Gísli Marteinn og endurnýjunin

Gísli Marteinn fer mikinn á sinni síðu um endurnýjun hjá Samfylkingunni, sem virðist vera honum mikið áhyggjuefni. Hann talar um litla endurnýjun og segir að Samfylkingin í Reykjavík átti sig ekki á því að fólkið í landinu vill endurnýjun. Eflaust rétt hjá honum að endurnýjun er ekki það mikil og sjálfur hefði ég alveg viljað sjá suma af þingmönnum SF í Reykjavík draga sig í hlé. En er þetta eitthvað öðruvísi í flokki Gísla Marteins ?

Skoðum aðeins betur hverjir eru í framboði hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík. Þar eru Ásta Mölller, Birgir Ármannsson, Guðlaugur Þór Þórðarson, Illugi Gunnarsson, Jón Magnússon, Ólöf Nordal, Pétur H Blöndal og Sigurður Kári Kristjánsson. 6 af 9 núverandi þingmönnum og auk þess einn þingmaður úr öðru kjördæmi (Ólöf Nordal) og Jón Magnússon sem bauð sig fram fyrir Frjálslynda síðast en er núna í Sjálfstæðisflokknum.

Sjáum hvernig staðan er í Suðvesturkjördæmi. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, Bjarni Benediktsson, Ármann Kr. Ólafsson, Jón Gunnarsson og Ragnheiður Ríkharðsdóttir. 5 af 6 þingmönnum bjóða sig fram aftur. Sjötti þingmaðurinn færir sig síðan í annað kjördæmi og býður sig fram til forystu þar.

Aldeilis endurnýjun ! Ég held að Gísli Marteinn ætti að hugsa aðeins málið áður en hann tjáir sig næst, ég reyndar á ekkert sérstaklega von á því.

 


mbl.is Ingibjörg býður sig fram
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Skoðið bakþanka Davíðs Þórs á baksíðu helgarféttablaðsins.

Ólöf Margrét (IP-tala skráð) 1.3.2009 kl. 10:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Smári Jökull Jónsson

Höfundur

Smári Jökull Jónsson
Smári Jökull Jónsson

Starfa sem grunnskólakennari í Smáraskóla í Kópavogi auk þess að skrifa um íþróttir í Fréttablaðið af og til.

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Myndir heima   Vikur 4 6 153
  • Fyrsti sólarhringur 114
  • Fyrsti sólarhringur 122
  • Fyrsti sólarhringur 095
  • Fyrsti sólarhringur 083

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband