Hvað sem það kostar !

Sjálfstæðisflokkurinn ætlar sér greinilega í ríkisstjórn hvað sem það kostar. Það var vitað mál þegar ríkisstjórn D og S sprakk og kosningar boðaðar að Sjálfstæðisflokkurinn myndi byrja strax að gera hosur sínar grænar fyrir Framsóknarflokknum. Þá sérstaklega þegar haft er í huga að þó Framsóknarmenn hafi sagt að stjórn með Íhaldinu komi ekki til greina þá vita allir sem fylgjast með pólitík, Sjálfstæðismenn meðtaldir, að lítið er að marka þær yfirlýsingar Framsóknarmanna.

En maður átti nú ekkert endilega von á að Sjálfstæðisflokkurinn færi að stíga í vænginn við Vinstri-Græna. Það hefur Geir H. Haarde hins vegar gert og nú síðast á fundi í Eyjum í gær þar sem hann gaf sterklega til kynna að ríkisstjórn D og VG væri vel möguleg, sérstaklega ef litið væri til sameiginlegs viðhorfs í Evrópumálum. Það skyldi þó aldrei verða !

Annars myndi ég vilja að VG og Samfylkingin myndu ganga bundin til kosninga. Þá veit fólkið að hverju það gengur þegar það kýs þessa flokka og allri óvissu er eytt, óvissu sem landið má ekki við um þessar mundir. Svo var það ágætist punktur sem kjósandi Samfylkingar sagði hér á einhverri vefsíðunni, að ef hann vildi fá Sjálfstæðisflokkinn í stjórn þá myndi hann einfaldlega kjósa hann, og vísaði þar með til þess þegar Samfylkingin ákvað að ganga til samstarfs við Íhaldið eftir síðustu kosningar.

Samkvæmt könnun Fréttablaðsins og Stöðvar 2 sem birt var fyrir helgi vilja 70,7% landsmanna að Samfylkingin eigi aðild að næstu ríkisstjórn og 65,1% vilja VG, á meðan aðeins 32,2% vilja að Sjálfstæðisflokkurinn verði í næstu stjórn.

Þó svo að skoðanakannanir séu auðvitað varhugaverðar þegar draga ber ályktanir, þá held ég að þessi könnu feli í sér ágætis skilaboð til Sjálfstæðisflokksins :

Nærveru ykkar er ekki óskað !


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Andri Ólafsson

Hjartanlega sammála!

Andri Ólafsson, 17.3.2009 kl. 13:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Smári Jökull Jónsson

Höfundur

Smári Jökull Jónsson
Smári Jökull Jónsson

Starfa sem grunnskólakennari í Smáraskóla í Kópavogi auk þess að skrifa um íþróttir í Fréttablaðið af og til.

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Myndir heima   Vikur 4 6 153
  • Fyrsti sólarhringur 114
  • Fyrsti sólarhringur 122
  • Fyrsti sólarhringur 095
  • Fyrsti sólarhringur 083

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband