiloka minni spámenn eins og Sigurð Kára, Guðfinnu Bjarnadóttur eða Pétur Blöndal - þó ólílklegt sé að þau hyggi á framboð.
Síðan er víst aldrei hægt að útiloka Davíð kallinn...!
Sigmundur: Tilboðið stendur | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Smári Jökull Jónsson
Færsluflokkar
Tenglar
Mínar uppáhalds
Þær síður sem ég skoða daglega
- Fótbolti.net
- Mogginn
- Vísir
- Sky Sports Íþróttafréttir erlendis
- Eyjan
- Sky News Erlendu fréttirnar
- Eyjafréttir
- Herðubreið Pólitískur fréttavefur
- Smugan Pólitískur fréttavefur í boði Vinstri-Grænna
- Liverpool
- RÚV
- Eyjar.net
- ÍBV
- AMX Pólitískur fréttavefur í boði Sjálfstæðismanna
- Liverpool á Íslandi
Bloggarar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Ég held ég taki undir með þessari grein sjálfstæðismanns í Kópavoginum sem má lesa á eftirfarandi slóð : http://baldur.xd.is/
Predikarinn - Cacoethes scribendi , 23.1.2009 kl. 23:29
Sammála þér um Davíð!
Ingibjörg Hinriksdóttir, 24.1.2009 kl. 00:06
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.