19.3.2009 | 17:51
Fyrrverandi þingmaður Sjálfstæðisflokksins hnýtir í forsætisráðherra
Ætli það sé tilviljun að formaður Samtaka Atvinnulífsins er fyrrverandi þingmaður Sjálfstæðisflokksins?
Nei, ég held einfaldlega að kosningavélin sé komin á fullt í Valhöll. Er það eðlilegt að fyrirtæki greiði út arð til hluthafa á sama tíma og ekki er hægt að standa við umsamdar launahækkanir starfsmanna?
Menn hafa komið með þann punkt að hluthafar þurfa auðvitað að fá eitthvað til baka í staðinn fyrir þann pening sem þeir leggja í atvinnulífið, annars gætu þeir alveg eins lagt peninginn inn á banka og atvinnulífið fengi ekkert fjármagn. Vissulega rétt, en í þessu tilfelli hefðu þeir þá átt að greiða út minni upphæð í arð og standa við umsamdar launahækkanir.
Kosningabaráttan er svo sannarlega hafin og formaður Samtaka Atvinnulífsins ætlar sér greinilega að taka þátt í þeirri baráttu, sama hversu óeðlilegt það er.
Atvinnurekendur reiðir Jóhönnu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Smári Jökull Jónsson
Færsluflokkar
Tenglar
Mínar uppáhalds
Þær síður sem ég skoða daglega
- Fótbolti.net
- Mogginn
- Vísir
- Sky Sports Íþróttafréttir erlendis
- Eyjan
- Sky News Erlendu fréttirnar
- Eyjafréttir
- Herðubreið Pólitískur fréttavefur
- Smugan Pólitískur fréttavefur í boði Vinstri-Grænna
- Liverpool
- RÚV
- Eyjar.net
- ÍBV
- AMX Pólitískur fréttavefur í boði Sjálfstæðismanna
- Liverpool á Íslandi
Bloggarar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Hvað með Gylfa Arnbjörnsson forseta ASÍ og sérstakan talsmann Samfylkingarinnar?
Hvað með Ögmund Jónasson formanns BSRB og þingmann VG?
Guðbjörn Guðbjörnsson, 19.3.2009 kl. 18:26
Ögmundur er ekki formaður BSRB eins og er, dró sig í hlé þegar hann komst í ríkisstjórn. Auðvitað hafa þessir menn, Vilhjálmur meðtalinn, leyfi til að hafa sínar skoðanir. Mér fannst þetta hins vegar full áberandi hægri slagsíða, skoðun sem fundin var upp í Valhöll. Eflaust hefur það líka gerst á hinn veginn hjá Gylfa...
Smári Jökull Jónsson, 19.3.2009 kl. 22:20
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.