31.1.2009 | 19:48
Frjálshyggjudrengurinn
Það er allavega ljóst að ef Bjarni Benediktsson verður kjörinn formaður Sjálfstæðisflokksins, þá dregur ekki úr frjálshyggjunni í röðum Sjálfstæðismanna.
Það ætti að gleðja forystumenn annarra flokka, því frjálshyggjustefnan hefur beðið algjört skipbrot í hremmingunum undanfarið og verður erfitt fyrir Sjálfstæðisflokkinn að telja þjóðinni trú um að frjálshyggjustefnan sé sú besta fyrir þjóðina í núverandi ástandi.
Bjarni staðfestir framboð | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Smári Jökull Jónsson
Færsluflokkar
Tenglar
Mínar uppáhalds
Þær síður sem ég skoða daglega
- Fótbolti.net
- Mogginn
- Vísir
- Sky Sports Íþróttafréttir erlendis
- Eyjan
- Sky News Erlendu fréttirnar
- Eyjafréttir
- Herðubreið Pólitískur fréttavefur
- Smugan Pólitískur fréttavefur í boði Vinstri-Grænna
- Liverpool
- RÚV
- Eyjar.net
- ÍBV
- AMX Pólitískur fréttavefur í boði Sjálfstæðismanna
- Liverpool á Íslandi
Bloggarar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Þótt frjálshyggjustefnan er ekki það sem margir vilja í dag þá þarf ekki að vera að hún sé vonlaus. Það voru einfaldlega alltof margir hlutir sem klikkuðu t.d eftirlit, ósætti Seðlabankans (Davíðs) við bankanna, lélegt regluverk o.s.v.fr.
Ég held allavega að frjálshyggjan hafi mun meiri kosti heldur en ríkisrekin fyrirtæki, en til þess þarf líka allt að fúnkera almennilega eins og þessir þættir sem ég tel hér að ofan og eflaust fleirri þættir....
En ég er sammála því að frjálshyggjan er ekki efst í huga fólks í dag skiljanlega og eðlilega en vonum allavega að þetta verði ekki þannig að þetta verði ekki í framtíðinni þannig að ríkið ráði því hvað er framleitt/gert, hvað mikið verður framleitt og hverjir muni framleiða það:S
Hjálmar (IP-tala skráð) 31.1.2009 kl. 20:10
Af hverju ætti að draga úr frjálshyggjunni? Hún tekur við aftur innan skamms, hentistefna Samfylkingar verður sett út í horn og við taka ný ár á hliðarlínunni hjá frústreruðum flokkum afturhalds. Það fer þeim einhvern veginn betur!
Byltingarforinginn, 31.1.2009 kl. 20:50
Það er líka svolítið mikill munur á frjálshyggju annars vegar og svo hins vegar að ríkið ráði því sem er framleitt, gert og hverjir sjái um það. Kostir og gallar við bæði. Er ekki millivegurinn bestur í þessu ?
Kæri Byltingarforingi! Þú spyrð af hverju ætti að draga úr frjálshyggjunni - atburðir síðustu mánuða svara því sjálfir. Með framhaldið skulum við sjá hvað setur...
Smári Jökull Jónsson, 31.1.2009 kl. 21:48
Já að sjálfsögðu eru kostir og gallar við bæði sjónarmið eða kerfin, ekkert er gallalust. Við erum að súpa seyðið af göllunum á frjálshyggjunni í sinni svörtustu mynd í dag....
Millivegurinn er að sjálfsögðu góður en það að það sé eitt ríkisfyrirtæki í samkeppni við eitt, tvö eða fleirri einkarekin fyrirtæki finnst mér ekki spennandi kostur.
Að mínu mati á ríkið að sjá um að setja reglur og gæta hag borgaranna ásamt því að fylgja þeim eftir og vera með eftirlit, ekki að vera í samkeppni við einkarekin fyrirtæki.
En við erum ung þjóð og erum að fara í gegnum erfiðleika sem aðrar þjóðir hafa farið í gegnum. Held að við séum bara eftir á að mörgu leyti allar hefðir, siðir og menning eru einfaldlega í meiri mótun hér en hjá öðrum þjóðum.
En vonum að Samfylkingin, VG og Framsókn komi með eitthvað sem allir geta verið sáttir við þannig að við getum farið að líta björtum augum til framtíðar:)
Hjálmar (IP-tala skráð) 31.1.2009 kl. 22:47
"Þú spyrð af hverju ætti að draga úr frjálshyggjunni - atburðir síðustu mánuða svara því sjálfir" Fyndið hvernig stuttbuxnadrengir samfylkingarinnar hamast nú úti frjálshyggjuna í bloggheimum, ætli t.d heimskreppan og einn ömurlegasti ráðherra síðustu tugi ára, bankamálaráðherrann Björgvin eigi t.d ekki einhverja sök, eða er kannski nóg að bera fyrir sig að vita ekkert!!! Þið viljið iðlulega "gleyma" því að í hruninu sat samfyllkingin við stjórn þessa lands, þegar við mótmæltum á austurvelli þá vorum við ekki að mótmæla til þess að fá samfylkinguna aftur við stjórnvölinn!!! Samfylkingin getur ekki firrað sig neinni ábyrgð í þessu eins og þið eruð að reyna, þið fenguð loksins að sitja í ríkisstjórn og árangurinn ömurlegur. Ég held að byltingarforinginn hafi rétt fyrir sér með að frjálshyggjan taki aftur við, það er komin mikil kommúnísk umræða í gang um allskonarmiðstýringu, því vinstrimenn virðast líta á það sem guðsgjöf sína að vilja og fá að stjórna ÖLLU því þeir geri það betur en fólkið í landinu sjálft, en fólkið hefur reynsluna af því og það hefur aldrei viljað það lengi. Það þarf nú ekki að renna lengi yfir forystumenn samfylkingarinnar til að sjá að þar ráða örugust vinstrimenn sem í gegnum tíðina hafa nú ekki viljað fara mikið að miðjunni ,Jóhanna, Össur og Ingibjörg Sól. Samfylkinginn virðist vera marghöfða skrímsli eins og haldið hefur verið framundanfarið og kannski þess vegna sem ekki þarf meira en eina slæma skoðanakönnun fyrir flokkinn til hann taki dramatískar beygjur!!
JR (IP-tala skráð) 1.2.2009 kl. 09:08
Ætlar þú virkilega að halda því fram að allt það sem hefur gerst síðustu vikur og mánuði (frá bankahruni) sé afleiðing af stjórnunarháttum Samfylkingar síðan þeir komu í ríkissstjórn ? Sérðu virkilega ekki hversu mikil einföldun það er ?
Við skulum hafa eitt á hreinu og það er að Samfylkingin ber ábyrgð á ástandinu, ég drega það ekki í efa. En ef eitthvað er augljósara er það, þá er það að Sjálfstæðisflokkurinn ber einning ábyrgð og sú ábyrgð er öllu meiri en ábyrgð Samfylkingarinnar. Sjálfstæðisflokkurinn hefur verið við völd í landinu síðustu 18 ár, þeir eiga stóran þátt í að skapa samfélagið eins og við þekkjum það, viðskiptasamfélagið og allt regluverkið þar í kring. Hvernig í ósköpunum er hægt að halda því fram að ábyrgðin sé öll Samfylkingarmegin ?? Frjálshyggjan er orsök, Sjálfstæðisflokkurinn er frjálshyggjuflokkur og ber mikla ábyrgð.
Björgvin viðskiptaráðherra stóð sig ekki vel. Það er auðvitað ekki eðlilegt að ráðherra beri því við "að hann hafi ekki vitað" af hinu og þessu. En hvað gerði hann ? Hann sagði af sér ! Það hefur enginn Sjálfstæðismaður gert, ekki dýralæknirinn í fjármálaráðuneytinu, ekki fyrrum formaðurinn í Seðlabankanum og ekki hagfræðingurinn sem sat vaktina í forsætisráðuneytinu! Svo mega menn deila um það hvort afsögn Björgvins kom of seint eða ekki. Líklega gerði hún það en hann axlaði þó einhverja ábyrgð.
Nú fáum við svo vonandi að sjá hvernig alvöru félagshyggjustjórn virkar, þar sem allir eru jafnir - ekki sumir jafnari en aðrir !
Smári Jökull Jónsson, 1.2.2009 kl. 18:24
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.