Góður sigur - slæmt ástand

Góður sigur hjá mínum mönnum í gær. Samt hefur hann fengið minnsta athygli fjölmiðla, heldur virðist rifrildi Rick Parry framkvæmdastjóra og Tom Hicks annars af eigendum liðsins taka alla athygli almennings. Það er auðvitað ekki eðlilegt þegar kastljósið á knattspyrnulið beinist aðallega að því hvað gerist á skrifstofum félagsins en ekki á knattspyrnuvellinum.
mbl.is Benítez lætur óvissuástandið hjá eigendum Liverpool ekki hafa áhrif á sig
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Góð auglýsing eða lögbrot ?

Nú hefur aðeins skapast umræðu um hið arfaslaka nýja lag frá Mercedez Club, lag sem Síminn notar í sínum auglýsingum. Einhver benti á að auglýsingin, sem er runnin undan rifjum Jóns Gnarr, væri á gráu svæði hvað varðar auglýsingalög. En er þetta ekki bara eitthvað sem hefur tíðkast ?

Icelandair notaði "Flugvélar" með Nýdönsk í sínum auglýsingum. Ég tengi það lag oft við flugfélagið. Síminn notaði "Frelsið" með sömu hljómsveit. Á þeim tíma sem auglýsingarnar voru hvað mest spilaðar þá kannski fengu fyrirtækin ókeypis auglýsingu ef lögin heyrðu svo í útvarpinu. En er eitthvað ólöglegt við þetta ?

Reyndar er þetta kannski aðeins öðruvísi dæmi þar sem lagið virðist samið sérstaklega til að nota í auglýsingu. Kannski það sé ekki í lagi ? Spyr sá sem ekki veit...


Flottust

IMGP1347

Gummi Ben

Er að horfa hérna á Barcelona leika gegn Recreativo í spænsku deildinni. Gummi Ben, sem án vafa er besti þulurinn á Stöð 2 sport í knattspyrnuleikjum, er að lýsa leiknum. Samuel Eto´o skoraði stórglæsilegt mark í upphafi seinni hálfleiks og hafa myndatökumennirnir nýtt hvern einasta dauða punkt í leiknum til að endursýna markið - og eru meira að segja ennþá að því nú 20 mínútum eftir markið.

Eitthvað var þetta farið að fara í taugarnar á Gumma og þegar þeir slepptu því að endursýna dauðafæri Recreativo og endursýndu þess í stað mark Eto´o í tíunda skipti þá sagði Gummi : "Þeir eru náttúrulega eitthvað geðveikir þarna á myndavélunum, að endursýna þetta aftur"


Staðreyndir

Flestir stuðningsmenn Manchester United, Arsenal og fleiri liða tala um Liverpool sem leiðinlegt lið - sérstaklega eftir leiki þar sem þeir hafa verið meirihluta leiksins í vörn en samt náð góðum úrslitum. Gott dæmi um þetta er fyrri leikurinn gegn Arsenal í Meistaradeildinni. Hin liðin fá sjaldan á sig þessa umræðu. Manchester hefði t.d. átt skilið að fá þessa umræðu eftir leikinn gegn Roma á miðvikudaginn. Önnur eins leiðindi hafa ekki sést lengi, reyndar var markið hjá Tevez ansi flott.

En skýtur það ekki svolítið skökku við að "leiðinlega liðið" hefur skorað flest mörk allra í Meistaradeildinni þetta árið ?


Já takk

Ég er með fasta fjóra tíma í yfirvinnu á viku sem þýðir að ég er í meira en 100% stöðu. Oft tek ég síðan fleiri yfirvinnutíma til að reyna að rífa launin upp. Álag í vinnu er mikið og oft þarf ég að taka vinnu með mér heim, tja eða vera lengur en hefðbundinn vinnutímarammi segir til um.

Samt fæ ég frekar sjaldan útborguð laun yfir 200.000. Þegar það gerist þá rétt slefa ég yfir. Finnst ykkur það sanngjarnt ? Ég er með þriggja ára háskólanám að baki eins og t.d. viðskiptafræðingar. Ég held að allir menntaðir viðskiptafræðingar séu með hærri laun en ég á öðru starfsári sínu.

Mér finnst það ekki sanngjarnt að ég sé með svona lág laun. Þess vegna stend ég fast á þessari kröfu sem kemur fram í þessari launakönnun sem KÍ lét gera. Ég og mínir kollegar eigum skilið að fá verulega hækkun !


mbl.is Kennarar telja að laun eigi að hækka um 24-46%
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fyndin auglýsing

Þvílíkt fyndin ein auglýsingin sem hvetur fólk til að fara út að borða og drekka vatn til að styrkja Unicef. Þá sitja þeir Geir Ólafs söngvar, Geir Haarde forsætisráðherra, Geir Jón yfirlögreglumaður og Geir Magnússon íþróttafréttamaður á veitingahúsi og eru að bíða eftir Geira Sæm.

"Alltaf jafn myndarlegur kallinn". Helvíti gott komment frá forsætisráðherra vorum Smile


Liverpool !!!

Fór á pöbb í gær og horfði á Liverpool - Arsenal. Sé ekki eftir því enda frábær leikur. Það var einhver sem öskraði "Neeeeiiii" þegar Babel var að koma inn á hjá Liverpool í seinni hálfleiknum. Hugsa að sá maður sjái eftir því núna, því Babel náði einmitt í vítaspyrnuna (sem var réttilega dæmd) og úr henni skoraði Gerrard þriðja markið auk þess sem hann skoraði svo sjálfur mark númer fjögur.

Nú er það svo bara Chelsea í undanúrslitum. Verður gaman að slá þá út í þriðja skiptið á fjórum árum...


Ætlar enginn að...

...segja skoðun sína á íslenskum sjónvarpsþáttum og taka þátt í skoðanakönnuninni hér neðar á síðunni ?

Annars væri ég til í að taka þatt í þessari Guitar Hero keppni. Prófaði þetta um daginn og þetta er alveg svakalega gaman. Er reyndar ekkert sérstaklega góður en æfingin skapar meistarann.


mbl.is Leitin að gítarhetju Íslands
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Not normal

Þetta er nú auðvitað ekki í lagi. Vorkenni einna helst greyið barninu, ef þetta er ekki ávísun á stríðni þegar stelpan fer að eldast þá veit ég ekki hvað. Maður áttar sig ekki alveg á því hvað fær fólk til að gera hluti sem þessa.


mbl.is Feðgin sem eiga barn saman biðja um skilning
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

Smári Jökull Jónsson

Höfundur

Smári Jökull Jónsson
Smári Jökull Jónsson

Starfa sem grunnskólakennari í Smáraskóla í Kópavogi auk þess að skrifa um íþróttir í Fréttablaðið af og til.

Færsluflokkar

Sept. 2025
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • Myndir heima   Vikur 4 6 153
  • Fyrsti sólarhringur 114
  • Fyrsti sólarhringur 122
  • Fyrsti sólarhringur 095
  • Fyrsti sólarhringur 083

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (13.9.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 7
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 7
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband