9.6.2009 | 18:24
Ætlar Ómar að spila sig of stóran í þessu máli?
Það er alveg ljóst að meirihlutinn í Kópavogi hefur farið verulega á skjön við siðareglur og jafnvel lög í þessum viðskiptum sínum við dóttur bæjarstjórans. Auðvitað beinast flest spjót að Gunnari Birgissyni bæjarstjóra enda tenging hans við málið mest áberandi. Hinsvegar er það ljóst að Framsóknarflokkurinn getur ekki fríað sig undan ábyrgð í þessu máli, líkt og Ómar Stefánsson bæjarfulltrúi þeirra ætlar sér að gera.
Í kosningunum 2006 tapaði meirihluti B og D tveimur mönnum, þeir höfðu 8 menn af 11, en Framsóknarflokkurinn tapaði tveimur af sínum þremur mönnum og því hélt meirihlutinn á einum manni, 6 á móti 5, í stað 8 á móti 3. Það var því augljóst að skilaboðin til Framsóknarflokksins þá voru að kjósendur vildu þá úr bæjarstjórn og hefði Ómar Stefánsson átt að stíga út úr samstarfinu þá um leið.
Það gerði hann hins vegar ekki og hann mun súpa seyðið af því núna því Gunnar Birgisson dregur Framsóknarflokkinn með sér niður í skítinn í þessu umdeilda máli. Ómar hefur verið strengjabrúða Gunnars og félaga síðustu árin og sérstaklega eftir að hann varð eini Framsóknarmaðurinn í bæjarstjórn. Þetta vita Sjálfstæðismenn mætavel og það gengu meira að segja sögur um það að í prófkjöri Framsóknarmanna fyrir kosningarnar árið 2006, þá hefðu Sjálfstæðismenn flykkst á kjörstað til að tryggja Ómari efsta sætið og þar með áframhaldandi strengjabrúðuleik þeirra.
Nú spilar Ómar sig hinsvegar voðalega stóran, þykist algjörlega koma af fjöllum hvað þetta mál varðar og hann á örugglega eftir að koma oft og mörgum sinnum fram í fjölmiðlum þar sem hann talar á þessum nótum. Þar með er hann auðvitað að skjóta sig í fótinn og sýna bæjarbúm það að hann er algjörlega úti að aka í málefnum bæjarins og að Gunnar Birgisson ræður ferðinni í einu og öllu. Síðan fær Ómar að vera aðalmaðurinn í einstaka málum og þá er hann sáttur, þá fær hann jú að sjást aðeins í blöðunum.
Líklegast þykir mér að fulltrúaráð Framsóknarflokksins slíti þessu blessaða samstarfi. Þá eru ekki margir möguleikar í stöðunni því Sjálfstæðisflokkurinn og Samfylkingin starfa varla saman og líklegast að þá verði til meirihluti S, V og B. Ef sá verður veruleikinn er allavega eitt ljóst nú þegar, Ómar verður hafður aftast í rútunni og fær ekki lengi að hreykja sér af því að hafa bjargað Kópavogsbúum frá Gunnari. Það voru nefnilega aðrir sem sáu um það.
Mér er bara brugðið | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Smári Jökull Jónsson
Færsluflokkar
Tenglar
Mínar uppáhalds
Þær síður sem ég skoða daglega
- Fótbolti.net
- Mogginn
- Vísir
- Sky Sports Íþróttafréttir erlendis
- Eyjan
- Sky News Erlendu fréttirnar
- Eyjafréttir
- Herðubreið Pólitískur fréttavefur
- Smugan Pólitískur fréttavefur í boði Vinstri-Grænna
- Liverpool
- RÚV
- Eyjar.net
- ÍBV
- AMX Pólitískur fréttavefur í boði Sjálfstæðismanna
- Liverpool á Íslandi
Bloggarar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.