Jafnræði og jafnrétti

Ég sé að sumir eru að hafa áhyggjur af jafnræði hér á síðunni, að ég hafi ekki fagnað góðu gengi kvenna í Suðurkjördæmi hjá Sjálfstæðisflokknum. Auðvitað frábær árangur hjá Ragnheiði Elínu, Unni Brá og Írisi Róberts en því miður hefur það aðeins fallið í skuggann af endurkjöri Árna Johnsen. Ég veit að margir Sjálfstæðismenn eru ekkert alltof ánægðir með það og það er nokkuð ljóst að þeir fjölmörgu sem strikuðu yfir hann í síðustu kosninum eru ekkert sáttari núna.

Svo finnst mér sumir ansi fjótir að reyna að misskilja tal um hlutfall kynja á framboðslistum. Mér finnst að ekki eigi að hrófla við listum til að jafna hlut kynjanna, þó svo að ég telji eðlilegt að hæfir einstaklingar af báðum kynjum skipi lykilsæti á listum framboðanna. Þeir sem fá flest atkvæði eiga skilið að vera efstir og það er auðvitað ósanngjarnt að vera búinn að leggja á sig gríðarlega vinnu, fá þónokkuð af atkvæðum en vera svo færður niðurfyrir einhvern sem fékk færri atkvæði bara vegna þess að þú ert ekki karlmaður/kvenmaður.

Það sem ég hef hins vegar verið að velta fyrir mér að ef til eru hæfir karlar og hæfar konur í öllum flokkum, af hverju fá þessar hæfu konur ekki brautargengi í Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík og þá hæfu karlarnir í VG í Reykjavík ?

Trúið mér, það er ekki vegna þess að karlarnir í Sjálfstæðisflokknum eru svona miklu klárari en konurnar og svo öfugt hjá VG. Það er eitthvað annað sem býr að baki.


Hvað kostar það ef við höldum ekki stjórnlagaþing ?

Óneitanlega brosir maður út í annað þegar Birgir Ármannsson og aðrir þingmenn Sjálfstæðisflokksins eru allt í einu farnir að hafa svaka áhyggjur af velferðinni og kostnaði við hitt og þetta. Öðruvísi mér áður brá. Ég ætla að leyfa mér að halda því fram að annað og öllu verra búi að baki þessu upphlaupi þeirra, svo ótrúverðugir virka þeir.

Sjálfur hef ég ekki skoðað þetta stjórnlagaþingsmál nógu vel. Mér hefur fundist vanta betri kynningu á málinu en ég geri mér þó grein fyrir að margar af þessum umbótum sem talað er um eru nauðsynlegar. Því spyr ég, hvað mun það kosta okkur ef við höldum ekki þetta stjórnlagaþing og gerum þar af leiðandi ekki þær umbætur sem rætt er um?

Hafa Sjálfstæðismenn eitthvað velt því fyrir sér? Eða er þetta tal um kostnað einungis lýðskrum og einu áhyggjurnar sem þeir hafa eru áhyggjur af því að aðrir en þeir fái að hafa puttana í málinu?


mbl.is Stjórnlagaþing kostar 1,7 til 2,1 milljarða
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Gísli Marteinn

Það eru í raun ákveðin vonbrigði að þurfa að eyða dýrmætum og skemmtilegum tíma í að blogga um þennan ágæta mann. Ég er reyndar farinn að halda að Gísli Marteinn stígi bráðum fram, haldi blaðamannafund (Villi búinn að kenna honum hvernig á að halda þá) og segi bara : "Nei, þetta er djók" - Pistlarnir hans hljóta allavega að vera djók !

Gísli Marteinn er án vafa einn af fáum sem heldur því fram að Sjálfstæðisflokkurinn hafi endurnýjað mikið á framboðslistum sínum í Reykjavík eftir prófkjörið í gær. Hann hlýtur að hafa lesið einhverjar aðrar tölur en allir aðrir.

Sjö efstu í prófkjörinu eru sitjandi þingmenn - kallast það endurnýjun? Það kallast allavega ekki endurnýjun ef menn færast til í sætum á milli ára. Það er nokkurs konar endurröðun. Dæmi um það er þegar Illugi Gunnarsson færist úr 5.sæti (sætið hans 2007) og í 1.sætið (sætið hans nú).

Endurnýjun er það þegar eitthvað nýtt kemur í staðinn fyrir eitthvað sem var fyrir. Dæmi um það er þegar Sigríður Ingibjörg Ingadóttir tekur sæti á framboðslista Samfylkingar, en Ingibjörg Sólrún Gísladóttir dregur sig í hlé.

Ef Gísli Marteinn vill hinsvegar meina að hans útskýring á "endurnýjun" sé sú rétta þá má líka halda því fram að uppgangur Jóhönnu Sigurðardóttur úr 3.sæti (sætið hennar 2007) og í 1.sæti (sætið hennar nú) sé endurnýjun.

Eflaust er það svo engin tilviljun að Gísli Marteinn gefur fólki ekki færi á að skrifa athugasemdir á síðunni sinni. Þá fengi hann eflaust þvílíka holskeflu af fólki á móti honum að hann myndi flytja til Skotlands í nám.


Konur vel metnar, nema hjá Sjálfstæðisflokki

Svo virðist vera að konur sé ekki jafn hátt metnar hjá Sjálfstæðisflokki og hjá öðrum flokkum. Í öðrum prófkjörum hafa konur skorað hátt á listum og ef við skoðum stöðuna hjá flokkunum í Reykjavíkurkjördæmum og Kraganum þá eru konar í leiðtogasætum hjá öllum stóru flokkunum nema Sjálfstæðisflokki. Í Reykjavík er þetta sama sagan og síðast, sömu karlarnir og engar nýjar konur komast að, nema þá í 9.sæti prófkjörsins.

Ég efast um að þetta sé vegna þess að engar hæfar konur séu í framboði í prófkjörum Sjálfstæðisflokksins. Ef svo væri þá væri þetta auðvitað réttmæt staða, því kjósa á hæfasta einstaklinginn óháð kyni. En til dæmis í Reykjavík þá sýndust mér vera nokkuð margar hæfar konur í framboði sem ekki fá brautargengi. Hafa þessir karlar sem eru í efstu sætum listans líkt og Illugi, Guðlaugur Þór, Sigurður Kári og Birgir virkilega sýnt okkur það, að þeir eigi þessi sæti skilið ?

Hvernig ætli standi á þessu ?


mbl.is Hefði viljað sjá fleiri konur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sanngjarn sigur

Frábær og sanngjarn sigur hjá mínum mönnnum gegn meisturum Manchester United. Leikmenn Liverpool virkuðu traustir allan tímann, fyrir utan kannski fyrstu 10-15 mínúturnar. Varnarleikurinn traustur og eini leikmaðurinn sem eitthvað er hægt að setja út á eftir leikinn er Reina markvörður, enda skrifast vítaspyrnan algjörlega á hann.

Það var líka gaman að sjá að þrátt fyrir þrjá stóra dóma, tvær vítaspyrnur og rautt spjald, þá átti dómarinn góðan leik og allir þessir þrír áðurnefndir tómar voru hárréttir. Það á einnig við um rauða spjaldið sem Vidic fékk enda verið að ræna Steven Gerrard marktækifæri, þó svo að Vidic hafi ekki verið aftastur.

Annars eru Manchester United menn enn langlíklegastir til að vinna titilinn. Þeir eru efstir og geta aftur náð 7 stiga forystu vinni þeir leikinn sem þeir eiga til góða. Þetta setur samt smá pressu á leikmenn liðsins, því með sigri þá hefðu þeir svo gott sem getað hvílt leikmenn í deildarleikjum og lagt áherslu á Meistaradeildina.

En frábær sigur hjá mínum mönnum og vonandi að þeir séu að ná sínum leik aftur á hæsta plan fyrir lokatörn tímabilsins.


mbl.is Liverpool fagnaði stórsigri á Old Trafford
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Það rétta í stöðunni

Hið eina rétta í stöðunni er stjórn VG og S. Það er einfaldlega sú stjórn sem er farsælust fyrir landsmenn á þessum erfiðu tímum. Stjórn sem hugsar um alla landsmenn, ekki suma. Stjórn sem leggur áherslu á að hjálpa öllum út úr vandanum, ekki bara sérvöldum vinum. Stjórn sem lætur alla fá sömu tækifæri, ekki suma betri tækifæri en aðra. Stjórn jöfnuðar, velferðar og félagshyggju.

Ég set það ekki í vana minn að setja út á skoðanir annarra, heldur finnst mér skipta máli að bera virðingu fyrir þeim og þá geta rökrætt skynsamlega um hlutina ef menn eru ósammála. Ég væri þess vegna mjög til í að rökræða við þessi 12,6% sem vilja stjórn Framsóknar og Sjálfstæðisflokks eftir kosningar, um það af hverju þeir vilja þessa stjórn.

Það er mér gjörsamlega óskiljanlegt !


mbl.is Flestir vilja stjórn S og V
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ef ég mætti...

...kjósa í prófkjöri Samfylkingar í Reykjavík þá væri minn listi svona

1. Jóhanna Sigurðardóttir - 2. Skúli Helgason - 3. Sigríður Ingibjörg Ingadóttir - 4.Össur Skarphéðinsson - 5. Dofri Hermannsson - 6. Steinunn Valdís Óskarsdóttir - 7. Anna Pála Sverrisdóttir - 8. Helgi Hjörvar

Og hana nú ! Annars kaus ég í prófkjörinu í SV-kjördæmi í dag, vonandi að niðurstaðan úr því verði ánægjuleg...


Fiskbúðin mín !

Fiskbúðin sem ég versla í er einmitt Litla Fiskbúðin í Miðvanginum, spölkorn frá þar sem ég bý. Fín fiskbúð og maður heldur klárlega áfram að versla þar - ódýrasta búllan í bænum !
mbl.is Mikill verðmunur á fiski
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Góður undirbúningur

Það er auðvitað mjög góður undirbúningur fyrir Evrópumótið hjá stelpunum í sumar að spila við þessar sterku þjóðir í Algarve-bikarnum í ár. Síðustu ár hafa stelpurnar verið í neðri riðlinum, þar sem þó eru gríðarlega sterk lið líka.

En að spila við þjóðir svipaðar að styrkleika og Danmörk, Noregur og Bandaríkin er það sem koma skal á Evrópumótinu í sumar. Þar eru stelpurnar í sankölluðum dauðariðli og því fínn undirbúningur fyrir mótið í sumar að mæta þessum sterku andstæðingum nú á æfingamótinu í Portúgal.

Annars er það auðvitað magnað að stelpurnar eru að standa uppi í hárinu á þessum stóru þjóðum. Sigurður Ragnar og hópurinn allur er að gera hreint frábæra hluti!


mbl.is Sjötta sæti eftir 1:2 tap gegn Kína
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Við skiptum máli, ekki þið

Sjálfstæðismönnum finnst greinilega mikilvægt að eyða drjúgum hluta af starfstíma Alþingis í að ræða við sjálfa sig um séreignasparnað. Eflaust mikilvægt mál að ræða, en að þingmenn Sjálfstæðisflokksins skuli stíga í pontu hver á eftir öðrum, jafnvel oftar en einu sinni og veita svo hver öðrum andsvar, það hlýtur að flokkast sem virðingarleysi. Nei líklega ekki. Ekki fyrst það er Sjálfstæðisflokkurinn sem á í hlut !

Svo í tilefni af orðum Birgis Ármannssonar, þar sem hann ber saman ræðutíma VG manna og Sjálfstæðismanna þá held ég að eitthvað hefði heyrst úr Valhöll ef þingmenn VG hefðu farið í ræðukeppni við sjálfa sig þegar þeir voru í minnihluta. Þá hefði allt orðið vitlaust.

Já, það er grenilega erfiðara en mann óraði að vera allt í einu kominn í minnihluta eftir 18 ára stjórnarsetu. Stjórnarandstöðu sem Sjálfstæðismenn hafa talað niður til í þessi 18 ár.

Greyin !


mbl.is Saka sjálfstæðismenn um málþóf
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

Smári Jökull Jónsson

Höfundur

Smári Jökull Jónsson
Smári Jökull Jónsson

Starfa sem grunnskólakennari í Smáraskóla í Kópavogi auk þess að skrifa um íþróttir í Fréttablaðið af og til.

Færsluflokkar

Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Nýjustu myndir

  • Myndir heima   Vikur 4 6 153
  • Fyrsti sólarhringur 114
  • Fyrsti sólarhringur 122
  • Fyrsti sólarhringur 095
  • Fyrsti sólarhringur 083

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (4.12.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband