Árshátíð og Liverpool

Skelltum okkur á árshátíð Kópavogsbæjar í gær. Heppnaðist virkilega vel og gamanið í hámarki. Björk Jakobsdóttir var frábær með sitt uppistand og fékk alla til að hlæja. Annað en Karl Ágúst Úlfsson sem var veislustjóri, mér fannst hann allavega með frekar slaka brandara. Svo voru Ljótu hálfvitarnir flottir og auðvitað Buff sem héldu uppi stuðinu á dansgólfinu. Maður hefði bara viljað hlusta á þá lengur.

Svo eru mínir menn í Liverpool á flugi þessa dagana. Vonandi að þetta skrið þeirra haldi áfram og tryggi þeim sæti í Meistaradeildinni en þá þurfa þeir að enda tímabilið í einu af fjórum efstu sætunum. Svo eiga þeir auðvitað seinni leikinn gegn Inter nú á þriðjudaginn og væri ekki leiðinlegt ef þeir myndu tryggja sér sæti í 8-liða úrslitunum.


Aðdáendur sáttir ?

Af hverju gengur blaðamaður mbl.is að því vísu að aðdáendur þáttanna geti orðið ánægðir núna. Ég er nú ekkert viss um að allir aðdáendur My name is Earl séu einhverjir sérstakir aðdáendur Paris Hilton.


mbl.is Paris Hilton í My Name Is Earl
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Stjörnuspekin í íþróttunum

Spurning hvort það ætti að fara að beita þessu í íþróttunum. Kynna sér stjörnuspá þjálfara og kannski lykilleikmanna andstæðinganna og sjá þannig fyrir þeirra næsta leik.

Spurning að láta Benitez athuga þetta, já og jafnvel Heimi Hallgríms fyrir sumarið !


mbl.is Bretar rýndu í stjörnuspá Hitlers
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Spádómar

Setti á Lengjuna áðan. Geri það af og til en vinn nú sjaldnast. Setti á Meistaradeildarleiki í kvöld og síðast þegar ég gerði það þá fór það nú ekki vel. Sjáum hvernig fer, hér sjáið þið hvernig ég spáði :

Man Utd - Lyon (0-1) - Setti 1 á þennan leik sem þýðir að Man U þarf að vinna með 2 mörkum.

Barcelona - Celtic (0-1) - Setti líka 1 á þennan leik, sömu reglur og hjá Man U.

AC Milan - Arsenal (0-1) - Setti líka 1 á þennan leik, sama dæmið.

Sevilla - Fenerbache - Setti 1 hér, sigur Sevilla nægir.


Góður

Smári : Ég þoli ekki þennan ostaskera !

Sigrún : Hvaða ostaskera ertu að nota ?

Smári : Ææææiii þennan hér.

Sigrún : Þetta er ekki ostaskeri, þetta er kartöfluskrælarinn ! Smile


Akureyri City

Akureyri City um helgina, nánar tiltekið Goðamót hjá 5.flokki karla í knattspyrnu. Var einmitt að taka það saman hversu margir tímar þetta eru í beinni þjálfun. 15-21 á morgun, 8-20 á laugardag og 8-14 á sunnudag sem eru samtals 24 tímar.

Ansi hætt við að maður verði búinn á því á sunnudaginn, en þá tekur við matarboð hjá Eygló á Njálsgötuna. Ekki leiðinlegt það Smile


GOG

Skrýtið með GOG þar sem þeir spila Snorri Steinn og Ásgeir Örn. Liðið á hvern stórleikinn á fætur öðrum í Meistaradeildinni í handbolta þar sem þeir hafa m.a. borið sigurorð af Barcelona. En í deildinni gengur lítið, líkt og stórtapið gegn FCK sýnir. Reyndar er FCK vel mannað lið en þetta held ég að þeir séu ekki sáttir með þeir GOG menn...
mbl.is GOG steinlá fyrir FC Köbenhavn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Nauðsynlegt að skoða

Nú held ég að það sé kominn tími til að skoða aðildarviðræður af einhverri alvöru. Ef umræðan hefur komið upp undanfarin ár, nær undantekningarlaust fyrir tilstuðlan Samfylkingarfólks, þá hefur hún jafnharðan verið skotin niður af Sjálfstæðisflokknum sem hafa ekki einu sinni viljað ræða málin og í raun ekki getað það fordómalaust. Aldeilis góðir siðir það...

En ég vona að nú komi einhver alvöru umræða um aðild að Evrópusambandinu. Almenningur veit ósköp lítið um hvað málið snýst og nauðsynlegt að skoða kosti og galla málsins.


mbl.is Stuðningur við ESB rúm 55%
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ég segi nei nei, ekki í landslið...

Virðist ætla að vera þrautin þyngri að finna þjálfara fyrir blessað handboltalandsliðið. Persónulega hefði ég viljað sjá Geir Sveinsson með liðið. Sagði það strax frá upphafi og ekki hefði verið verra ef hann og Dagur hefðu verið settir saman, þá hefði Geir tæklað varnarleikinn og Dagur séð um sóknarleikinn.

Nú er hins vegar spurning hvað þeir gera. Einhvers staðar las ég að ef Aron segði nei þá myndu þeir leita út fyrir landssteinana. Það eru nú svosem ekki margir eftir hér á landi sem eru verðugir að taka við þessu liði. Hugsanlega Óskar Bjarni eða Júlíus Jónasson þjálfari kvennalandsliðsins. Svo nefndi einhver Heimi Ríkharðsson. Held samt að þessir aðilar séu allir frekar ólíklegir og sérstaklega Heimir.

Síðan er spurning hvaða erlendi landsliðsþjálfari hefur áhuga á að þjálfa íslenska landsliðið. Þeir eru jú komnir í umspil bæði fyrir næstu Ólympíuleika og fyrir næsta HM þannig að það er ekki eins og það sé verið að taka við rjúkandi rúst. En það þarf að fara að drífa í þessum málum, það er ljóst...


mbl.is Aron Kristjánsson: Erfiðasta nei sem ég hef þurft að segja á ævinni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Skelfilegir draumar

Mig dreymdi sérkennilegan draum í nótt. Þó svo að í draumnum hafi ég verið að skemmta mér mjög vel þá var þetta í leiðinni eitt af því sem ég óttast mest.

Ég semsagt var á Þjóðhátíð, nánar tiltekið Þjóðhátíð 2008. Komið var laugardagskvöld og ég sat í brekkunni í góðum hópi, m.a. voru þar Sigrún, Hjördís Yo, Ívar Leifs, Sæþór og svo var mamma þarna með okkur líka. Við vorum að bíða eftir því að tónleikar með Nýdönsk hæfust, sérstaklega vorum við Ívar spenntir yfir þessu. Snillingarnir byrjuðu svo skömmu seinna og fyrsta lagið var "Hólmfríður Júlíusdóttir". Þegar ég leit upp á svið var Daníel Ágúst ekki að syngja, heldur ungur maður sem hafði unnið sér það til frægðar að vinna söngvakeppni framhaldsskólanna um vorið með því að syngja einmitt þetta lag. Það skal tekið fram að ég hef ekki hugmynd um hver þessi drengur var, en í draumnum var það mjög skýrt að hann var sigurvegari söngvakeppni framhaldsskólanna. Við skemmtum okkur mjög vel á tónleikunum og ég reyndar vaknaði þegar Daníel Ágúst var nýkominn á svið og búinn að taka tvö lög.

Góður draumur hugsa flestir, allavega aðdáendur Nýdanskrar. En ástæðan fyrir því að þetta er eitt af því sem ég óttast mest er sú að ég er mjög hræddur um að á næstu Þjóðhátíð, sem ég mun að öllum líkindum missa af, þá einmitt komi þeir Nýdanskir fram og skemmti. Það þætti mér skelfilegt, að missa af Nýdönsk á Þjóðhátíð !


« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

Smári Jökull Jónsson

Höfundur

Smári Jökull Jónsson
Smári Jökull Jónsson

Starfa sem grunnskólakennari í Smáraskóla í Kópavogi auk þess að skrifa um íþróttir í Fréttablaðið af og til.

Færsluflokkar

Sept. 2025
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • Myndir heima   Vikur 4 6 153
  • Fyrsti sólarhringur 114
  • Fyrsti sólarhringur 122
  • Fyrsti sólarhringur 095
  • Fyrsti sólarhringur 083

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (13.9.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 7
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 7
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband