29.3.2009 | 19:00
Kjánahrollur
Er ég nokkuð sá eini sem fékk kjánahroll þegar ég hlustaði á lok ræðu Þorgerðar Katrínar, eftir að hún var endurkjörin sem varaformaður Sjálfstæðisflokksins ?
"Við verðum að berjast ! Berjast, berjast, berjast - Áfram Sjálfstæðisflokkurinn !"
Ætli hún fari ekki bara í klappstýrubúninginn og verði á kjörstað, syngjandi stuðningssöngva ?
Nýrri kynslóð treyst til verks | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Smári Jökull Jónsson
Færsluflokkar
Tenglar
Mínar uppáhalds
Þær síður sem ég skoða daglega
- Fótbolti.net
- Mogginn
- Vísir
- Sky Sports Íþróttafréttir erlendis
- Eyjan
- Sky News Erlendu fréttirnar
- Eyjafréttir
- Herðubreið Pólitískur fréttavefur
- Smugan Pólitískur fréttavefur í boði Vinstri-Grænna
- Liverpool
- RÚV
- Eyjar.net
- ÍBV
- AMX Pólitískur fréttavefur í boði Sjálfstæðismanna
- Liverpool á Íslandi
Bloggarar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (3.12.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 4
- Frá upphafi: 869
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 4
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Nei þú varst svo sannarlega ekki einn.
Ef þessi kona ásamt sínu hyski ætlar að storma nú inn á minn vinnustað og herja á mig þar, þá stend ég upp og fer út.
Ásta B (IP-tala skráð) 29.3.2009 kl. 19:02
Hvaða, hvaða! Þetta er kona sem er vön að hvetja á íþróttakappleikjum! Þetta hljómaði mjög kunnuglega í mínum eyrum sem eyði mörgum stundum í íþróttahúsum landsins. Þetta er kannski ekki vaninn í pólitik en hljómaði bara ágætlega í mínum eyrum. Allavega mun betur en hróp Jóhönnu í eintón: áfram samfylking til .... bræðralag.......réttlæti.... úff þá fékk ég kjánahroll!
Soffía (IP-tala skráð) 29.3.2009 kl. 19:12
Þorgerður Katrín... hrikalega hallærisleg... hef ekki séð það verra...
Brattur, 29.3.2009 kl. 19:34
Soffía, við erum ekki stödd á íþróttakappleik, látum þessi köll vera þar. Ég get svosem alveg verið sammála að lokin hjá Jóhönnu voru ekkert laus við kjánaganginn - sló samt ekki út kjánalegheitin hjá Þorgerði. Kannski er erfitt að klára svona ræðu án þess að það hljómi kjánalega ?
Smári Jökull Jónsson, 29.3.2009 kl. 19:55
Er ég sá eini sem er farinn að finnast pólitík og umræða um pólitík barnaleg?
Kristinn Bjarnason (IP-tala skráð) 29.3.2009 kl. 20:04
Já ég hugsaði einmitt það sama, mikið óskaplega var þetta kjánalegt, ,,við verðum að taka þetta dæmi Bjarni" Hvaða dæmi? Og svo þetta ,,áfram svo sjálfstæðismenn, áfram svo" hvað er þetta handboltalið eða er þetta eitthvert íþróttasamband? Það er það sem mig hefur grunað, það eru ekki málefnin sem skipta máli, það er bara það eitt að Sjálfstæðisflokkurinn sé við völd og ekkert annað skiptir máli. koma svo, koma svo. Meira ruglið. Það ætla ég að vona að þetta krabbamein í íslensku þjóðlífi fari fjandans til og við getum losnað undan því óréttlæti að sömu 30% þjóðarinnar ráði hér öllu alltaf.
Valsól (IP-tala skráð) 30.3.2009 kl. 11:09
Þó svo að ég sé í megindráttum sammála því sem þú (Valsól) talar um hvað varðar Sjálfstæðisflokkinn, þá finnst mér afar ósmekklegt að nota orðið krabbamein þegar þú lýsir flokknum. Það á ekki að nota það orð í þessu samhengi, það er bæði ósmekklegt gagnvart Sjálfstæðisflokknum og einnig þeim sem þekkja þennan sjúkdóm af eigin raun.
Smári Jökull Jónsson, 30.3.2009 kl. 15:05
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.