Glæsilegur íþróttamaður

LeBron James hefur verið í uppáhaldi hjá mér síðan hann lét fyrst ljós sitt skína í NBA deildinni fyrir nokkrum árum. Í mínum huga hefur aldrei leikið nokkur vafi á að þar fer magnaður íþróttamaður. James virðist skila sínu í hverjum einasta leik og hlutirnir sem hann gerir oft á tíðum eru ótrúlegir á að horfa.

En það mikilvægasta er að hann gerir aðra leikmenn í kringum sig betri. Það er merki góðra leikmanna, að gera hina í liðinu betri, en geta jafnframt tekið af skarið þegar þörf krefur.

Þó svo að mitt lið til margra ára í NBA hafi verið og sé New Orleans Hornets (áður Charlotte Hornets) þá mun ég styðja Cleveland liðið í laumi og vona innilega að þeir fylgi eftir góðum árangri sínum í deildarkeppninni, og skjóti risunum í Lakers og Celtics ref fyrir rass.

Það er þó ekki ennþá hægt að bera hann saman við snillinginn Michael Jordan, sem að mínu mati er besti íþróttamaður heimsins frá upphafi. Til þess þarf James að leiða lið sitt til nokkurra NBA titla í viðbót. En tíminn er á hans bandi, við hann á mörg ár eftir.


mbl.is Chicago lagði Boston á útivelli
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Smári Jökull Jónsson

Höfundur

Smári Jökull Jónsson
Smári Jökull Jónsson

Starfa sem grunnskólakennari í Smáraskóla í Kópavogi auk þess að skrifa um íþróttir í Fréttablaðið af og til.

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Myndir heima   Vikur 4 6 153
  • Fyrsti sólarhringur 114
  • Fyrsti sólarhringur 122
  • Fyrsti sólarhringur 095
  • Fyrsti sólarhringur 083

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband