Lygalaupar

Trúir því einhver að Geir sé sá eini innan flokksins sem hafi vitað af þessum greiðslum FL Group og Landsbankans? Mér fannst ansi góð fréttin inni á Vísi.is þar sem kemur fram að ábyrgð Geirs hafi aukist ansi mikið á 7 mínútum. Því með 7 mínútna millibili bárust tvær yfirlýsingar frá Valhöll. Hin fyrri greindi frá því að Geir bæri og tæki ábyrgð á móttöku styrksins frá FL Group. Hin síðar, sem eins og áður segir barst 7 mínútum síðar, var nákvæmlega eins orðuð nema að þar var búið að bæta inn setningu um að sama ætti við um styrk frá Landsbankanum.

Sjálfstæðismenn koma skelfilega út úr þessu máli, allir sem einn og reyni þeir að halda því fram að Geir hafi verið sá eini sem af þessu vissi, þá eru þeir enn meiri lygalaupar en ég bjóst við.

Svo voga sumir Sjálfstæðismenn sér að uppnefna fyrrverandi samstarfsflokkinn í ríkisstjórn, "Samspillinguna". Að kasta steinum úr glerhúsi hefur aldrei gengið vel, er það nokkuð?

Við skulum vona að þessi mesti spillingarflokkur íslenskrar stjórnmálasögu fái viðeigandi útkomu í kosningunum 25.apríl !


mbl.is Geir segist bera ábyrgðina
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Já, maður spyr sig hvað fær fólk til að kjósa þennan flokk spillingar. Ekki trúi ég að þeir hafi allir notið góðs af peningasugunni og útrásarbrjálæðinu.

Kolla (IP-tala skráð) 9.4.2009 kl. 02:25

2 Smámynd: Ingibjörg Hinriksdóttir

Algjörlega sammála þér.

Ég hitti í morgun mann sem sagði að hann lýsti því nú opinberlega yfir hvar sem hann kæmi að hann væri hættur að kjósa Sjálfstæðisflokkinn og væri staðráðinn í að kjósa Samfylkinguna.

Svo hitti ég annan sem sagðist vera ákveðinn í því að kjósa ekki Sjálfstæðisflokkinn aftur, hann og kona hans væru nú að velta því fyrir sér hvort þau ættu að kjósa Samfylkingu eða VG. Eftir smá spjall náði ég að landa honum í átt að Samfylkingunni með rökfærslum um aðildarviðræður að ESB. 

Svona þurfum við að vinna, hvert og eitt okkar. Allir saman nú, 1, 2, 3!

Ingibjörg Hinriksdóttir, 9.4.2009 kl. 16:05

3 identicon

Sæll Smári Jökull.Ég ætla ekki að skrifa um þessa styrki,það er annað sem veldur mér meiri áhyggjum, en það er sjávarútvegsstefna samfylkingarinnar.

Nú ert þú Vestmannaeyingur,hvernig sérðu þessa stefnu virka fyrir Eyjar og aðra útgerðarstaði?

Ég er sjómaður með góð laun og starfa hjá Vinnslustöðinni,afhverju ætti ég eða aðrir sjómenn að kjósa samfylkingunna??

Steini (IP-tala skráð) 11.4.2009 kl. 05:10

4 Smámynd: Smári Jökull Jónsson

Sjávarútvegsstefna Samfylkingarinnar þarfnast frekari útfærslu Steini, þar er ég alveg sammála þér. En það er alveg ljóst að núverandi kvótakerfi er hróplega ósanngjarnt og hefur drepið fjölmargar sjávarbyggðir þar sem menn hafa einfaldlega flutt kvótann úr þorpinu. Hvað ef þetta myndi gerast í Eyjum? Aldrei að segja aldrei...

Það er ljóst að það þarf betra kerfi og þar þurfa stjórnmálamenn, útgerðarmenn, sjómenn og allir þeir sem tengjast bransanum að vinna saman og finna betri lausnir. Þessu hefur Samfylkingin talað fyrir, að sátt náist um málið, en aða mínu mati hafa tilllögur flokksins ekki verið nógu vel útfærðar. Ég skil því vel að sjómenn séu hikandi, en ég get ekki séð af hverju menn ættu að fylkja sér á bakvið Sjálfstæðisflokkinn sem vill núverandi kerfi áfram.

Smári Jökull Jónsson, 13.4.2009 kl. 21:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Smári Jökull Jónsson

Höfundur

Smári Jökull Jónsson
Smári Jökull Jónsson

Starfa sem grunnskólakennari í Smáraskóla í Kópavogi auk þess að skrifa um íþróttir í Fréttablaðið af og til.

Færsluflokkar

Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Nýjustu myndir

  • Myndir heima   Vikur 4 6 153
  • Fyrsti sólarhringur 114
  • Fyrsti sólarhringur 122
  • Fyrsti sólarhringur 095
  • Fyrsti sólarhringur 083

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (3.12.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 4
  • Frá upphafi: 869

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 4
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband