Óákveðinn "foringi"

Bjarni Benediktsson virðist einstaklega óákveðinn. Kannski er hann Vog eins og ég ?

Fyrir landsfund Sjálfstæðisflokksins talaði hann um að aðildarviðræður væri málið. Strax og á fundinn var komið þá var skoðun hans sú að landinu væri betur borgið utan ESB og að engra viðræðna væri þörf.

Fyrir landsfundinn sagðist Bjarni að skattahækkanir væru ekki málið : "Við skattleggjum okkur ekki út úr þessum vanda" sagði hann og vonaði að fólkði í landinu myndi brosa og gleyma síðustu 18 árum. Í kringum landsfundinn þá gat Bjarni hins vegar ekki útiloka að skattahækkanir myndu koma til að loknum kosningu ef Sjálfstæðisflokkurinn væri við völd.

Nú eru svo eldhúsdagsumræður og þá segir Bjarni það sama og áður, engar skattahækkanir !

Hvernig eiga kjósendur að vita hvað Sjálfstæðisflokkurinn vill, ef formaðurinn veit það ekki? Mín skoðun er sú að þeir sem lofa að skattar verði ekki hækkaðir, þeir séu að blekkja - það verður því miður nauðsynlegt að hækka skatta að mínú mati.

Blekkingar eru reyndar ekkert nýtt í pólitíkinni, en það hlýtur að vera lágmarkskrafa að flokkarnir tali ekki í hringi og segi ekki eitt á mánudegi og annað á þriðjudegi. Það hefur Bjarni Benediktsson gert og á meðan svo er þá er trúverðugleiki hans sem "foringja" ekki mikill. Enda virtist hann einkar óöruggur í ræðustóli áðan, hann virtist átta sig á þessum vandræðagang sínum.


mbl.is Aðgerðir miða við minni þörf
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Smári Jökull Jónsson

Höfundur

Smári Jökull Jónsson
Smári Jökull Jónsson

Starfa sem grunnskólakennari í Smáraskóla í Kópavogi auk þess að skrifa um íþróttir í Fréttablaðið af og til.

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Myndir heima   Vikur 4 6 153
  • Fyrsti sólarhringur 114
  • Fyrsti sólarhringur 122
  • Fyrsti sólarhringur 095
  • Fyrsti sólarhringur 083

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband