27.1.2009 | 08:53
Spunavélin komin í gang
Spunavélin í Valhöll er komin í gang enda ekki langur tími til kosninga. Sjálfstæðisflokkurninn gengur um eins og sært dýr en virðist samt ætla að bíta frá sér. Hvar sem maður heyrir í Sjálfstæðismanni í fjölmiðlum, hvort sem það er í sjónvarpi, útvarpi eða á netmiðlum þá tala menn um tætta Samfylkingu, klofning þar á meðal og að Ingibjörg Sólrún hafi ekkert ráðið við klíkurnar innan flokksins. Greinilegt að forystan er búin að leggja línurnar hvað þetta verðar. Svo á auðvitað að taka forsetann í gegn í leiðinni.
Agnes Bragadóttir blaðamaður á Morgunblaðinu sýndi þetta mjög greinilega í morgun þegar hún var í vikulegu spjalli sínu á Bylgjunni ásamt Björgu Evu Erlendsdóttur. Annars er það alveg makalaust hversu langt Agnes gengur í máli sínu. Dónaskapurinn, hrokinn og virðingarleysið er algjört. Ég átti hreinlega ekki orð þegar ég var í bílnum á leið í vinnu í morgun. Hún fór svo langt út fyrir öll mörk að það er engu lagi líkt.
Annars stóð hún á gati þegar umræðan um forsetann fór í gagn. Agnes fór mikinn og sagði að "puntudúkkan á Bessastöðum" ætti nú ekki að skipta sér af þessum málum og hvað þá leggja til þessi fjögur frægu atriði sem hann minntist á í gær. Í leiðara Morgunblaðsins sögðu stjórnendur þáttarins að fólk væri hvatt til að láta orð Ólafs sem vind um eyru þjóta og jafnframt spurðu þau Agnesi hvort ástæðan væri ekki einfaldlega sú að það væri Ólafur sem talaði, en ekki vegna þess að lítið vit væri í því sem sagt væri.
Þá gat hún ekkert sagt. Hún semsagt viðurkenndi það óbeint að þó svo að mikið vit væri í því sem forsetinn sagði og að það væri m.a. beintengt við kröfur fólksins síðustu vikur, þá ætti fólk ekki að hlusta vegna þess að það væri Ólafur Ragnar sem væri að tala.
Segir þetta ekki ýmislegt um hugsanagang spunavélarinnar í Valhöll ? Gefum þeim frí !
Samfylkingin bugaðist" | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Smári Jökull Jónsson
Færsluflokkar
Tenglar
Mínar uppáhalds
Þær síður sem ég skoða daglega
- Fótbolti.net
- Mogginn
- Vísir
- Sky Sports Íþróttafréttir erlendis
- Eyjan
- Sky News Erlendu fréttirnar
- Eyjafréttir
- Herðubreið Pólitískur fréttavefur
- Smugan Pólitískur fréttavefur í boði Vinstri-Grænna
- Liverpool
- RÚV
- Eyjar.net
- ÍBV
- AMX Pólitískur fréttavefur í boði Sjálfstæðismanna
- Liverpool á Íslandi
Bloggarar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Mig langaði virkilega til þess að hlusta á þetta í dag, en bylgjan í bítið er ekki hægt að hlusta á á vísi.is. Einhverra hluta vegna hafa þeir ákveðið að setja það ekki inná vefinn. Hádegisfréttir eru... og sömuleiðis Ívar Guðmundsson, en ekki bylgjan í bítið. Kemur ekkert á óvart...
Nafnleysa (IP-tala skráð) 27.1.2009 kl. 16:11
Ég var virkilega reiður þegar ég kom í vinnuna eftir að hafa hlustað á þetta. Þar talaði ég við fólk sem hafði líka hlustað og var sama sinnis - fannst hún hafa gengið alltof, alltof langt t.d. með ummælum um ISG sem ég trúi varla enn að hún hafi sagt !
Kannski Bylgjumenn vilji bara ekkert að fleiri heyrðu en voru að hlusta í morgun...
Smári Jökull Jónsson, 27.1.2009 kl. 21:42
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.