Ólína gott þingmannsefni

Mér líst vel á að Ólína Þorvarðardóttir hafi náð 2.sæti í NV-kjördæmi, held að hún gæti verið góður málsvari fyrir Samfylkinguna inni á Alþingi.

Það er ljóst eftir niðurstöður prófkjöra í landsbyggðarkjördæmunum þremur hjá Samfylkingunni að oddvitarnir verða þeir sömu og fyrir síðustu kosningar, Björgvin, Kristján og Guðbjartur. Í öllum kjördæmunum verður samt ágætis endurnýjun.

Í Suðurkjördæmi koma til dæmis tveir nýir aðilar sem eru líklegir til að ná inn á þing, Oddný og Róbert. Í NA-kjördæmi er næsta víst að Sigmundur Ernir nær inn og jafnvel Jónína Rós sem endaði í 3.sæti. Í NV-kjördæmi kemur svo Ólína inn í 2.sætið og önnur ný kona, Anna Lára Jónsdóttir í það þriðja.

Því er ekki að neita að ég hefði viljað sjá einhvern annan í 1.sætinu í Suðurkjördæmi en Björgvin. En hann fær að minnsta kosti ótvírætt umboð kjósenda, prófkjörið var opið og fólk hafði því tækifæri til að veita öðrum brautargengi. Það gerðist ekki og vonandi að Björgvin nái að vinna sér inn traust kjósenda á nýjan leik.

Nú verður spennandi að sjá næstu helgi, hvort og þá hverjir koma nýir inn hjá Sjálfstæðisflokknum en þá verða prófkjör í fimm af sex kjördæmum. Þá mun einnig koma í ljós niðurstöður prófkjöra Samfylkingarinnar í Reykjavík og SV-kjördæmi. Nóg framundan !


mbl.is Guðbjartur efstur - Ólína í 2. sæti
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigursveinn

Finnst þér það fínt hjá Björgvin að fá innan við helming atkvæða í efsta sætið?  Gæti vel verið að það sé góður árangur en fyrir mig er þetta rothögg fyrir Samfylkinguna í Suðurkjördæmi.  Get ekki skilið Samfylkingarfólk sem ætlar að verja það að einn fjögurra lykilmanna í ríkisstjórninni hvað varðar fjármál ætli sér að stefna aftur á þing.  Í hvaða sæti var Róbert í síðustu kosningum ? Persónulega finnst mér Samfylkingin heldur ætla að fara sér hægt í endurnýjun á sínum listum.  Það verður athyglisvert að sjá hvernig Reykjavík fer.

Sigursveinn , 9.3.2009 kl. 14:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Smári Jökull Jónsson

Höfundur

Smári Jökull Jónsson
Smári Jökull Jónsson

Starfa sem grunnskólakennari í Smáraskóla í Kópavogi auk þess að skrifa um íþróttir í Fréttablaðið af og til.

Færsluflokkar

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Myndir heima   Vikur 4 6 153
  • Fyrsti sólarhringur 114
  • Fyrsti sólarhringur 122
  • Fyrsti sólarhringur 095
  • Fyrsti sólarhringur 083

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.5.): 1
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 14
  • Frá upphafi: 770

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 14
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband