Jóhönnu sem formann

Í mínum huga er enginn vafi á því að Jóhanna Sigurðardóttir er besti kosturinn í formannsstólinn hjá Samfylkingunni. Vissulega líst mér líka vel á Dag B. Eggertsson en þar sem svona skammt er til kosninga held ég að best sé fyrir flokkinn ef Jóhanna tæki við af Ingibjörgu Sólrúnu, allavega nú um sinn, og leiði hann svo í næstu ríkisstjórn sem forsætisráðherra. Vonandi að sú stjórn verði vinstristjórn, það er lífsnauðsynlegt fyrir þjóðina eins og einhver komst að orði. Jafn nauðsynlegt og það er að Sjálfstæðisflokkurinn fái frí.

Svo líst mér vel á það tvíeyki sem væri í forystu í flokknum ef Jóhanna yrði formaður og svo annaðhvort Dagur B eða Árni Páll varaformaður.

Koma svo Jóhanna, taktu slaginn !


Ólína gott þingmannsefni

Mér líst vel á að Ólína Þorvarðardóttir hafi náð 2.sæti í NV-kjördæmi, held að hún gæti verið góður málsvari fyrir Samfylkinguna inni á Alþingi.

Það er ljóst eftir niðurstöður prófkjöra í landsbyggðarkjördæmunum þremur hjá Samfylkingunni að oddvitarnir verða þeir sömu og fyrir síðustu kosningar, Björgvin, Kristján og Guðbjartur. Í öllum kjördæmunum verður samt ágætis endurnýjun.

Í Suðurkjördæmi koma til dæmis tveir nýir aðilar sem eru líklegir til að ná inn á þing, Oddný og Róbert. Í NA-kjördæmi er næsta víst að Sigmundur Ernir nær inn og jafnvel Jónína Rós sem endaði í 3.sæti. Í NV-kjördæmi kemur svo Ólína inn í 2.sætið og önnur ný kona, Anna Lára Jónsdóttir í það þriðja.

Því er ekki að neita að ég hefði viljað sjá einhvern annan í 1.sætinu í Suðurkjördæmi en Björgvin. En hann fær að minnsta kosti ótvírætt umboð kjósenda, prófkjörið var opið og fólk hafði því tækifæri til að veita öðrum brautargengi. Það gerðist ekki og vonandi að Björgvin nái að vinna sér inn traust kjósenda á nýjan leik.

Nú verður spennandi að sjá næstu helgi, hvort og þá hverjir koma nýir inn hjá Sjálfstæðisflokknum en þá verða prófkjör í fimm af sex kjördæmum. Þá mun einnig koma í ljós niðurstöður prófkjöra Samfylkingarinnar í Reykjavík og SV-kjördæmi. Nóg framundan !


mbl.is Guðbjartur efstur - Ólína í 2. sæti
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fleiri góðar fréttir

Gaman að lesa svona fréttir. Nú er bara að láta verkin tala, það er ekki nóg að segja hlutina heldur þarf að framkvæma þá líka. Vonum að þessi ríkisstjórn nái að koma fleiri góðum hlutum í verk fyrir þinglok, þá eru allavega meiri líkur á að hún fái að starfa áfram eftir kosningar !

Gaman verður að sjá hvort Sjálfstæðismenn fara eitthvað að tuða yfir þessu...


mbl.is Ætla að skapa 4000 ársverk
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Af hverju Framsókn?

Af hverju ætti fólk eiginlega að kjósa Framsóknarflokkinn? Flokkurinn hefur tvo möguleika á að komast í ríkisstjórn, annars vegar í vinstri stjórn með VG og Samfylkingu og hins vegar í stjórn með Sjálfstæðisflokknum.

Ef fólk vill vinstri stjórn, er lang rökréttast að kjósa VG eða Samfylkingu. Þriggja flokka stjórn VG, Samfylkingar og Framsóknar er miklu ólíklegri til að halda út en tveggja flokka stjórn VG og Samfylkingar.

Ef fólk vill hins vegar stjórn Framsóknar og Sjálfstæðisflokks þá er sjálfsagt að kjósa B. Ég get hins vegar ekki ímyndað mér að fólkið í landinu vilji sjá þá stjórn aftur, eftir 12 ára stjórnarsamstarf þeirra sem á stóran þátt að hafa komið okkur í þá stöðu sem við erum í núna.


mbl.is Vill vera í vinstri stjórn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Endurnýjunin mikla og áhyggjur Sjálfstæðismanna

Eins og ég hef áður minnst á þá hefur margur Sjálfstæðismaðurinn haft áhyggjur af lítilli endurnýjun hjá Samfylkingunni, þá sérstaklega í Reykjavíkinni. Deili ég þeim áhyggjum að nokkru leyti en skoðum aðeins hvernig málum er háttað í kjördæmi Þorgerðar Katrínar.

Þar er Sjálfstæðisflokkurinn nú með 6 þingmenn, þau Bjarna Benediktsson formannskandídat, Ármann Kr. Ólafsson, Ragnheiði Elínu Árnadóttur, Jón Gunnarsson, Ragnheiði Ríkharðsdóttur auk Þorgerðar sjálfrar. Öll ætla þau að bjóða sig fram aftur, reyndar Ragnheiður Elín í Suðurkjördæmi.

Aldeilis endurnýjunin þar !


mbl.is Þorgerður Katrín vill 1.-2. sæti
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Spámenn Moggans

Greinilegt að þeir félagar mínir á Mogganum telja sig í stakk búna til að greina frá því hverjir verði sigurvegarar í Meistaradeildinni í handknattleik vorið 2009.

Að minnsta kosti stendur undir myndinni af liðsmönnum Kiel, að þeir séu að fagna sigri í Meistaradeildinni vorið 2009.

Er komið vor ?


mbl.is Schwenker sver af sér allar sakir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Gísli Marteinn og endurnýjunin

Gísli Marteinn fer mikinn á sinni síðu um endurnýjun hjá Samfylkingunni, sem virðist vera honum mikið áhyggjuefni. Hann talar um litla endurnýjun og segir að Samfylkingin í Reykjavík átti sig ekki á því að fólkið í landinu vill endurnýjun. Eflaust rétt hjá honum að endurnýjun er ekki það mikil og sjálfur hefði ég alveg viljað sjá suma af þingmönnum SF í Reykjavík draga sig í hlé. En er þetta eitthvað öðruvísi í flokki Gísla Marteins ?

Skoðum aðeins betur hverjir eru í framboði hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík. Þar eru Ásta Mölller, Birgir Ármannsson, Guðlaugur Þór Þórðarson, Illugi Gunnarsson, Jón Magnússon, Ólöf Nordal, Pétur H Blöndal og Sigurður Kári Kristjánsson. 6 af 9 núverandi þingmönnum og auk þess einn þingmaður úr öðru kjördæmi (Ólöf Nordal) og Jón Magnússon sem bauð sig fram fyrir Frjálslynda síðast en er núna í Sjálfstæðisflokknum.

Sjáum hvernig staðan er í Suðvesturkjördæmi. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, Bjarni Benediktsson, Ármann Kr. Ólafsson, Jón Gunnarsson og Ragnheiður Ríkharðsdóttir. 5 af 6 þingmönnum bjóða sig fram aftur. Sjötti þingmaðurinn færir sig síðan í annað kjördæmi og býður sig fram til forystu þar.

Aldeilis endurnýjun ! Ég held að Gísli Marteinn ætti að hugsa aðeins málið áður en hann tjáir sig næst, ég reyndar á ekkert sérstaklega von á því.

 


mbl.is Ingibjörg býður sig fram
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Guðni, Árni, Lúðvík, Bjarni og....

Guðni Ágústsson, Árni Mathiesen, Lúðvík Bergvinsson og Bjarni Harðarson voru allir þingmenn í Suðurkjördæmi en hverfa á braut nú fyrir næstu kosningar ef þeir eru þá ekki nú þegar farnir. Ljóst að endurnýjunin í þessu kjördæmi verður þónokkur.

Væri ekki ráð hjá Björgvini G að láta sig hverfa af vettvangi stjórnmálanna og finna sér nýtt starf?

Samfylkingarfólk í kjördæminu hefur þó tækifærið til að segja sína skoðun hvað það varðar.


mbl.is „Nú fer ég að líta í kringum mig“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Mikilvæg mál

Endurskipulagning Seðlabankans er hluti af þessum mikilvægu málum í efnahags- og peningamálunum. Seðlabankastjórarnir virðast ekki alveg átta sig á því. Vissulega eru mörg mál sem eru brýn og jafnvel brýnni en þetta skref er mikilvægt og nauðsynlegt til að efla traustið.

Þetta snýst ekki um persónu ákveðins manns og Sjálfstæðismenn geta ekki klínt því á ríkisstjórnina - þeir hafa átt stóran þátt í því að persónugera þetta mál.


mbl.is Furðar sig á vinnubrögðum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sigmundur sammála báðum...

...eða svo segir Höskuldur. Hvernig er hægt að vera sammála tveimur aðilum um eitt ákveðið mál, ef þeir aðilar eru ósammála um þetta tiltekna mál?

Getur einhver hjálpað mér !


mbl.is Enginn klofningur framsóknarmanna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

Smári Jökull Jónsson

Höfundur

Smári Jökull Jónsson
Smári Jökull Jónsson

Starfa sem grunnskólakennari í Smáraskóla í Kópavogi auk þess að skrifa um íþróttir í Fréttablaðið af og til.

Færsluflokkar

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Myndir heima   Vikur 4 6 153
  • Fyrsti sólarhringur 114
  • Fyrsti sólarhringur 122
  • Fyrsti sólarhringur 095
  • Fyrsti sólarhringur 083

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.5.): 1
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 16
  • Frá upphafi: 765

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 16
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband