5.3.2009 | 22:06
Af hverju Framsókn?
Af hverju ætti fólk eiginlega að kjósa Framsóknarflokkinn? Flokkurinn hefur tvo möguleika á að komast í ríkisstjórn, annars vegar í vinstri stjórn með VG og Samfylkingu og hins vegar í stjórn með Sjálfstæðisflokknum.
Ef fólk vill vinstri stjórn, er lang rökréttast að kjósa VG eða Samfylkingu. Þriggja flokka stjórn VG, Samfylkingar og Framsóknar er miklu ólíklegri til að halda út en tveggja flokka stjórn VG og Samfylkingar.
Ef fólk vill hins vegar stjórn Framsóknar og Sjálfstæðisflokks þá er sjálfsagt að kjósa B. Ég get hins vegar ekki ímyndað mér að fólkið í landinu vilji sjá þá stjórn aftur, eftir 12 ára stjórnarsamstarf þeirra sem á stóran þátt að hafa komið okkur í þá stöðu sem við erum í núna.
Vill vera í vinstri stjórn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Smári Jökull Jónsson
Færsluflokkar
Tenglar
Mínar uppáhalds
Þær síður sem ég skoða daglega
- Fótbolti.net
- Mogginn
- Vísir
- Sky Sports Íþróttafréttir erlendis
- Eyjan
- Sky News Erlendu fréttirnar
- Eyjafréttir
- Herðubreið Pólitískur fréttavefur
- Smugan Pólitískur fréttavefur í boði Vinstri-Grænna
- Liverpool
- RÚV
- Eyjar.net
- ÍBV
- AMX Pólitískur fréttavefur í boði Sjálfstæðismanna
- Liverpool á Íslandi
Bloggarar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Sæll grunnskólakennari.
Samkvæmt grafi á vef RUV getur Framsókn ekki farið í meirihluta sem Sjálfs.fl. (sem betur fer, og þar er ég sammála þér). Þeir eru bara með 41,6% samanlagt, en VG og SF eru með 53,4%... Gott að ég á ekki barn í Smáraskóla
Dexter Morgan, 5.3.2009 kl. 22:49
Sæll Dexter !
Ég kann vel að leggja saman og vissi þar af leiðandi að samkvæmt þessari könnun geta B og D ekki myndað stjórn, þannig að áhyggjur þínar af börnum í Smáraskóla eru óþarfar
Það er hins vegar alveg mögulegt að ríkisstjórn B og D komi til greina í lok apríl, bæði því tölurnar gætu breyst og einnig því ég held að það sé eitthvað sem Sjálfstæðisflokkurinn myndi sækjast sérstaklega eftir og Framsókn væri til í(sérstaklega ef það myndi færa Framsókn völd, valdagræðgin var nefnilega fundin upp í þeim flokki) og það var einfaldlega það sem ég átti við.
Aðrir möguleikar á ríkisstjórn með Framsókn innanborðs heldur en B og D eða B, S og VG eru hins vegar ekki til staðar, eða allavega mjög ólíklegri að mínu mati.
Smári Jökull Jónsson, 5.3.2009 kl. 23:41
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.