Flokkurinn stærri en þjóðin

Geir ákvað að biðja flokkinn afsökunar, ekki þjóðina og nú tekur Sigurður Kári Kristjánsson við og sýnir okkur hvernig hið rétta eðli Sjálfstæðisflokksins er. Flokkurinn skiptir meira máli en þjóðin, mikilvægast af öllu er að flokkurinn sé við völd.

Smellið hér til að sjá hvað ég á við !

"Vilji Sjálfstæðisflokkurinn halda yfirráðum sínum yfir sjávarútvegsauðlindinni..."

Er hægt að sýna meiri valdhroka en þetta? Hvernig væri að hætta að horfa í gegnum rörið úr Valhöll og sjá hlutina í víðara samhengi en  bara út frá sjónarhorni flokksins.


mbl.is „Kvótakerfið er krabbamein sjávarútvegsins“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hrós til...

...KR-inga. Frábært framtak hjá þeim að sýna leikinn á heimasíðu sinni, fyrir íþróttaáhugamenn eins og mig sem eru kannski ekki það heitir í þessu að þeir skelli sér á völlinn.

Annars var leikurinn gjörsamlega stórkostleg skemmtun. Fjórar framlengingar og gríðarleg spenna, þó svo að ég hefði viljað sjá Keflavík fara áfram - hef haldið með þeim í mörg ár í körfunni.

Verður spennandi að sjá einvígi KR og Grindavíkur í úrslitum, eins og flest bendir til að verði. Það verður rosaleg barátta !


mbl.is KR sigraði eftir fjórar framlengingar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Mogginn kýs D...

...framyfir aðra flokka. Það var svosem vitað.

Ætli þeir sýni beint frá landsfundi annarra flokka? Landsfundur VG og Framsóknar eru báðir búnir þannig að nú er það bara Samfylking eftir. Spurning hvort Agnes Braga og co. mæta með myndavélarnar og sýna frá ræðu Ingibjargar Sólrúnar í beinni útsendingu. Ég myndi ekki veðja á það, ef það væri í boði.

Annars hlustaði ég nú ekki á ræðu Hr. Haarde, en datt þó inn í smábút. Þar sagði hann orðrétt að landsfundur Sjálfstæðisflokksins væri "stærsta og mikilvægasta stjórnmálasamkoma á landinu".

Það vantar ekki hrokann. Líklegast er það nú rétt hjá kallinum að hún er sú stærsta, en er ekki full mikið að fullyrða að hún sé sú mikilvægasta?

Mér finnst það að minnsta kosti ekki !


mbl.is Mistök gerð við einkavæðingu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Að vera með í ráðum

Ég myndi nú einmitt segja að það væru mistök hvað Sjálfstæðisflokkurinn hefur fengið að vera mikið með í ráðum síðustu árin, en það hefur þetta hver eins og hann vill...
mbl.is Stjórnin hljóp á sig í tveimur málum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Rétt nálgun og helgin í hnotskurn

Mér finnst það rétt nálgun hjá Benitez að hver leikur í deildinni hér eftir er eins og bikarúrslitaleikur fyrir Liverpool. Ég held að það sé rétt hjá honum að ef liðið ætlar sér að eiga möguleika á að vinna meistaratitilinn, þá verða þeir eiginlega að vinna rest. Manchester United er það gott lið að þeir tapa ekkert mörgum stigum það sem eftir er af móti, þó þeir séu ekki upp á sitt besta akkúrat núna.

Dómarar komu mikið við sögu í leikjum liðanna um helgina. Í leik Liverpool voru dæmdar tvær vítaspyrnur, báðar réttlátar að vísu, auk þess sem Brad Friedel í marki Aston Villa fékk rautt spjald. Það spjald var reyndar ansi strangt og mér fannst að dómarinn hefði átt að sleppa honum með gult.

United menn urðu líka vel varir við dómarann í sínum leik. Paul Scholes fékk rautt spjald eftir að hafa fengið knöttinn í höndina í vítateignum, lítið annað fyrir dómarann að gera en að reka hann útaf þar sem boltinn var á leið að marki og Scholes var með hendur hátt á lofti. Hann var reyndar óheppinn þar sem skalli Fulham mannsins var af stuttu færi, en rautt spjald var réttur dómur. Wayne Rooney sýndi svo skap sitt í lok leiksins þegar hann grýtti knettinum til baka svo aukaspyrna gæti verið tekin á réttum stað. Dómarinn leit svo á að hann væri að kasta knettinum í burtu og gaf honum því annað gult spjald og þar með rautt. Ansi hart, en að sama skapi hefði Rooney alveg getað sleppt því að sýna þá tilburði sem hann gerði. Getur eiginlega sjálfum sér um kennt, þó vissulega megi deila á ákvörðun dómarans. Svona getur skapið skemmt fyrir mönnum.

Annars var gaman að sjá mína menn um helgina, taka sterkt Aston Villa lið í nefið. Villa menn sáu aldrei til sólar í leiknum og greinilegt að þeir eru í mikilli lægð eftir frábært gengi framan af vetri. Steven Gerrard fer fyrir Liverpool liðinu, er í fantaformi og hlýtur að koma sterklega til greina sem einn af mönnum mótsins.

Þar eru reyndar nokkrir tilkallaðir. Vidic hefur átt frábært mót hjá United og svo hefur Giggs sömuleiðis verið öflugur. Xabi Alonso er búinn að spila gríðarlega vel hjá Liverpool og svo hefur Ronaldo skilað sínu hjá United eftir að hann kom úr meiðslum sem hrjáðu hann í upphafi móts.

Verður gaman að sjá hvaða sex leikmenn verða á listanum yfir hina tilnefndu.


mbl.is Benítez ætlar að vinna rest
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Spillingin

Það kemur manni svosem ekkert á óvart að fleira óhreint hafi komið úr pokanum þegar skoðuð eru fjárframlög til stjórnmálaflokkanna.

Ég var búinn að minnast á framlag Neyðarlínunnar til Sjálfstæðisflokksins, sem gefið var þegar fyrirtækið var í meirihlutaeigu ríkisins. Nú hefur síðan komið í ljós að hinir flokkarnir úr fjórflokkablokkinni, þ.e. Samfylking, Framsóknarflokkur og Vinstri-Grænir, fengu líka styrk frá ríkissfyrirtæki (Íslandspósti).

Ég hefði haldið að stjórnmálaflokkarnir fengju nægt fé frá almenningu nú þegar, þar sem þeir fá ákveðið fjárframlag úr ríkisstjóði miðað við þingmannafjölda. Þetta finnst mér allavega ekki í lagi og vonandi að stjórnmálaflokkarnir sjái sóma sinn í því að sækja fé til annarra en ríkisfyrirtækja.


Neyðarlegt

Er það bara ég, en er það ekki pínu neyðarlegt að fá 300.000 króna styrk frá fyrirtækinu Neyðarlínan Ohf. ?

Spurning hvort þeir Sjálfstæðismenn hafi hringt þangað í neyð þeirri sem hefur einkennt þá undanfarið og starfsfólkið hafi vorkennt þeim það mikið að þeir hafi styrkt þá um hámarksupphæðina sem stjórnmálaflokkar mega þiggja ?

Eða ætli það sé frekar þannig að þessi styrkur tengist eitthvað framkvæmdastjóra Neyðarlínunnar Ohf., en hann var einmitt aðstoðarmaður Þorsteins Pálssonar, fyrrum varaformanns Sjálfstæðisflokksins?


mbl.is Samanlagt tap stjórnmálaflokkanna 281 milljón
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Tilhlökkun

Ég er strax farinn að hlakka til sumarsins, þar sem liðið mitt er komið í efstu deild eftir tveggja ára fjarveru. Vona bara að það verði mynduð alvöru stemmning á leikjum ÍBV hér á höfuðborgarsvæðinu, það er jú nóg af brottfluttum Eyjamönnum.

Þó svo að þeir séu eflaust einhverjir sem spá ÍBV beint aftur niður þá hef ég tröllatrú á þessu liði. Ef þeir byrja vel þá eru þeim flestir vegir færir. Svo eru þeir með frábæran þjálfara, sem heldur með Liverpool í þokkabót.


mbl.is Eyjamenn sigruðu Skagamenn 3:1
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fyrrverandi þingmaður Sjálfstæðisflokksins hnýtir í forsætisráðherra

Ætli það sé tilviljun að formaður Samtaka Atvinnulífsins er fyrrverandi þingmaður Sjálfstæðisflokksins?

Nei, ég held einfaldlega að kosningavélin sé komin á fullt í Valhöll. Er það eðlilegt að fyrirtæki greiði út arð til hluthafa á sama tíma og ekki er hægt að standa við umsamdar launahækkanir starfsmanna?

Menn hafa komið með þann punkt að hluthafar þurfa auðvitað að fá eitthvað til baka í staðinn fyrir þann pening sem þeir leggja í atvinnulífið, annars gætu þeir alveg eins lagt peninginn inn á banka og atvinnulífið fengi ekkert fjármagn. Vissulega rétt, en í þessu tilfelli hefðu þeir þá átt að greiða út minni upphæð í arð og standa við umsamdar launahækkanir.

Kosningabaráttan er svo sannarlega hafin og formaður Samtaka Atvinnulífsins ætlar sér greinilega að taka þátt í þeirri baráttu, sama hversu óeðlilegt það er.


mbl.is Atvinnurekendur reiðir Jóhönnu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvað sem það kostar !

Sjálfstæðisflokkurinn ætlar sér greinilega í ríkisstjórn hvað sem það kostar. Það var vitað mál þegar ríkisstjórn D og S sprakk og kosningar boðaðar að Sjálfstæðisflokkurinn myndi byrja strax að gera hosur sínar grænar fyrir Framsóknarflokknum. Þá sérstaklega þegar haft er í huga að þó Framsóknarmenn hafi sagt að stjórn með Íhaldinu komi ekki til greina þá vita allir sem fylgjast með pólitík, Sjálfstæðismenn meðtaldir, að lítið er að marka þær yfirlýsingar Framsóknarmanna.

En maður átti nú ekkert endilega von á að Sjálfstæðisflokkurinn færi að stíga í vænginn við Vinstri-Græna. Það hefur Geir H. Haarde hins vegar gert og nú síðast á fundi í Eyjum í gær þar sem hann gaf sterklega til kynna að ríkisstjórn D og VG væri vel möguleg, sérstaklega ef litið væri til sameiginlegs viðhorfs í Evrópumálum. Það skyldi þó aldrei verða !

Annars myndi ég vilja að VG og Samfylkingin myndu ganga bundin til kosninga. Þá veit fólkið að hverju það gengur þegar það kýs þessa flokka og allri óvissu er eytt, óvissu sem landið má ekki við um þessar mundir. Svo var það ágætist punktur sem kjósandi Samfylkingar sagði hér á einhverri vefsíðunni, að ef hann vildi fá Sjálfstæðisflokkinn í stjórn þá myndi hann einfaldlega kjósa hann, og vísaði þar með til þess þegar Samfylkingin ákvað að ganga til samstarfs við Íhaldið eftir síðustu kosningar.

Samkvæmt könnun Fréttablaðsins og Stöðvar 2 sem birt var fyrir helgi vilja 70,7% landsmanna að Samfylkingin eigi aðild að næstu ríkisstjórn og 65,1% vilja VG, á meðan aðeins 32,2% vilja að Sjálfstæðisflokkurinn verði í næstu stjórn.

Þó svo að skoðanakannanir séu auðvitað varhugaverðar þegar draga ber ályktanir, þá held ég að þessi könnu feli í sér ágætis skilaboð til Sjálfstæðisflokksins :

Nærveru ykkar er ekki óskað !


« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

Smári Jökull Jónsson

Höfundur

Smári Jökull Jónsson
Smári Jökull Jónsson

Starfa sem grunnskólakennari í Smáraskóla í Kópavogi auk þess að skrifa um íþróttir í Fréttablaðið af og til.

Færsluflokkar

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • Myndir heima   Vikur 4 6 153
  • Fyrsti sólarhringur 114
  • Fyrsti sólarhringur 122
  • Fyrsti sólarhringur 095
  • Fyrsti sólarhringur 083

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.4.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 7
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 7
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband