4.2.2008 | 22:46
Sálin 20 ára og Giants meistarar
Keypti mér miða í Höllina á 20 ára afmælistónleika Sálarinnar þann 14.mars. Verður örugglega gaman og öllu á víst að tjalda til að gera þetta sem flottast. Tónleikarnir hefjast ekki fyrr en klukkan 22:00 og það er 18 ára aldurstakmark þannig að það má örugglega frekar kalla þetta ball en tónleika. Tónleikar er samt svona meira fágað.
Annars er vetrarfrí hjá mér og var það vel nýtt í morgun, þar sem ég svaf gjörsamlega frá mér allt vit - eða svona næstum því. Enda horfði ég á Superbowl fram eftir nóttu þannig að mér veitti svo sem ekkert af því að fá að sofa út. Superbowl leikurinn var hin besta skemmtun og spennandi fram á síðustu mínútu. Þó svo að mínir menn hafi nú reyndar tapað þá er alltaf gaman að því þegar litla liðið vinnur. Tilþrifin voru mögnuð í leiknum og mér finnst skrýtið að þessi íþrótt hafi ekki náð meiri vinsældum hér á landi en raun ber vitni.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
2.2.2008 | 20:32
Heppnir
United voru heppnir í dag. Sá nú reyndar ekki mikið af leiknum en það er auðvitað alltaf heppni að ná að jafna á 94.mínútu. Svo gat ég nú ekki séð betur en Nani hefði átt að fjúka útaf með rautt fyrir suddalega tæklingu á Chimbonda. Það hefði nú klárlega breytt leiknum og gert United erfiðara um vik að jafna.
Mínir menn voru ekkert sérlega flottir í dag þrátt fyrir 3-0 sigur. Enda held ég að ef þeir hefðu ekki unnið þennan leik þá hefði farið að hita verulega undir Rafael Benitez þjálfara. En þetta gefur liðinu vonandi smá sjálfstraust því ekki veitir af fyrir baráttu næstu leikja. Sérstaklega í 16-liða úrslitum Meistaradeildarinnar þegar þeir mæta Inter. En Inter hefur örugga forsystu í ítölsku deildinni sem er nú talin ein af þeim sterkari í þessu bransa.
![]() |
Tevez kom United til bjargar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
31.1.2008 | 15:13
Good job guys
Vel gert hjá ykkur nýr meirihluti, vel gert. Um að gera að eyða 600 milljónum í að kaupa hús sem á svo eftir að gera upp. Þar fyrir utan hafa þeir sett nýjan standard fyrir verð húsa í miðbænum þannig að fordæmið er gott, nú þurfa þeir að kaupa öll hús sem þeir vilja ekki láta rífa og miða við verðið sem þeir greiddu fyrir þetta.
Hefði ekki verið nær að nota peningana í eitthvað annað ? Er í alvörunni einhver þarna úti sem er sáttur við að borgin sé að eyða skattpeningum borgarbúa í að kaupa niðurnídd hús ?
![]() |
Segir borgarsjóð tapa hálfum milljarði á Laugavegshúsum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
29.1.2008 | 13:31
Handabandafréttir
![]() |
Clinton og Obama þóttust ekki sjá hvort annað |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
28.1.2008 | 14:38
Góð samantekt
Langar að benda á ansi góða samantekt hjá Bryndísi Ísfold (sem er í borgarstjórnarflokki Samfylkingarinnar) á atburðum síðustu viku.
Er það furða þó fólk sitji eftir og viti varla í hvorn fótinn það á að stíga ? Kíkið á þetta
Bloggar | Breytt s.d. kl. 14:39 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
28.1.2008 | 14:33
Heimavinnandi
Alltaf jafn ömurlegt að vera veikur heima, hvað þá með ælupest. Sjónvarpsflakkarinn að koma að góðum notum auk þess sem ég hef verið ansi virkur á hinum ýmsu bloggsíðum, fréttasíðum og á Facebook auðvitað.
Dregið í enska bikarnum áðan. Alltaf frekar leiðinlegt þegar tvö af sterkustu liðunum dragast saman snemma í keppninni. En í leiðinni ánægjulegt fyrir mína menn í Liverpool að sjá að annaðhvort Man Utd eða Arsenal mun detta út fyrir næstu umferð. Það hlýtur þá að auka líkurnar á því að Liverpool komist sem lengst í keppninni.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
26.1.2008 | 18:52
Völd eða málefni ?
Sjálfstæðismenn gagnrýndu fyrrverandi meirihluta óspart fyrir að vera, að þeirra mati, ósammála í mörgum mikilvægum málefnum. Nú er ekki komin vika síðan nýr meirihluti er tekinn við og þá kemur í ljós eitthvað sem allir reyndar vissu ; djúpstæður ágreiningur á milli aðila meirihlutans um staðsetningu flugvallarins. Um leið og Ólafur F las upp úr samkomulagsplagginu á blaðamannafundinum um daginn þá vissi maður að Sjálfstæðismenn myndu hafa eitthvað annað en hann að segja um gang mála.
Það verður forvitnilegt að sjá hvort Ólafur F verður tilbúinn í þá vinnu með Sjálfstæðismönnum að finna nýjan stað fyrir flugvöllinn. Það efast ég um þegar maðurinn hefur lýst þeirri eindregnu skoðun sinni að flugvöllurinn skuli vera þarna um ókomna framtíð. Það er því ljóst að annaðhvort þarf Ólafur F að éta orð sín sem mun endalega rýja hann öllum trúverðugleika, eða þá að hin 7 fræknu, borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins, fórni einu sína stærsta máli fyrir völdin og sannfæri okkur því endanlega um að þau telji að völdin séu mikilvægari en málefnin.
Mun nýi meirihlutinn endast í 100 daga ? Sjáum hvað setur...
![]() |
Vilja íbúðabyggð í Vatnsmýri |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
21.1.2008 | 19:31
Sá sem ber ábyrgð á því að...
...Hanna Birna Kristjánsdóttir kemst í pólitíska stjórnunarstöðu, hann ætti að ákæra. Skil ekki hvernig sú manneskja komst jafn hátt á lista og raun bar vitni fyrir síðustu kosningar.
Annars held ég að það sé nokkuð ljóst að Ólafur F var keyptur til liðs við Sjálfstæðisflokkinn, hans gamla flokk, og honum er borgað með borgarstjórnastóli í rúmt ár. Nú munum við sjá meirihluta sem mun ekki taka á manneklumálum í umönnunarstörfum, heldur munum við sjá gamaldagsklíkupólitík sem Sjálfstæðisflokkurinn hefur verið hvað þekktastur fyrir. Við munum sjá Hönnu Birnu gaspra um skipulagsmál þó svo að hún viti mest lítið um þau mál. Við munum sjá borgina gera samninga sem hún hefur ekki leyfi til að gera o.s.frv.
Feginn er ég að búa ekki í Reykjavík.
![]() |
Ólafur og Vilhjálmur stýra |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (10)
21.1.2008 | 12:52
Eitthvað sem okkur er ekki sagt
Það er nokkuð ljóst að í allri þessari umræðu er eitthvað sem almenningur fær ekki að vita. Guðjón Ólafur færi ekki af stað með allt þetta mál einsamall, það er nokkuð ljóst að það eru háttsettir innanbúðarmenn hjá Framsókn sem standa við bakið á honum í þessari orrustu gegn Birni Inga.
Það er einnig ljóst að Björn Ingi er vinsæll innan raða flokksins, hjá ákveðnum hópi hans réttara sagt, og ef það fer svo að Bingi yfirgefi skútuna, sem ég reyndar stórlega efast um, þá er nokkuð ljóst að Framsóknarflokkurinn þarf að heyja harða baráttu til að halda lífi framyfir næstu kosningar því svona stór sár eru lengi að gróa.
![]() |
Ómakleg framganga |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
18.1.2008 | 13:55
12 tímar
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Um bloggið
Smári Jökull Jónsson
Færsluflokkar
Tenglar
Mínar uppáhalds
Þær síður sem ég skoða daglega
- Fótbolti.net
- Mogginn
- Vísir
- Sky Sports Íþróttafréttir erlendis
- Eyjan
- Sky News Erlendu fréttirnar
- Eyjafréttir
- Herðubreið Pólitískur fréttavefur
- Smugan Pólitískur fréttavefur í boði Vinstri-Grænna
- Liverpool
- RÚV
- Eyjar.net
- ÍBV
- AMX Pólitískur fréttavefur í boði Sjálfstæðismanna
- Liverpool á Íslandi
Bloggarar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (13.9.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 7
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 7
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar