30.3.2009 | 14:37
Flísin og bjálkinn
Greinilegt er að hinn nýlegi formaður Framsóknarflokksins las stöðuna bandvitlaust þegar hann ákvað að frelsa þjóðina frá Sjálfstæðisflokknum og styðja við stjórn VG og Samfylkingar. Hann bjóst við að allir myndu taka Nýja-Framsókn fagnandi og merkja svo við B í kosningunum. Enda fór brosið ekki af honum í nokkra daga eftir formannskosningu og ríkisstjórnarskipti.
Svo var nú aldeilis ekki, því fólkið hér í landinu hefur ekki gullfiskaminni. Það man jú að flokkurinn sá var í stjórn í 12 ár með íhaldinu og einkavæddi m.a. bankana á þeim tíma auk annarra misgáfulegra ákvarðana. Hver man ekki eftir því þegar Ísland var allt í einu orðin staðföst þjóð?
Svo er það auðvitað bara VG og Samfylkingu að kenna hvernig komið er fyrir flokknum. Gat nú verið. Auðvitað ekkert verið að líta í eigin barm. Svo tekur maður lítið mark á afsökunarbeiðni flokksins vegna einkavæðingar bankanna, því fyrrverandi formaður var sko ekki á því að flokkurinn ætti nokkra sök á því hvernig komið er fyrir bönkunum.
Ef eitthvað er öruggt fyrir þessar kosningar og jafnvel nokkrar hinar næstu, þá er það sú staðreynd að ég mun hvorki merkja við B né D á mínum atkvæðaseðli.
Þolinmæði framsóknarmanna þrotin | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Smári Jökull Jónsson
Færsluflokkar
Tenglar
Mínar uppáhalds
Þær síður sem ég skoða daglega
- Fótbolti.net
- Mogginn
- Vísir
- Sky Sports Íþróttafréttir erlendis
- Eyjan
- Sky News Erlendu fréttirnar
- Eyjafréttir
- Herðubreið Pólitískur fréttavefur
- Smugan Pólitískur fréttavefur í boði Vinstri-Grænna
- Liverpool
- RÚV
- Eyjar.net
- ÍBV
- AMX Pólitískur fréttavefur í boði Sjálfstæðismanna
- Liverpool á Íslandi
Bloggarar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (28.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Já hann las hana vitlaust, ekki grunaði nokkurn mann að Sf og Vg myndu hundsa land og þjóð svona rosalega á þessum síðustu og verstu.
Það er rétt hjá þér að Sf og Vg hafa gersamlega brugðist í þessar ríkisstjórn.
Jón Finnbogason, 30.3.2009 kl. 14:53
Ert þú ekki bara einn af þeim sem er að lesa stöðuna vitlaust núna? Ekki sýnist mér núverandi ríkisstjórn vera að hundsa þjóðina, nú þegar búin að leggja fram fjölmörg mál sem eiga eftir að hjálpa þjóðinni þegar fram líða stundir. Þó er ég sammála því að það sem vantar er einhver afgerandi aðgerð sem tæki á málum nú þegar, kannski er sú töfralausn einfaldlega ekki til? Allavega hafa aðrir flokkar ekki komið með raunhæfa tillögu sem myndi flokkast sem afgerandi aðgerð.
Svo ætla ég að biðja þig að leggja mér ekki orð í munn, aldrei tók ég það fram að SF og VG hafi brugðist í þessari ríkisstjórn, þvert á móti.
Smári Jökull Jónsson, 30.3.2009 kl. 15:02
"Ekki sýnist mér núverandi ríkisstjórn vera að hundsa þjóðina, nú þegar búin að leggja fram fjölmörg mál sem eiga eftir að hjálpa þjóðinni þegar fram líða stundir"
Endilega teldu nú upp þessi frábæru mál sem eru að hjálpa þjóðinni núna???
Þetta er veruleikinn í dag:
http://www.mbl.is/mm/frettir/innlent/2009/04/01/aevistarfid_farid/
Þessi ríkisstjórn er ekki búinn að gera neitt, var það ekki samfylkingin sem ákvað að slíta fyrrverandi stjórnastarfi afþví að það var ekkert að gerast, hvað er að gerast núna? Það er alveg merkilegt með ykkur blinda fólkið sem aðhyllist og dásamið ykkar flokk í einu og öllu og sjáið ekkert rangt við það sem flokkarnir eru að gera heldur einbeitið ykkar tíma í að gagnrýna hvað aðrir eru nú með fáranlegar hugmyndir og allt öllum öðrum að kenna en er svo ekkert í gangi hjá ykkur.
"Svo er það auðvitað bara VG og Samfylkingu að kenna hvernig komið er fyrir flokknum. Gat nú verið. Auðvitað ekkert verið að líta í eigin barm " ´
Þetta er nátturlega bara snilldar viðhorf eða þannig , samfylkingin er aldeilis búin að líta í eigin barm er það ekki?? ef þetta er viðhorfið ykkar þá er kannski ekki skrítið að þetta bergmál hafi endurspeglaðist í ræðu Ingibjargar sólrúnar þar sem allt var öllum að kenna um aðgerðir Samfylkingarinnar í ríkisstjórn þeirra og sjálfstæðismanna, þar var allt sjálfstæðismönnum að kenna sem teymdu samfylkinguna í eitthvað sem þeim líkaði ekki og meira segja fékk viðskiptalífið að kenna á því í ræðunni þar sem hún kenndi einnig viðskiptalífinu um að leiða samfylkinguna í eitthvað sem þeim líkaði ekki!!! hmm, flísinn og bjálkinn anybody!!
Því fyrr sem þessi ríkisstjórn aðgerðaleysis kemst frá og hægt verður að kjósa því betra, held amk fólk hljóti að fara gera sér grein fyrir því hvað samfylkingin stendur fyrir , var léleg í lélegri ríkisstjórn með sjálfstæðismönnum og ennþá lélegri með VG, aðgerðaleysið algjört, tekur enga sök á sig og endurnýjunin í flokknum felst í formanni sem er búinn að vera 30 ár á þingi!!!!
Hákon (IP-tala skráð) 2.4.2009 kl. 10:15
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.