Þarft mál að ræða

Hafa þeir Sjálfstæðismenn virkilega ekkert þarfara að ræða heldur en sárasaklausar bloggfærslur iðnaðarráðherra ?

Össur lýsir þarna einfaldlega pólitískri stöðu stuttbuxnadrengsins í Reykjavík og falli hans, sem mun líklega og vonandi koma í ljós fyrir næstu kosningar. Mér finnast þessar lýsingar hans ansi góðar og hann sparar ekki stóru orðin frekar en fyrri daginn, en er samt fjarri því að fara yfir strikið að mínu mati.

Ansi margir þeirra sem hafa bloggað við þessa frétt eru á sama máli og ég, hvað finnst ykkur kæru félagar ?


mbl.is Pistill Össurar ræddur á þingflokksfundi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Össur þarf að passa sig.  Hann er svína háttsetta flokksmenn samstarfsflokks síns í ríkisstjórn.  Hann þekkir ekki til boomerang-effect og hann mun skjóta sig í fótinn með þessu. 

Össur er svo ánægður með það að vera kominn í ríkisstjórn og hafa völd að hann kann sér ekki læti.  Hann og Solla skemmta sér núna konunglega í kokteilboðum með ríka fólkinu og frægum útlendingum, en með svona skrifum verða þau ekki lengi í ríkisstjórn. 

Össur er eins og Ikarus forðum, hann flögrar um loftin blá að sjálfsánægju og gætir sín ekki að hann flýgur svo nálægt sólinni, að vængir hans munu bráðna og þá mun hann hrapa niður í hyldýpið eins og Ikarus.

Sjálfstæðismaður (IP-tala skráð) 20.2.2008 kl. 23:15

2 Smámynd: Ingibjörg Hinriksdóttir

Sæll Smári, ég er hjartanlega sammála þér. Össur má hafa sínar skoðanir á mönnum og málefnum, rétt eins og ég og þú. Hins vegar má hann ekki gleyma því að hann er þingmaður og ráðherra svo ég veit ekki hvort ég myndi ráðleggja honum að skrifa margar greinar í þessa veru. Greinin hans um Gísla Martein  var engu að síður ágæt og ég held að hann hafi hitt naglann á höfuðið, hann fer ekki yfir strikið í þessari færslu en vegna þess hvað hann virtist andríkur þegar hann skrifaði greinina dansar hann sannarlega á línunni. Menn geta túlkað greinina hans sem svívirðingar á Gísla Martein, ég gerði það ekki og satt best að segja þá brosti ég a.m.k. tvisvar við lesturinn.

Annars er ég furðu sammála síðustu línunni hjá Sjálfstæðismanninum sem þorir ekki að koma fram undir nafni hér að ofan ... Össur verður að gæta þess að fljúga ekki of nærri sólinni svo vængir hans bráðni ekki. En að sama skapi skulum við ekki gleyma því að vængir Össurar eru að hluta til gerðir úr víðfrægum og á tíðum óvægnum bloggfærslum hans. Það eru ekki aðeins fötin sem skapa manninn!

Ingibjörg Hinriksdóttir, 21.2.2008 kl. 08:13

3 Smámynd: Smári Jökull Jónsson

Auðvitað á Össur að gæta orða sinna eins og aðrir og hann þarf kannski sérstaklega að passa sig núna þegar hann er orðinn hæstvirtur ráðherra. En mér finnst þesi grein hans ekki ganga of langt, en hann dansar á línunni - það er ljóst

Smári Jökull Jónsson, 21.2.2008 kl. 10:48

4 Smámynd: Andri Ólafsson

boomerang-effect??

góður :)

Andri Ólafsson, 21.2.2008 kl. 12:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Smári Jökull Jónsson

Höfundur

Smári Jökull Jónsson
Smári Jökull Jónsson

Starfa sem grunnskólakennari í Smáraskóla í Kópavogi auk þess að skrifa um íþróttir í Fréttablaðið af og til.

Færsluflokkar

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • Myndir heima   Vikur 4 6 153
  • Fyrsti sólarhringur 114
  • Fyrsti sólarhringur 122
  • Fyrsti sólarhringur 095
  • Fyrsti sólarhringur 083

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (26.4.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 7
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 7
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband