Hvað vill Svandís gera ?

Ég hef töluverðar mætur á Svandísi Svavarsdóttur og hlynntur því að hlutfall kynja sé sem jafnast í stjórnunarstöðum, eins og til dæmis í ríkisstjórn, án þess þó að þar sé hæfari einstaklingum hafnað bara til að jafna út kynjahlutföllin.

Nú má skipta ríkisstjórninni í þrjá hópa. Ráðherra Samfylkingar, ráðherra VG og svo utanþingsráðherra. Utanþingsráðherrarnir eru tveir, karl og kona. Svo hafa ráðherrar VG og Samfylking 5 ráðherra hvor flokkur og það gefur auga leið að í 5 manna hópi er fleira af öðru kyninu en hinu.

Það gefur því auga leið að nema flokkarnir ætli að fara að vesenast í kynjahlutföllum hins flokksins (að SF krefjist að VG verði með 3 konur, eða þá öfugt) þá er ekki ólíklegt að niðurstaðan verði eins og hún er nú, 7 af öðru kyninu en 5 af hinu.

Hvaða leið vill hin ágæta Svandís Svavarsdóttir fara í þessu máli?

Reyndar hefði ég alveg verið til í að fórna einum karlmanni í ráðherrahópi VG, því það finnst án nokkurs vafa hæfari kvenmaður í þeirra þingmannahópi en sá einstaklingur sem er Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra.


mbl.is Karl stendur upp fyrir konu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Formannsslagur hafin.

JK (IP-tala skráð) 12.5.2009 kl. 14:37

2 identicon

Það hefði verið hægt að sleppa því að gera  Kristján Möller og Jón Bjarnason að ráðherrum, málið leyst.

BB (IP-tala skráð) 12.5.2009 kl. 14:48

3 Smámynd: Smári Jökull Jónsson

Ef bæði Möller og Jón Bjarnason hefðu verið látnir fara, og tvær konur settar í staðinn þá væri staðan alveg eins - bara á þann veg að fleiri konur væru en karlar.

Er það eitthvað betra ?

Smári Jökull Jónsson, 12.5.2009 kl. 22:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Smári Jökull Jónsson

Höfundur

Smári Jökull Jónsson
Smári Jökull Jónsson

Starfa sem grunnskólakennari í Smáraskóla í Kópavogi auk þess að skrifa um íþróttir í Fréttablaðið af og til.

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Myndir heima   Vikur 4 6 153
  • Fyrsti sólarhringur 114
  • Fyrsti sólarhringur 122
  • Fyrsti sólarhringur 095
  • Fyrsti sólarhringur 083

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband