19.4.2009 | 00:25
Glæsilegur íþróttamaður
LeBron James hefur verið í uppáhaldi hjá mér síðan hann lét fyrst ljós sitt skína í NBA deildinni fyrir nokkrum árum. Í mínum huga hefur aldrei leikið nokkur vafi á að þar fer magnaður íþróttamaður. James virðist skila sínu í hverjum einasta leik og hlutirnir sem hann gerir oft á tíðum eru ótrúlegir á að horfa.
En það mikilvægasta er að hann gerir aðra leikmenn í kringum sig betri. Það er merki góðra leikmanna, að gera hina í liðinu betri, en geta jafnframt tekið af skarið þegar þörf krefur.
Þó svo að mitt lið til margra ára í NBA hafi verið og sé New Orleans Hornets (áður Charlotte Hornets) þá mun ég styðja Cleveland liðið í laumi og vona innilega að þeir fylgi eftir góðum árangri sínum í deildarkeppninni, og skjóti risunum í Lakers og Celtics ref fyrir rass.
Það er þó ekki ennþá hægt að bera hann saman við snillinginn Michael Jordan, sem að mínu mati er besti íþróttamaður heimsins frá upphafi. Til þess þarf James að leiða lið sitt til nokkurra NBA titla í viðbót. En tíminn er á hans bandi, við hann á mörg ár eftir.
Chicago lagði Boston á útivelli | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
18.4.2009 | 20:28
Að hafa ekkert fram að færa
Það hefur stundum verið sagt að þegar menn hafa ekkert fram að færa sjálfir, þá fara þeir að tala illa um aðra og benda á þeirra slæmu hluti.
Kannski það sé ástæðan fyrir því að Sjálfstæðisflokkurinn er farinn að eyða fúlgum fjár í auglýsingar þar sem þeir benda á eignaskatt sem þeir segja aðra flokka ætla að setja á. Þora þeir ekki að koma fram með sín eigin málefni?
Þar fyrir utan sýndist mér í auglýsingu frá VG fyrir helgina, að þeir hefðu engar hugmyndir um að setja á eignaskatt. Ég veit að Samfylkingin hefur ekki talað fyrir því að setja á eignaskatt. Hverjir þá?
Getur verið að Sjálfstæðisflokkurinn sé að matreiða "staðreyndir" á sinn eigin hátt ofan í landann? Það væri þá ekki í fyrsta sinn...
Kosningar kosta 200 milljónir | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
9.4.2009 | 01:25
Lygalaupar
Trúir því einhver að Geir sé sá eini innan flokksins sem hafi vitað af þessum greiðslum FL Group og Landsbankans? Mér fannst ansi góð fréttin inni á Vísi.is þar sem kemur fram að ábyrgð Geirs hafi aukist ansi mikið á 7 mínútum. Því með 7 mínútna millibili bárust tvær yfirlýsingar frá Valhöll. Hin fyrri greindi frá því að Geir bæri og tæki ábyrgð á móttöku styrksins frá FL Group. Hin síðar, sem eins og áður segir barst 7 mínútum síðar, var nákvæmlega eins orðuð nema að þar var búið að bæta inn setningu um að sama ætti við um styrk frá Landsbankanum.
Sjálfstæðismenn koma skelfilega út úr þessu máli, allir sem einn og reyni þeir að halda því fram að Geir hafi verið sá eini sem af þessu vissi, þá eru þeir enn meiri lygalaupar en ég bjóst við.
Svo voga sumir Sjálfstæðismenn sér að uppnefna fyrrverandi samstarfsflokkinn í ríkisstjórn, "Samspillinguna". Að kasta steinum úr glerhúsi hefur aldrei gengið vel, er það nokkuð?
Við skulum vona að þessi mesti spillingarflokkur íslenskrar stjórnmálasögu fái viðeigandi útkomu í kosningunum 25.apríl !
Geir segist bera ábyrgðina | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
7.4.2009 | 20:19
Óákveðinn "foringi"
Bjarni Benediktsson virðist einstaklega óákveðinn. Kannski er hann Vog eins og ég ?
Fyrir landsfund Sjálfstæðisflokksins talaði hann um að aðildarviðræður væri málið. Strax og á fundinn var komið þá var skoðun hans sú að landinu væri betur borgið utan ESB og að engra viðræðna væri þörf.
Fyrir landsfundinn sagðist Bjarni að skattahækkanir væru ekki málið : "Við skattleggjum okkur ekki út úr þessum vanda" sagði hann og vonaði að fólkði í landinu myndi brosa og gleyma síðustu 18 árum. Í kringum landsfundinn þá gat Bjarni hins vegar ekki útiloka að skattahækkanir myndu koma til að loknum kosningu ef Sjálfstæðisflokkurinn væri við völd.
Nú eru svo eldhúsdagsumræður og þá segir Bjarni það sama og áður, engar skattahækkanir !
Hvernig eiga kjósendur að vita hvað Sjálfstæðisflokkurinn vill, ef formaðurinn veit það ekki? Mín skoðun er sú að þeir sem lofa að skattar verði ekki hækkaðir, þeir séu að blekkja - það verður því miður nauðsynlegt að hækka skatta að mínú mati.
Blekkingar eru reyndar ekkert nýtt í pólitíkinni, en það hlýtur að vera lágmarkskrafa að flokkarnir tali ekki í hringi og segi ekki eitt á mánudegi og annað á þriðjudegi. Það hefur Bjarni Benediktsson gert og á meðan svo er þá er trúverðugleiki hans sem "foringja" ekki mikill. Enda virtist hann einkar óöruggur í ræðustóli áðan, hann virtist átta sig á þessum vandræðagang sínum.
Aðgerðir miða við minni þörf | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
3.4.2009 | 12:56
Að vilja ræða málin
Sjálfstæðismenn hafa mikinn áhuga á að ræða þetta frumvarp um breytingar á stjórnarskránni. Allavega ef mið er tekið af mælendaskrá, því þar raða Sjálfstæðismenn sér hver á eftir öðrum.
Því skýtur það svolítið skökku við að þeir fari í ræðustól og biðji um að önnur mál séu tekin framfyrir þetta tiltekna mál á dagskrá þingsins. Maður myndi halda að ef nær allir þingmenn flokksins væru búnir að skrá sig á mælendaskrá, þá væri það mál efst á lista yfir þau mál sem flokkurinn vill ræða.
Nema aðrar ástæður búi að baki veru þeirra á mælendaskrá. Kannski tilraun til að tefja fyrir framgangi málsins? Það skyldi þó aldrei vera.
Annars er sérkennilegt að fylgjast með framgöngu komandi oddvita Sjálfstæðismanna í Suðurkjördæmi, Ragnheiði Elínu Árnadóttur. Hún furðar sig á því að forsætisráðherra komist ekki úr landi vegna anna til að sækja NATO-fund. Spyr hvaða önnum forsætisráðherra hefur að gegna sem valda því að hún komist ekki á fundinn.
Hvar hefur hún verið ? Ég held að allir þeir sem vilja sjá, sjái hvaða önnum forsætisráðherra hefur að gegna. Auðvitað væri æskilegt ef forsætisráðherra gæti farið á þennan fund. Ég hef hins vegar fullan skilning á því hvers vegna svo er ekki og undrast mjög að þingmaður Sjálfstæðisflokksins hefur ekki sama skilning á málinu.
Harðar deilur á Alþingi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
31.3.2009 | 10:13
Ekki ónýtt
Það væri nú ekki ónýtt ef Benitez myndi festa kaup á Eto´o, sem mér finnst reyndar virkilega ólíklegt.
Þá þyrfti Benni líka að breyta taktíkinni sinni og byrja að spila með tvo framherja. En aldrei að segja aldrei, ljóst að Torres og Eto´o yrðu gríðarlega öflugt sóknarteymi.
Liverpool með augastað á Eto'o | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
30.3.2009 | 20:55
Undarleg afstaða
Ég skil ekki þá afstöðu fólks sem vill ekki einu sinni kjósa um hvort sækja eigi um aðild að ESB. Ég er meira segja kominn á þá skoðun að ekki þurfi þessa tvöföldu atkvæðagreiðslu, þ.e. fyrst um hvort sækja eigi um aðild, og ef það verður ákveðið, þá hvort samþykkja eigi samninginn eða ekki.
Er mikið lýræði fólgið í því, hjá flokki sem lýsir sér sem flokki sem vill aukið lýræði, að leyfa fólkinu ekki einu sinni að kjósa um hvort sækja eigi um aðild eða ekki ? Held að Bjarni Harðarson ætti bara að halda sig við það að selja bækur.
Ég segi sækjum um aðild, undir lok ársins eða í byrjun þess næsta þegar aðeins er farið að slakna á kreppunni. Förum fram með skýlausar kröfur og áherslur, leggjum samninginn fyrir þjóðina og leyfum fólkinu að ráða. Þannig virkar lýðræðið.
Bjarni Harðarson og hans fólk í L-listanum hefur áhyggjur af því að þjóð sem komin er í ferlið, hún sækir aftur og aftur um þar til hún er komin inn. Er nokkuð óeðlilegt við það að fólkið haldi áfram að berjast fyrir inngöngu?
Segjum að staðan hér á landi væri enn þannig að konur mættu ekki kjósa. Þær myndu sækja það hart að fá kosningarétt en fengju neitun, eiga þær þá að hætta að berjast fyrir kosningarétti ?
Auðvitað halda ESB-sinnar áfram að berjast fyrir því að þjóðin gangi í ESB, annað væri óeðlilegt.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
30.3.2009 | 14:37
Flísin og bjálkinn
Greinilegt er að hinn nýlegi formaður Framsóknarflokksins las stöðuna bandvitlaust þegar hann ákvað að frelsa þjóðina frá Sjálfstæðisflokknum og styðja við stjórn VG og Samfylkingar. Hann bjóst við að allir myndu taka Nýja-Framsókn fagnandi og merkja svo við B í kosningunum. Enda fór brosið ekki af honum í nokkra daga eftir formannskosningu og ríkisstjórnarskipti.
Svo var nú aldeilis ekki, því fólkið hér í landinu hefur ekki gullfiskaminni. Það man jú að flokkurinn sá var í stjórn í 12 ár með íhaldinu og einkavæddi m.a. bankana á þeim tíma auk annarra misgáfulegra ákvarðana. Hver man ekki eftir því þegar Ísland var allt í einu orðin staðföst þjóð?
Svo er það auðvitað bara VG og Samfylkingu að kenna hvernig komið er fyrir flokknum. Gat nú verið. Auðvitað ekkert verið að líta í eigin barm. Svo tekur maður lítið mark á afsökunarbeiðni flokksins vegna einkavæðingar bankanna, því fyrrverandi formaður var sko ekki á því að flokkurinn ætti nokkra sök á því hvernig komið er fyrir bönkunum.
Ef eitthvað er öruggt fyrir þessar kosningar og jafnvel nokkrar hinar næstu, þá er það sú staðreynd að ég mun hvorki merkja við B né D á mínum atkvæðaseðli.
Þolinmæði framsóknarmanna þrotin | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
29.3.2009 | 19:00
Kjánahrollur
Er ég nokkuð sá eini sem fékk kjánahroll þegar ég hlustaði á lok ræðu Þorgerðar Katrínar, eftir að hún var endurkjörin sem varaformaður Sjálfstæðisflokksins ?
"Við verðum að berjast ! Berjast, berjast, berjast - Áfram Sjálfstæðisflokkurinn !"
Ætli hún fari ekki bara í klappstýrubúninginn og verði á kjörstað, syngjandi stuðningssöngva ?
Nýrri kynslóð treyst til verks | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
Um bloggið
Smári Jökull Jónsson
Færsluflokkar
Tenglar
Mínar uppáhalds
Þær síður sem ég skoða daglega
- Fótbolti.net
- Mogginn
- Vísir
- Sky Sports Íþróttafréttir erlendis
- Eyjan
- Sky News Erlendu fréttirnar
- Eyjafréttir
- Herðubreið Pólitískur fréttavefur
- Smugan Pólitískur fréttavefur í boði Vinstri-Grænna
- Liverpool
- RÚV
- Eyjar.net
- ÍBV
- AMX Pólitískur fréttavefur í boði Sjálfstæðismanna
- Liverpool á Íslandi
Bloggarar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (13.12.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 4
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 4
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar