Góð samantekt

Langar að benda á ansi góða samantekt hjá Bryndísi Ísfold (sem er í borgarstjórnarflokki Samfylkingarinnar) á atburðum síðustu viku.

Er það furða þó fólk sitji eftir og viti varla í hvorn fótinn það á að stíga ? Kíkið á þetta


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Já þetta er að verða frekar ruglingslegt allt saman!! Í hvora áttina sem litið er...

En hins vegar hef ég lúmskt gaman að því þegar þau sáru koma fram og mómæla öllu þessu sem er búið að vera að ske í borgarstjórn. Nákvæmlega það sama og þau gerðu fyrir 3 mánuðum! Kallast þetta ekki hræsni...?:S

Hjálmar (IP-tala skráð) 28.1.2008 kl. 16:27

2 Smámynd: Smári Jökull Jónsson

Er þetta það nákvæmlega sama ? Neeehhh...

Smári Jökull Jónsson, 28.1.2008 kl. 17:53

3 identicon

Ok, ekki nákvæmlega það sama, en hugsunin á bakvið það er sú sama... VÖLD, sama hvað það kostar.

Menn hafa verið í hnífakasti fram og til baka þarna í borgarstjórn og held ég að það sé ekki hægt að undanskilja neinn! Auk þess er enginn samstaða um menn og málefni. T.d gat samfylkingin ásamt öðrum ekki búið til skjal sem lýsir hvað menn ætli að gera o.s.v.fr.

Annars nenni ég ekki að fara í "rifrildi" um að taka niður gleraugun og allt það... þetta er bara asnalegt sama hvaða flokkur á og hefur átt í hlut!

Hjálmar (IP-tala skráð) 28.1.2008 kl. 18:24

4 Smámynd: Smári Jökull Jónsson

Það er samt eitt lykilatriði í þessu. Í haust þegar meirihlutinn sprakk þar þá var það vegna þess að meirihlutinn var óstarfhæfur. Borgarstjórnarflokkur Sjálfstæðisflokksins virtist klofinn og þau höfðu kúvent afstöðu sinni á blaðamannafundi án þess að hafa Björn Inga með í ráðum. Hvað átti hann að gera ?

Nú voru aðstæður ekki svona eins og þú væntanlega veist. Enginn ágreiningur kom upp heldur kom þetta eins og þruma úr heiðskýru lofi. Það er nauðsynlegt að halda þessu til haga...

Smári Jökull Jónsson, 28.1.2008 kl. 21:23

5 Smámynd: Ingibjörg Hinriksdóttir

Sæll Smári Jökull, ég get að nokkru leyti tekið undir með Hjálmari, þetta er mjög asnalegt allt saman, sama hvaða flokkur á í hlut. Ég held að almenningur í landinu hafi endanlega misst trúna á stjórnmálamönnum þessa lands og þar standa meðlimir Sjálfstæðisflokksins í fararbroddi. Þvílíkt leikrit sem þetta lið hefur sett á svið. Dagur Eggertsson komst ágætlega að orði um þetta í Silfri Egils í gær þegar hann sagði að Sjálfstæðismenn hafi gert Ólaf F. Magnússon að vígvelli í þessu máli. Ég fæ ekki séð að meðlimir Bláu handarinnar séu á nokkurn hátt að verja Ólaf gegn þeim svokölluðu ofsóknum sem hann á að verða fyrir af hálfu fyrrverandi meirihluta. Reyndar hefur mér sýnst á öllu að yfirlýstir stuðningsmenn Sjálfstæðisflokksins hafi farið hamförum um veikindi Ólafs F. og ýtt með öllum tiltækum ráðum undir umfjöllun um þau.

Yfirferð Bryndísar Ísfoldar er áhugaverð og ég er ansi hrædd um að þessi svokallaði málefnasamningur sem Ólafur og Vilhjálmur veifuðu á Kjarvalsstöðum með fýlulegt yfirbragð stuttbuxnaliðsins á bak við sig muni ekki vera pappírsins virði. Það höfum við þegar séð í þessu ótrúlega útspili þeirra á Laugaveginum þar sem þeir beinlínis hentu 5-600 milljónum út um Ráðhúsgluggann í einu vetfangi. Um leið hækkuðu allar aðrar húseignir við Laugaveg, sama í hvaða ástandi þessi hús eru. Eigendur húsa við Laugaveg (verslunarhluta götunnar) hljóta að hafa hoppað hæð sína í loft upp af gleði við þessi tíðindi.

Okkar fólk hefur staðið sig vel í þessum hamagangi öllum, mér finnst yfirvegun hafa einkennt viðbrögð þeirra við tíðindunum þó vissulega hafi mörgum verið brugðið að kvöldi sl. mánudags. Það er stundum sagt að pólitískt minni almennings sé ekki merkilegt en ég man vel viðbrögð stuttbuxnagengisins í október þegar nýr borgarstjóri tók við. Önnur eins skrílslæti hafa ekki mér vitanlega verið höfð í frammi í ræðustól borgarstjórnar og komustu mótmælin á pöllum ráðhússins í síðustu viku ekki í hálfkvisti við þau ósköp sem þar voru höfð í frammi ... Nota bene, af kjörnum borgarfulltrúum, sem virtust ekki hafa nokkra virðingu fyrir því að gæta prúðmennsku og háttvísi í ræðum sínum.

En ... nú er ég búin að skrifa fullt hjá þér félagi, bið að heilsa múttu þinni !

Ingibjörg Hinriksdóttir, 28.1.2008 kl. 22:37

6 Smámynd: Sigursveinn

Sæll Smári. Langt síðan ég hef kíkt á síðuna hjá þér og ákvað því að kvitta aðeins fyrir mig...

Við byrjum á því sem skiptir mestu máli: LIVERPOOL ... Held að tími Rafa sé að renna út og karlinum verður kastað fyrir borð í sumar. Alla vega ef meistaradeildarsæti næst ekki...

Svo af því sem skiptir minna máli - Borgarstjórn Reykjavíkur. Get ekki tekið undir þér að það sé stór munur á því sem gerðist nú og því sem gerðist fyrir þremur mánuðum.  Í báðum tilvikum er það einstaklingur í borgarstjórn sem tekur ákvörðun að svíkja fyrri félaga og ganga til liðs við minnihlutann. Björn Ingi notaði innanflokksátök í sjálfstæðisflokknum sem ástæðu.  Hvað hefur komið í ljós?  Vilhjálmur nýtur trausts félaga sinna (svo er spurning hvort hann eigi það traust skilið). Það sýndi sig í þessum skiptum nú, hann stjórnaði ferðinni.

Er ekki einmitt málið að Tjarnarkvartettinn var óstarfhæfur eftir að varamanninum var skipt út af?  Þegar Ólafur kom í stað Margrétar?  Á milli þeirra er ekkert traust. Það framboð/flokkur/hópur eða hvað við eigum að kalla það er óstarfhæfur.  Ólafur var ósáttur við hversu rýr hlutur hans framboðs var, sérstaklega í nefndum og ráðum. Þar fékk Björn Ingi sitt fram en Frjálslyndir gleymdust. Ekki gat hann nú fundið neitt að stefnuskrá Tjarnarkvartettsins, enda var hún ekki til!!

Held að allir aðilar innan borgarstjórnar verði að líta í eigin barm. Myndun beggja meirihlutanna gengisfelldi stjórnmálin. Þar er enginn saklaus.  Ég held að menn hefðu átt að líta til Eyja og læra af sögunni.  Kannski endar þetta svo í sterkum meirihluta Sjálfstæðisflokks og Samfylkingar?

Aldrei að segja aldrei - ekki áttu nú margir von á að Lúlli og Arnar myndu snúa bökum saman hér í Eyjum á síðasta kjörtímabili... 

Sigursveinn , 30.1.2008 kl. 13:58

7 Smámynd: Smári Jökull Jónsson

Ég hef það einhvernveginn á tilfinningunni að þessi meirihluti haldi fram að kosningum, þó að það verði á algjörum bláþræði, en það myndi nú heldur aldrei koma mér á óvart þó hann myndi springa. Spes staða...

En já það þarf tvo til að dansa tangó þannig að auðvitað er enginn saklaus í þessum tveimur málum. Samt finnst mér kringumstæðurnar ólíkar, en það hlýtur þá bara að vera mismunandi leið okkar að lesa stöðuna.

En varðandi þetta umtalaða blogg hans Elliða þá átti ég ekki von á þessu frá kallinum, verð að segja það, og ég held að það sé deginum ljósara að þeir sem mest hafa básúnað í fjölmiðlum um veikindi borgarstjóra eru Sjálfstæðismenn með ritstjóra Morgunblaðsins í broddi fylkingar.

Smári Jökull Jónsson, 30.1.2008 kl. 23:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Smári Jökull Jónsson

Höfundur

Smári Jökull Jónsson
Smári Jökull Jónsson

Starfa sem grunnskólakennari í Smáraskóla í Kópavogi auk þess að skrifa um íþróttir í Fréttablaðið af og til.

Færsluflokkar

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Myndir heima   Vikur 4 6 153
  • Fyrsti sólarhringur 114
  • Fyrsti sólarhringur 122
  • Fyrsti sólarhringur 095
  • Fyrsti sólarhringur 083

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (17.5.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 13
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 13
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband