27.5.2009 | 23:30
Samvinna
Mér sýnist nú á öllu að ef menn eru sæmilega skynsamir þá geti menn náð niðurstöðu hvað þessa ESB-tillögu varðar. Framsóknarflokkurinn var auðvitað ekki lengi að hoppa upp í til Sjálfstæðisflokksins eins og ég var reyndar búinn að tala um fyrir kosningar. Held að þessir flokkar eigi bara hvorn annan skilinn.
Auðvitað þarf að festa niður samningsmarkmið fyrir viðræðurnar um aðild að ESB, enda hefur Samfylkingin aldrei talað fyrir öðru en að fara í þessar viðræður með annað en skotheld samningsmarkmið - þó svo að aðrir flokkar, og þá sérstaklega Framsóknarflokkurinn, hafi reynt að telja fólki trú um að Samfylking vilji í ESB án skilyrða.
Ég held að það sé best að viðtæk samvinna náist um þetta mál þannig að hægt sé að fara gerð samningsmarkmiða og svo aðildarviðræður af fullum krafti. Auðvitað hlýtur utanríkismálanefnd að vera í lykilhlutverki en ríkisstjórnin hlýtur samt sem áður að ráða ferðinni og skipa viðræðunefnd sem fer með okkar mál - með utanríkismálanefnd í stjórnendahlutverki.
Annars var virkilega gaman að sjá að fyrsta baráttumál formanns Framsóknarflokksins sem þingmaður, var að berjast fyrir herberginu sem flokkurinn hefur haft sem vinnuaðstöðu í fjölda ára. Þeir hreinlega neituðu að fara, þó svo að starfsmenn þingsins hafði sagt að svo ætti að vera, og höfðu erindi sem erfiði þar sem málið var sett í salt. Gott að menn hafa allavega forgangsmálin á hreinu...
Utanríkismálanefnd í lykilhlutverki | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Smári Jökull Jónsson
Færsluflokkar
Tenglar
Mínar uppáhalds
Þær síður sem ég skoða daglega
- Fótbolti.net
- Mogginn
- Vísir
- Sky Sports Íþróttafréttir erlendis
- Eyjan
- Sky News Erlendu fréttirnar
- Eyjafréttir
- Herðubreið Pólitískur fréttavefur
- Smugan Pólitískur fréttavefur í boði Vinstri-Grænna
- Liverpool
- RÚV
- Eyjar.net
- ÍBV
- AMX Pólitískur fréttavefur í boði Sjálfstæðismanna
- Liverpool á Íslandi
Bloggarar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.