30.3.2009 | 20:55
Undarleg afstaða
Ég skil ekki þá afstöðu fólks sem vill ekki einu sinni kjósa um hvort sækja eigi um aðild að ESB. Ég er meira segja kominn á þá skoðun að ekki þurfi þessa tvöföldu atkvæðagreiðslu, þ.e. fyrst um hvort sækja eigi um aðild, og ef það verður ákveðið, þá hvort samþykkja eigi samninginn eða ekki.
Er mikið lýræði fólgið í því, hjá flokki sem lýsir sér sem flokki sem vill aukið lýræði, að leyfa fólkinu ekki einu sinni að kjósa um hvort sækja eigi um aðild eða ekki ? Held að Bjarni Harðarson ætti bara að halda sig við það að selja bækur.
Ég segi sækjum um aðild, undir lok ársins eða í byrjun þess næsta þegar aðeins er farið að slakna á kreppunni. Förum fram með skýlausar kröfur og áherslur, leggjum samninginn fyrir þjóðina og leyfum fólkinu að ráða. Þannig virkar lýðræðið.
Bjarni Harðarson og hans fólk í L-listanum hefur áhyggjur af því að þjóð sem komin er í ferlið, hún sækir aftur og aftur um þar til hún er komin inn. Er nokkuð óeðlilegt við það að fólkið haldi áfram að berjast fyrir inngöngu?
Segjum að staðan hér á landi væri enn þannig að konur mættu ekki kjósa. Þær myndu sækja það hart að fá kosningarétt en fengju neitun, eiga þær þá að hætta að berjast fyrir kosningarétti ?
Auðvitað halda ESB-sinnar áfram að berjast fyrir því að þjóðin gangi í ESB, annað væri óeðlilegt.
Um bloggið
Smári Jökull Jónsson
Færsluflokkar
Tenglar
Mínar uppáhalds
Þær síður sem ég skoða daglega
- Fótbolti.net
- Mogginn
- Vísir
- Sky Sports Íþróttafréttir erlendis
- Eyjan
- Sky News Erlendu fréttirnar
- Eyjafréttir
- Herðubreið Pólitískur fréttavefur
- Smugan Pólitískur fréttavefur í boði Vinstri-Grænna
- Liverpool
- RÚV
- Eyjar.net
- ÍBV
- AMX Pólitískur fréttavefur í boði Sjálfstæðismanna
- Liverpool á Íslandi
Bloggarar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (3.12.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 4
- Frá upphafi: 869
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 4
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Sæll Smári. Er sjálfur á báðum áttum varðandi aðild, hef hingað til verið mótfallinn slíku en hef aðeins "mildast" í afstöðu minni undanfarnar vikur. Hins vegar vill ég benda á hina hliðina á málinu sem þú talar um hér að ofan. Fyndist þér eðlilegt, ef íslenska þjóðin ákveði nú að sækja um aðild og samþykkti það að sífellt væri verið að kjósa um að ganga úr ESB? Þ.e.a.s. að ekkert óeðlilegt væri við endurteknar kosningar þangað til þjóðin samþykkti að ganga úr ESB.
Fyrir mér ætti að kjósa um það eftir eitt til tvö ár, alls ekki fara í aðildarviðræður eins og staða okkar er nú, enda samningsstaða okkar sjaldan eða aldrei verið verri og ef þjóðin segir nei, þá á einfaldlega að salta málið, alla vega í 5-10 ár.
Held að þetta sé svona svipað og með Bókaklúbba á Íslandi. Það er auðvelt að ganga inn í þá en alveg svakalega erfitt að komast út úr þeim
Sigursveinn , 2.4.2009 kl. 13:52
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.