Konur vel metnar, nema hjá Sjálfstæðisflokki

Svo virðist vera að konur sé ekki jafn hátt metnar hjá Sjálfstæðisflokki og hjá öðrum flokkum. Í öðrum prófkjörum hafa konur skorað hátt á listum og ef við skoðum stöðuna hjá flokkunum í Reykjavíkurkjördæmum og Kraganum þá eru konar í leiðtogasætum hjá öllum stóru flokkunum nema Sjálfstæðisflokki. Í Reykjavík er þetta sama sagan og síðast, sömu karlarnir og engar nýjar konur komast að, nema þá í 9.sæti prófkjörsins.

Ég efast um að þetta sé vegna þess að engar hæfar konur séu í framboði í prófkjörum Sjálfstæðisflokksins. Ef svo væri þá væri þetta auðvitað réttmæt staða, því kjósa á hæfasta einstaklinginn óháð kyni. En til dæmis í Reykjavík þá sýndust mér vera nokkuð margar hæfar konur í framboði sem ekki fá brautargengi. Hafa þessir karlar sem eru í efstu sætum listans líkt og Illugi, Guðlaugur Þór, Sigurður Kári og Birgir virkilega sýnt okkur það, að þeir eigi þessi sæti skilið ?

Hvernig ætli standi á þessu ?


mbl.is Hefði viljað sjá fleiri konur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ægir Óskar Hallgrímsson

Einkennilegt, þú gagnrýnir Sjálfstæðisflokkinn varðandi "konuleysi" en þá hlýturðu að vera jafn gagnrýnin á stöðu mála hjá VG, af 6 efstu sem voru þar á lista voru 5 konur, hvað segirðu um það, er það kannski allt í lagi fyrst konur eru í meirihluta þá skulum við ekkert tala um þetta, einkennilegt.

Ægir Óskar Hallgrímsson, 14.3.2009 kl. 21:51

2 Smámynd: Smári Jökull Jónsson

Nei, algjörlega hárrétt hjá þér Ægir ! Það gildir auðvitað það sama í hina áttina, karlarnir áttu greinilega ekki upp á pallborðið hja VG sem er bagalegt.

Að mínu viti er nauðsynlegt að jafnvægi sé á þessum hlutum, án þess þó að kjörstjórnir eða aðrir hafi puttana í hlutunum t.d. með kynjakvóta, því þá er verið að mismuna eftir kyni. Það gerðist t.d. hjá SF í SV-kjördæmi að ég held, því samkvæmt mínum upplýsingum hefði Magnús Orri Schram átt að vera í 4.sæti en Þórunn Sveinbjarnar fékk það sæti á hans kostnað vegna kynjareglna. Svona getur þetta verið erfið barátta.

Þetta er hins vegar endurtekin saga hjá Sjálfstæðisflokknum því konur hafa áður verið í vandræðum í prófkjörum flokksins í Reykjavík og spurningin er af hverju það er ?

En hvað finnst þér, finnst þér eðlilegt að aðeins tvær konur séu í efstu 8 sætunum á lista Sjálfstæðisflokksins í RVK ?

Smári Jökull Jónsson, 14.3.2009 kl. 22:16

3 identicon

Sæll, mér finnst leiðinlegt þegar mélefnin eru nálguð á þennan hátt "Bara 2 konur í efstu 8 sætunum".

Fjöldinn á ekki að þurfa að vera jafn á hverjum stað fyrir sig, það er bara fáránlegt. Eins finnst mér fáránlegt að hjá Vg þá voru karlar færðir upp eða konur til að mæta kynjakvóta, hvaða bull er það fólkið fékk þetta mörg atkvæði og það á að fá að njóta þess.

Ég viðurkenni að ég kaus aðeins 2 konur í prófkjörum í dag hjá Sjálfstæðisflokknum í Rvk-umdæmi. Þær voru settar í 3ja og 4ja sæti. En ég valdi fólkið út frá því séð hversu hæft ég tel það vera óháð kyni. Mér finnst álíka asnalegt að spá í kyni og spá í húðlit viðkomandi í kosningum.

Hefði ég hins vegar kosið í Suðurkjördæmi, þá hefði amk efstu 3 - 4 sætin verið konur hjá mér.

H. A. Gunnarsson (IP-tala skráð) 14.3.2009 kl. 22:33

4 identicon

Sæl Sigurbjörg,

Ég er sammála þér að þær voru margar hæfar konunar sem fóru í framboð í RVK umdæmi. En yfir höfuð var þetta bara rosalega flottur listi í Reykjavíkurkjördæmi og hefði ekki verið verra að sumir þar hefðu farið í önnur kjördæmi til að bjarga hálf-bagalegum listum.

En ég er reyndar viss um að fleir konur munu vera í þínu kjördæmi þar sem konurnar þar eru almennt meira spennandi en karlarnir :)

Það er gamaldags að nálgast viðfangsefni eftir hlutföllum, í dag er er almennt horft á einstaklinga óháð kyni, húðlit, hárlit o.s.frv. og því á heldur ekki að gera það í úrslitum kosninga þar sem í flestum tilfellum var ekki kosið með það í huga heldur var horft á einstaklinginn!

H. A. Gunnarsson (IP-tala skráð) 14.3.2009 kl. 22:45

5 Smámynd: Smári Jökull Jónsson

H.A. Gunn, ég skil ekki hvaða leiðindi þú ert að tala um hjá mér þegar ég tala um þetta mál. Ég er ekki að tala um að það eigi að færa fólk upp um lista til að bæta kynjahlutföllin og auðvitað á ekkert að vera skylda að kynjahlutfallið sé jafnt, þó svo að ég telji að best sé fyrir flokka ef þeir hafa hæfa einstaklinga af báðum kynjum í sætum ofarlega á listum sínum. Auðvitað eiga þeir sem fengu flestu atkvæðin að vera efst á listanum og svo koll af kolli - sama af hvaða kyni þeir eru.

Þú talar um, líkt og ég, að hæfar konur hafi verið í framboði í RVK kjördæmi. Ég held að karlarnir séu ekki hæfari en þær konur sem í framboði voru. Þannig að ef karlarnir og konurnar eru jafnhæf til verksins - af hverju er það þá borðleggjandi að karlarnir fái fleiri sæti á listanum. Það er þetta sem er ég er að spá í - af hverju fá konurnar færri atkvæði ef þær eru alveg jafn hæfar ? Eða eru þær kannski ekkert jafn hæfar ?

Að sama skapi spyr ég sömu spurningar hjá VG, það eru eflaust hæfir karlar sem voru tilbúnir að vera í forystusveit listans í Reykjavík - af hverju fá þeir ekki sama brautargengi og konurnar ?

Smári Jökull Jónsson, 14.3.2009 kl. 23:44

6 Smámynd: Ingibjörg Hinriksdóttir

Sæll félagi, skv. mínum heimildum þá fékk Þórunn 4. sætið í Suðvestur, Magnús Orri það 5. en Magnús Norðdahl verður líklega fluttur niður í 7. sætið en í það 6. flyst Amal Tamimi væntanlega.

Ingibjörg Hinriksdóttir, 15.3.2009 kl. 15:53

7 Smámynd: Sigursveinn

Smári, bíð eftir færslunni þar sem þú fagnar góðum árangri kvenna hjá Sjálfstæðisflokknum í Suðurkjördæmi

Sigursveinn , 16.3.2009 kl. 14:37

8 Smámynd: Smári Jökull Jónsson

Hárrétt hjá þér Svenni að því beri að fagna sérstaklega, þar sem það er nú síður en svo daglegt brauð að konur fái brautargengi hjá flokknum. Auðvitað frábær árangur hjá þeim Ragnheiði, Unni Brá og Írisi. Því miður þeirra vegna fellur frammistaða þeirra aðeins í skuggann af endurkosningu Johnsen. Svo tala menn um skandal hjá Samfylkingu í að kjósa fyrrv. viðskiptaráðherra aftur - ekki að ég sé sérlega hrifinn af honum en hann er þó ekki þekktur fyrir að stela úr þjóðarbúinu !

Smári Jökull Jónsson, 16.3.2009 kl. 22:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Smári Jökull Jónsson

Höfundur

Smári Jökull Jónsson
Smári Jökull Jónsson

Starfa sem grunnskólakennari í Smáraskóla í Kópavogi auk þess að skrifa um íþróttir í Fréttablaðið af og til.

Færsluflokkar

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • Myndir heima   Vikur 4 6 153
  • Fyrsti sólarhringur 114
  • Fyrsti sólarhringur 122
  • Fyrsti sólarhringur 095
  • Fyrsti sólarhringur 083

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.4.): 3
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 10
  • Frá upphafi: 703

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 10
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband