Ábyrg stjórnarandstaða

Ég er farinn að hafa áhyggjur af sjálfum mér, ég blogga varla nema það sé um Sjálfstæðisflokkinn!

En ég hlustaði á Bítið í morgun og fór þá að velta því fyrir mér hvað fælist í ábyrgri stjórnarandstöðu. Nú er stjórn við völd sem mun einungis starfa í um 80 daga, hennar bíða mörg brýn verkefni og ljóst er að hafa þarf hraðar hendur. Stjórnarsáttmálinn er mjög takmarkaður, ákveðið var að bíða með mörg stór mál sem VG og S eru ekki endilega sammála um (t.d. ESB), þar sem það er deginum ljósara að ekki myndi vinnast tími til að afgreiða þau mál að fullu.

Illugi Gunnarsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, talaði um í gær að flokkurinn ætlaði sér að vera ábyrgur í stjórnarandstöðu, gagnrýna það sem þyrfti að gagnrýna og ekki tefja afgreiðslu góðra mála. Illugi hefur oftast verið málefnalegur í sínu tali og því ástæða til að hlusta á hann.

Því miður virðast ekki allir samflokksmenn hans vera á sama máli. Síðustu daga hafa margir Sjálfstæðismenn gert allt sem þeir geta til að gera nýjan meirihluta ótrúverðugan, tala um sundrungu þeirra á milli og benda á mál sem vitað er að hinn nýi meirihluti er ekki búinn að tala um (og ætlar ekki að taka á vegna takmarkaðs vinnutíma) og tala um það sem dæmi um að nýr meirihluti geti ekki unnið saman.

Er þetta ábyrgð? Væri ekki nær að gefa nýjum meirihluta sæmilegan vinnufrið, beina gagnrýni sinni að þeim málum sem hann ætlar að fjalla um og taka á - en ekki einblína á önnur "minni" mál sem vitað er að verður tekist á um í kosningabaráttu og sú ríkisstjórn sem tekur við eftir 25.apríl mun sjá um að leiða til lykta.

Sjáum hversu ábyrgir þeir eru.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Váá hvað þú ert blindur samfylkingarmaður. Hvernig er það, á þá bara ríkisstjórnin og þá aðalega samfylkingin að fá að bauna á sjálfstæðisflokkin þessa dagana, eins og þau svo sannarlega eru að gera, en sjálfstæðisflokkurinn má ekki svara til baka af því að hann þarf að vera "ábyrgur"????? Á ekki frekar að krefjast þess af samfylkingunni að þau fari að sýna ábyrgð og einbeita sér í þessa fáu daga sem þau hafa fram að kosningingum að þau fari að einbeita sér að málum málanna??? Nógu mörgum dögum eru þau núna búin að eyða í ekki neitt annað en að skipta með sér völdum!

"Því miður virðast ekki allir samflokksmenn hans vera á sama máli. Síðustu daga hafa margir Sjálfstæðismenn gert allt sem þeir geta til að gera nýjan meirihluta ótrúverðugan, tala um sundrungu þeirra á milli og benda á mál sem vitað er að hinn nýi meirihluti er ekki búinn að tala um (og ætlar ekki að taka á vegna takmarkaðs vinnutíma) og tala um það sem dæmi um að nýr meirihluti geti ekki unnið saman."

Það er nú ekki margir dagar síðan Ingibjörg Sólrún gaf það út að þáverandi ríkisstjórnin yrði sjálfhætt ef sjálfstæðismenn myndu ekki vilja ESB, hvar er sú afstaða hennar núna korteri seinna??? Má ekki benda á þessa sundrung að VG vill ekki ESB, VG vill ekki Evru á meðan Samfylkingin vill það, Samfylkingin gerði fyrir korteri það að aðalmálinu að hafni sjálfstæðislfokkurinn ESB þá sé ríksstjórnin sjálfhætt, en núna lúffar hún og kúvendir afstöðu sinni, er þetta mjög trúverðugt og ábyrgðarfullt í augum blindra samfylkingarstuðningsmanna???

Þetta kristallaðist nú bara á blaðamannafundi í gær þar sem Steingrímur J og Jóhanna sátu fyrir svörum um gjaldeyrismálin, sem líklega er stærsta vandamál íslensku þjóðarinnar í dag, Steingrímur vildi norsku krónuna en Jóhanna evruna og þar af leiðandi esb, er þetta mjög trúverðugt fyriri fólkið í landinu og má þá stjórnarandstaðan ekki tala um þessa sundrung í þessu RISA stóra máli af því að það væri ábyrgðarlaust og það ætti að gefa þeim vinnufrið??? 

Ég held að allir óblindir stuðningsmenn í pólitík sjá það að Samfylkingin verður nú að fara sýna ábyrgð og einbeita sér að málunum, þau slitu ríkisstjórninni fyrir völd í 80 daga og nú verður hún að fara bretta upp ermarnar, en ekki er maður bjartsýnn þar sem nú er að skella á kosningabarátta innann flokksins þar sem Árni Páll hefur riðið á vaðið og því allar líkur á að þau verði upptekin að einhverju leiti í þeirri baráttu.

Hákon (IP-tala skráð) 4.2.2009 kl. 10:34

2 Smámynd: Smári Jökull Jónsson

Aftur vil ég árétta að sjón mín er ágæt. Það sem ég var að benda á varðandi ábyrgð, var það að Illugi benti réttilega á að nú væri kannski ekki tími til þess að ræða mál sem gætu beðið þar til í kosningabaráttu heldur ættu allir að einhenda sér í það að klára fyrst þá hluti sem svo nauðsynlegt er að klára. Svo koma félagar hans fram hver á fætur öðrum og tala akkúrat í kross við þetta.

Það ber kannski að hafa það í huga að þegar ISG segir þetta, að ríkisstjórnin sé sjálfhætt vilji Sjálfstæðisflokkurinn ekki ESB, þá var ekki í umræðunni hjá ríkisstjórninni að kjósa núna í vor. Nú er komin á stjórn, sem starfar í 80 daga fram að kosningum og flokkarnir fá tíma í kosningabaráttunni til að klykkja á sínum stefnumálum sem hjá SF verður væntanlega að ganga í ESB. Ég held að það hafi ekkert breyst. Þau hafa líklega sett þennan ágrening á "hold", ákveðið að einbeita sér að þarfari málum og taka hina umræðuna síðar. Mér finnst í sjálfu sér ekkert mikið athugavert við það, þó svo að ég hefði sjálfur viljað kjósa strax um aðildarviðræður.

Reyndar sé ég ekki af hverju menn ættu að vera hræddir við að kjósa um aðildarviðræður. Ef þjóðin segir já, verður farið í viðræður og þjóðin fær svo væntanlega aftur tækifæri til að segja já eða nei að því loknu - ef þjóðin segir hins vegar strax nei þá nær það auðvitað ekki lengra. Sjálfum finnst mér sjálfsagt að fara í viðræður og sjá hvað við fáum út úr því, við höfum þá allavega möguleikann á að segja nei.

Smári Jökull Jónsson, 4.2.2009 kl. 11:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Smári Jökull Jónsson

Höfundur

Smári Jökull Jónsson
Smári Jökull Jónsson

Starfa sem grunnskólakennari í Smáraskóla í Kópavogi auk þess að skrifa um íþróttir í Fréttablaðið af og til.

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Myndir heima   Vikur 4 6 153
  • Fyrsti sólarhringur 114
  • Fyrsti sólarhringur 122
  • Fyrsti sólarhringur 095
  • Fyrsti sólarhringur 083

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband