22.4.2008 | 12:52
Grínið vinsælt
Já íslenskir grínþættir virðast vera í uppáhaldi. Allavega hjá þeim sem kusu í könnuninni. Fóstbræður og Næturvaktin fengu jafnmörg atkvæði í efsta sætið og fylgdi Heilsubælið í humátt á eftir - ásamt reyndar snilldar þáttunum Sigla himinfley sem gerðust einmitt í Vestmannaeyjum.
Endilega tékkið á næstu könnun !
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
22.4.2008 | 12:50
Spá fyrir sumarið
Er ekki um að gera að koma með spá fyrir knattspyrnusumarið hér heima, nú þegar það stendur sem hæst úti í heimi. Hér kemur allavega mín :
1. Valur - Verja titilinn með naumindum þó. Held að það verði 3-4 lið að berjast um titilinn í sumar og Valsmenn verða klárlega eitt af þeim, eru með breidd sem skilar þeim langt.
2. ÍA - Skagamenn halda áfram að bæta sig undir stjórn Guðjóns Þórðarsonar og verða við toppinn.
3. Breiðablik - Hef trú á Blikunum í sumar. Spila skemmtilegan bolta og geta unnið alla á góðum degi - geta reyndar líka tapað fyrir öllum en hef trú á að sigrarnir verði fleiri en töpin.
4. FH - Held að þetta verði vonbrigðaár hjá FH. Hef einhvern veginn ekki næga trú á þeim, en svo er aldrei að vita hvaða ása Heimir hefur uppi í erminni.
5. KR - KR verður þéttara en í fyrra og gætu með heppni endað ofar en þetta. Spurning hvort Logi er rétti maðurinn til að gera þá að meisturum ?
6. Fylkir - Fylkir er spurningamerki. Hafa fengið góða leikmenn eins og Dyring, Jeffs og Jóhann Þórhalls en spurning hvort það sé nóg til að hafa sig upp úr miðjumoðinu.
7. Fram - Hef trú á Þorvaldi Örlygssyni og held að Fram verði ekki í fallbarátunni nú í sumar, en það verður samt ekkert meira en það.
8. HK - Litla liðið í Kópavoginu kemst langt á baráttunni. Þeir eru með sterkari hóp en í fyrra, en annað ár í deild reynist oft erfitt. Mega ekki við miklum skakkaföllum.
9. Þróttur R - Þróttarar verða í erfiðleikum. Þeir eru ekki með mikla breidd en hafa skemmtilega leikmenn innanborðs. Halda sér uppi en lukkudísirnar þurfa að vera á þeirra bandi.
10. Keflavík - Verður erfitt ár hjá Keflvíkingum. Hafa misst mikið en ég hef trú á að Kristján þjálfari dragi einhverjar kanínur upp úr hattinum og það nægi til að halda sætinu.
11. Fjölnir - Fjölnismenn voru spútnikslið síðasta sumars. Gætu orðið það ef stemmningin verður þeirra megin en ég held samt að þeir fari beint niður aftur.
12. Grindavík - Líst einhvern veginn ekkert á þetta fyrir þeirra hönd. Þeir eru þó með reynslubolta innanborðs sem gætu hjálpað þeim. Held það sé samt ekki nóg fyrir þá í sumar.
Held að þetta verði gríðarlega skemmtileg deild í sumar. Það eru 3-4 lið sem gætu gert tilkall til bikars og auk þess 4-5 lið sem gætu fallið niður í 1.deild. Vona bara að mínir menn í ÍBV komi sér aftur í efstu deild þar sem þeir eiga heima !
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
21.4.2008 | 10:05
Góð helgi í Eyjum
Áttum góða helgi í Eyjum í blíðskaparveðri. Borðuðum góðan mat og slöppuðum af, ekki veitti af þar sem það er búið að vera þvílíkt mikið að gera undanfarið - og sér ekki fyrir endann á því næstu vikurnar. Ekki góður tímapunktur til að fá einhverja flensu, eins og ég held að sé að gerast hjá mér.
Svo er það bara morgundagurinn sem málið snýst um. Tuðruspark í hæsta gæðaflokki og mínir menn í eldlínunni. Verð að viðurkenna að ég er pínu smeykur fyrir þessar viðureignir en hallast samt að sigri hjá mínum mönnum. Svo spái ég Manchester United sigri í þeirra viðureign gegn Barcelona. Ekki slæmur úrslitaleikur : Liverpool - Manchester United
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
20.4.2008 | 21:40
Gott kerfi ?
Þetta kosningakerfi í Bandaríkjunum sem er notað til að velja forsetaframbjóðendur er einfaldlega ekki gott. Fyrir utan hversu gífurlega langan tíma það tekur að klára málið þá virðist það einnig til þess fallið að skipta kjósendum sama flokksins í tvo hópa - hópa sem takast síðan mjög harkalega á í öllum forkosningunum. Það getur ekki verið gott fyrir flokkinn til frambúðar.
Peningarnir sem frambjóðendurnir safna og nota í baráttunni eru engir smáaurar og það væri svo sannarlega hægt að nota þá í eitthvað annað og betra. Aðalmálið ætti auðvitað að vera baráttan á milli Repúblikana og Demókrata - ekki innbyrðis barátta í flokkunum.
![]() |
Clinton og Obama takast á |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
19.4.2008 | 22:16
Spurning um að taka þátt ?
![]() |
Keppt í skeggvexti |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
18.4.2008 | 10:06
Paradís
Paradísareyjan nú seinni partinn. Þurfti reyndar að sleppa leik hjá Fréttablaðinu sem ég var beðinn um að fara á, fótboltaleik meira að segja ! Hefði viljað taka hann en það er víst erfitt að vera alls staðar.
Nú er bara vonandi að Eyjan skarti sínu fegursta (eins og hún gerir nú reyndar oftast). Spurning að fara bara niðrí Dal og halda litla Þjóðhátíð, svona fyrst maður kemst ekki í ágúst...
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
17.4.2008 | 21:50
Frábært framtak !
![]() |
Hagaskólanemar hraustastir |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
16.4.2008 | 16:09
Ég veit hver glæpakonan er !
Sigrún Þöll heitir hún og er svarin óvinur David Caruso. Mér finnst þetta þó fulllangt gengið, en hún er svosem vís til að grípa til ýmisa ráða þegar Mr. Caruso er annars vegar...
![]() |
Ákærð fyrir að hrella Caruso |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
16.4.2008 | 13:15
Til hamingju með afmælið systir kær !
Í dag 16.apríl á systir mín kær, hún Guðný 26 ára afmæli. Já kerla er í Atlanta í Georgíuríki ásamt Reyni sínum og heldur því upp á afmælið sitt þar - í fyrsta skipti, en ekki víst hvort það verði aftur haldið þar !
Guðný hefur helst unnið sér það til frægðar að vingast við Sævar Cieselski, tefla við gamla karlmenn á Grand Rokk, spila í skrúðgöngu um miðja nótt í miðbæ Vestmannaeyja auk þess að vera framtíðar formaður Þroskaþjálfafélagsins. Ekki slæmur afrekslisti það !
Til hamingju með daginn Guðný
Bloggar | Breytt s.d. kl. 16:10 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
14.4.2008 | 23:15
Búið og ekki aftur snúið
Þá held ég að það sé öruggt. Titillinn verður því miður geymdur eitt ár í viðbót í Manchesterborg. Samt svolítið leiðinlegt fyrir Man Utd að það var fyrrum Liverpool maður sem endanlega tryggði þetta. Þeim finnst það örugglega ekkert sérstaklega skemmtilegt...
En þetta verður eini titill þeirra United manna þetta árið. Ef vonbrigðin verða ekki gegn Barcelona, eins og ég er tilbúinn að veðja uppá, þá verða þau gegn Liverpool í Moskvu þann 21.maí !
![]() |
Wigan jafnaði í uppbótartíma á Stamford Bridge |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (15)
Um bloggið
Smári Jökull Jónsson
Færsluflokkar
Tenglar
Mínar uppáhalds
Þær síður sem ég skoða daglega
- Fótbolti.net
- Mogginn
- Vísir
- Sky Sports Íþróttafréttir erlendis
- Eyjan
- Sky News Erlendu fréttirnar
- Eyjafréttir
- Herðubreið Pólitískur fréttavefur
- Smugan Pólitískur fréttavefur í boði Vinstri-Grænna
- Liverpool
- RÚV
- Eyjar.net
- ÍBV
- AMX Pólitískur fréttavefur í boði Sjálfstæðismanna
- Liverpool á Íslandi
Bloggarar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (12.9.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 7
- Frá upphafi: 1033
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 7
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar