Þarft mál að ræða

Hafa þeir Sjálfstæðismenn virkilega ekkert þarfara að ræða heldur en sárasaklausar bloggfærslur iðnaðarráðherra ?

Össur lýsir þarna einfaldlega pólitískri stöðu stuttbuxnadrengsins í Reykjavík og falli hans, sem mun líklega og vonandi koma í ljós fyrir næstu kosningar. Mér finnast þessar lýsingar hans ansi góðar og hann sparar ekki stóru orðin frekar en fyrri daginn, en er samt fjarri því að fara yfir strikið að mínu mati.

Ansi margir þeirra sem hafa bloggað við þessa frétt eru á sama máli og ég, hvað finnst ykkur kæru félagar ?


mbl.is Pistill Össurar ræddur á þingflokksfundi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sætur sigur

Það virðist loða við að þegar Liverpool sigrar lið frá Mílanóborg, þá sé það einkar sætur sigur. Sú var allavega raunin í gær þegar mínir menn unnu Inter liðið nokkuð örugglega, en sigurinn var sérstaklega sætur þar sem mörkin tvö komu á síðustu 5 mínútum leiksins. Seinna markið var gríðarlega mikilvægt og á eftir að hjálpa til þegar farið verður í seinni leikinn eftir 3 vikur, á útivelli.

Íslandsmeistarar

Strákarnir mínir bættu enn einni rósinni í hnappagatið um helgina þegar þeir urðu Íslandsmeistarar í innanhússknattspyrnu. Sigurinn var öruggur og verðskuldaður og ekki beint leiðinlegt að þjálfa þessa snillinga Smile

Vonandi að okkur gangi jafn vel þegar við höldum til Akureyrar á Goðamót Þórs nú í lok mánaðarins. Þá fara 80 strákar og nokkuð ljóst að það verður sannkölluð vinnuhelgi !


Undarlegt

Undarlegt hvað maður á auðvelt með að detta inn í ótrúlegustu hluti. Núna er ég t.d. á Facebook á hverjum degi og er í því hægri vinstri að kaupa og selja vini inni sem er hluti af ákveðnum leik þarna. Nú t.d. er ég búinn að kaupa 5 vini, eða "pets", eins og þeir eru kallaðir þarna inni.

Nú á ég bara eftir að komast að því hvernig ég get aflað mér peninga til að kaupa mér almennilega vini. Anyone ?


Uppgötvanir

Fyndið hvernig maður hugsar stundum. Muse hefur verið vinsæl hljómsveit í nokkur ár, ekki síst hér á landi. Samt hef ég einhvern veginn aldrei hlustað neitt mikið á þá, bara svona eitt og eitt lag og fílað þau en samt aldrei lagt mig eitthvað sérstaklega fram til að nálgast meiri tónlist með þeim. Svo núna er ég farinn að hlusta meira á þá og þeir eru auðvitað bara snilldarband.

En fólk vissi það svosem alveg, bara ekki ég !


"Þykir leiðinlegt að ég hafi lent í þessu máli"

Þegar Vilhjálmur sagði þessi orð "mér þykir leiðinlegt að ég hafi lent í þessu máli", á fundinum í dag þá slökkti ég á tölvunni því mér var hreinlega nóg boðið. Það er auðvitað algjör fjarstæða að halda því fram að hann hafi á einhvern hátt lent í þessu máli. Hann hefur grafið sína eigin gröf í þessu máli og vandamál hans eru algjörlega honum sjálfum að kenna.

Eins það að hann haldi virkilega að hann hafi axlað ábyrgð í málinu með því að leggja sig fram við að koma öllu er varðar máliið upp á borðið, þá segir það kannski einna mest um hvernig hann lítur á málið. Hann heldur greinilega að hann hafi ekkert alvarlegt gert af sér !


mbl.is Vilhjálmur: Hef axlað ábyrgð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fyrsta fréttin

Hér getið þið séð fyrstu skrif mín í Fréttablaðið. Birtist í blaðinu í morgun og svo á visir.is Smile

Hvíla frekar

Ég myndi nú hvíla kappann um helgina til að ná honum örugglega heilum á móti Inter. Ekki veitir af á móti einu sterkasta liði Evrópu um þessar mundir.


mbl.is Vonast eftir Torres um helgina
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hanna Birna ?

Birtist frétt í gær eða í morgun á www.visir.is um að Hanna Birna Kristjánsdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðismanna og forseti borgarstjórnar, þætti líkleg til að komast í forystusveit Sjálfstæðisflokksins á næstu misserum. Þetta var frétt sem skrifuð var samkvæmt pælingum Morgunblaðsins en það að Mogginn skuli skrifa eitthvað í þessum dúr hlýtur að vera hrós fyrir Hönnu Birnu, því Morgunblaðið er jú og hefur verið í langan tíma ansi hallt undir íhaldið, vægast sagt.

Þar sem ég er nú ekki Sjálfstæðismaður þá veit ég ekki alveg hvað þeim finnst um þessa konu sem hefur klifið metorðastiga flokksins nokkuð hratt og var til að mynda sigurvegari síðasta prófkjörs í borginni, ásamt Vilhjálmi, þar sem hún endaði í 2.sæti á undan t.d. Gísla Marteini sem sóttist eftir 1.sætinu.

Er það í alvörunni eitthvað sem hinn almenni Sjálfstæðismaður vill, að hún komist hærra innan Sjálfstæðisflokksins en hún hefur nú þegar ?


Clinton og Obama sterkt teymi

Þó ég hallist frekar að sigri Clinton í þessari baráttu þá er ljóst að Barack Obama hefur komið sterkur inn. Hann var ekki eins stórt nafn þegar baráttan hófst en stendur nú jafnfætis fyrrum forsetafrúnni. Það er ljóst að þau myndu skapa sterkt teymi ef þau byðu sig fram saman í haust, þ.e. sá aðili sem tapar baráttunni núna yrði varaforsetaefni hins. Þá held ég að Demókratar væru í stakk búnir til að hirða Hvíta húsið af Repúblikönum.

John McCain virðist ætla að standa uppi sem sigurvegari þar og ljóst að þar fer sterkur frambjóðandi líka. Minna hefur hins vegar farið fyrir baráttu þeirra og því er maður minna inni í þeim málum. Er ekki hins vegar ágætt að fá forseta frá Demókrötum núna þar sem Repúblikanar hafa verið við völd núna í 8 ár, undir forsæti hins umdeilda Bush ?


mbl.is Spennandi forkosningar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

Smári Jökull Jónsson

Höfundur

Smári Jökull Jónsson
Smári Jökull Jónsson

Starfa sem grunnskólakennari í Smáraskóla í Kópavogi auk þess að skrifa um íþróttir í Fréttablaðið af og til.

Færsluflokkar

Sept. 2025
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • Myndir heima   Vikur 4 6 153
  • Fyrsti sólarhringur 114
  • Fyrsti sólarhringur 122
  • Fyrsti sólarhringur 095
  • Fyrsti sólarhringur 083

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (13.9.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 7
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 7
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband