Fyrrverandi þingmaður Sjálfstæðisflokksins hnýtir í forsætisráðherra

Ætli það sé tilviljun að formaður Samtaka Atvinnulífsins er fyrrverandi þingmaður Sjálfstæðisflokksins?

Nei, ég held einfaldlega að kosningavélin sé komin á fullt í Valhöll. Er það eðlilegt að fyrirtæki greiði út arð til hluthafa á sama tíma og ekki er hægt að standa við umsamdar launahækkanir starfsmanna?

Menn hafa komið með þann punkt að hluthafar þurfa auðvitað að fá eitthvað til baka í staðinn fyrir þann pening sem þeir leggja í atvinnulífið, annars gætu þeir alveg eins lagt peninginn inn á banka og atvinnulífið fengi ekkert fjármagn. Vissulega rétt, en í þessu tilfelli hefðu þeir þá átt að greiða út minni upphæð í arð og standa við umsamdar launahækkanir.

Kosningabaráttan er svo sannarlega hafin og formaður Samtaka Atvinnulífsins ætlar sér greinilega að taka þátt í þeirri baráttu, sama hversu óeðlilegt það er.


mbl.is Atvinnurekendur reiðir Jóhönnu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðbjörn Guðbjörnsson

Hvað með Gylfa Arnbjörnsson forseta ASÍ og sérstakan talsmann Samfylkingarinnar?

Hvað með Ögmund Jónasson formanns BSRB og þingmann VG? 

Guðbjörn Guðbjörnsson, 19.3.2009 kl. 18:26

2 Smámynd: Smári Jökull Jónsson

Ögmundur er ekki formaður BSRB eins og er, dró sig í hlé þegar hann komst í ríkisstjórn. Auðvitað hafa þessir menn, Vilhjálmur meðtalinn, leyfi til að hafa sínar skoðanir. Mér fannst þetta hins vegar full áberandi hægri slagsíða, skoðun sem fundin var upp í Valhöll. Eflaust hefur það líka gerst á hinn veginn hjá Gylfa...

Smári Jökull Jónsson, 19.3.2009 kl. 22:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Smári Jökull Jónsson

Höfundur

Smári Jökull Jónsson
Smári Jökull Jónsson

Starfa sem grunnskólakennari í Smáraskóla í Kópavogi auk þess að skrifa um íþróttir í Fréttablaðið af og til.

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Myndir heima   Vikur 4 6 153
  • Fyrsti sólarhringur 114
  • Fyrsti sólarhringur 122
  • Fyrsti sólarhringur 095
  • Fyrsti sólarhringur 083

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband