17.1.2008 | 13:31
Greiddi sér ekki í þrjá daga
Svíar ekki vanir að vera í þeirri stöðu að vera svona óöruggir fyrir stórmót. Þeir hafa alltaf getað mætt til leiks hrokafullir og góðir með sig en nú er staðan allt önnur. Tomas Svensson er þó eitthvað að reyna og ég held að þetta sé nú einfaldlega bara merki um óöryggi hjá kallinum. Hann er jú að fara að mæta ágætis íslensku liði og þar á meðal er til dæmis Einar Hólmgeirsson sem tók hann vel í gegn í leikjum þjóðanna þegar þær mættust síðast.
Eins og Siggi Sveins orðaði það í útvarpinu í morgun : "Tomas Svensson greiddi sér ekki í þrjá daga eftir að Einar Hólmgeris skellti á hann nokkrum slummum fyrir ofan hausinn í síðasta leik þeirra"
![]() |
Svensson segir Dani vera besta |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
25.12.2007 | 01:50
Smá mistök
Byrjum á því að óska öllum gleðilegra jóla og vona ég að allir hafi það sem best yfir hátíðirnar.
Var að lesa frétt inni á gras.is þar sem sagt var frá Micah Richards leikmanni Manchester City. Drengurinn hefur víst náðst á myndband í einhverjum fjörugum leik með stúlku nokkurri. Gerðist þetta inni á skemmtistað og var félagi hans með í fjörinu. Þeir á gras.is fóru hins vegar illa að ráði sínu þegar þeir skrifuðu að á myndbandinu sæist til hans "hafa samráð" við stúlku á meðan félagi hans tók þátt í leiknum, en eins og flestir vita þýðir það allt annað en að hafa samræði við stúlku eins og þeir ætluðu væntanlega að skrifa.
Já, það þarf ekki oft nema eina litla klaufavillu til að allt fari fjandans til...
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
21.12.2007 | 17:48
Hver vill það ekki ?
![]() |
Vilja mynda Jessicu Alba nakta |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
21.12.2007 | 01:40
Ææææiii hvernig er hægt að haga sér svona
Þetta náttúrulega nær engri átt. Þorsteinn kallinn á eflaust eftir að standa sig ágætlega í þessu starfi en maður veltir fyrir sér af hverju í ósköpunum er verið að óska eftir áliti nefndar á hæfi einstaklinga, ef löngu er búið að ákveða að ekki verður farið eftir því áliti. Nefndarmenn, sem eiga að vera sérfræðingar í þessu máli, töldu að þrír umsækjendur væru hæfari en umræddur Þorsteinn en samt velur hæstvirtur fjármálaráðherra hann í starfið.
Hver ætlar að reyna að segja mér það að það skipti ENGU máli að hann er sonur Davíðs Oddssonar ? Mín skoðun er sú að það er ástæðan fyrir því að hann fékk starfið, burtséð frá því hversu hæfur hann er.
Ég vona að það eigi eitthvað eftir að heyrast í mínu fólki í ríkisstjórn varðandi þetta mál, þetta vinnulag Sjálfstæðismanna er auðvitað verulega ámælisvert.
![]() |
Þorsteinn Davíðsson skipaður héraðsdómari |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
17.12.2007 | 20:41
Gott mál
Gott mál að hún sé valin best, enda er hún best þannig að annað hefði verið hneysa. Hemmi svo valinn bestur hjá körlunum þannig að það má segja að Eyjamenn hafi verið sigurvegarar kvöldsins því bæði eru þau jú fædd og uppalin á Paradísareyjunni í suðri.
Það er því mjög sorglegt að hugsa til þess að meistaraflokkslið karla og kvenna hjá ÍBV í knattspyrnu séu bæði í næst efstu deild.
En til hamingju Marco !
![]() |
Margrét Lára knattspyrnukona ársins |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
6.12.2007 | 14:29
Jólahlaðborð
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
6.12.2007 | 11:53
Ódýrt
Félagi minn Kjartan Vídó skrifar grein inn á eyjar.net í dag þar sem hin alvarlega staða í samgöngumálum Vestmannaeyja er rædd. Þar spyr hann núverandi samgönguráðherra Kristján Möller hvort hann sé virkilega stoltur af stöðunni eins og hún er núna.
Það efast ég um. Mér finnst þetta jafnframt ódýrt að koma vandamálinu yfir á Kristján því hann hefur nú eingöngu verið í ráðherrastólnum í 6 mánuði - en Sjálfstæðismenn voru í þessu ráðuneyti 16 ár þar á undan. Væri því ekki nær að spyrja þá hvort þeir séu sáttir við þessa stöðu mála ?
Eflaust hefði Kristján eitthvað getað gert meira á þessum 6 mánuðum en því fer fjarri að staða samgöngumála Vestmannaeyja sé hans sök.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
6.12.2007 | 00:13
Bandaríkin og byssueign
Nú kemur eflaust enn ein umræðan um byssueign Bandaríkjamanna. Þegar hver sem er, meira að segja menn sem varla teljast heilir á geði, geta nálgast byssur jafnauðveldlega og að kaupa nærbuxur þá held ég að menn þurfi að endurskoða reglur um byssur og byssueign.
Það getur ekki talist eðlilegt að hræðilegir atburðir eins og þessi gerist með reglulegu millibili í sæmilega siðmenntuðu landi. Þá er eitthvað sem er ekki að ganga upp. Það er bara þannig.
![]() |
Níu létust í skotárás |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
4.12.2007 | 16:21
Stórleikur hjá Kristni
Flott fyrir Kristin Jakobsson að fá "stórleik", þó svo að það sé eflaust erfitt að dæma svo löngu eftir að deildin hér heima er búin. Það er auðvitað mikilvægt fyrir dómara að halda sér í leikæfingu, en hann hefur sjálfsagt fundið sér leið til að gera það.
Annars finnst mér myndin sem fylgir fréttinni svolítið fyndin. Á bágt með að trúa því að mbl.is eigi ekki nýrri mynd af Kristni, en þessi er tekin þegar Landssímadeildin var og hét - sem segir okkur að hún er tekin þegar Landssíminn var ennþá til (sem er nú svosem ekkert fyrir svo ógurlega löngu síðan) !
![]() |
Kristinn dæmir á Goodison Park |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
3.12.2007 | 12:16
Styrk staða
Það er nokkuð ljóst að Benitez hefur styrkt stöðu sína undanfarið með sannfærandi sigrum, nú síðast í gær þegar Liverpool valtaði yfir Bolton 4-0 á heimavelli. Torres skoraði frábært mark sem sýnir það og sannar að hann er einn hæfileikaríkasti sóknarmaðurinn í deildinni, ef ekki sá hæfileikaríkasti. Hann hefur hraða, styrk og er frábær slúttari og góður skallamaður. Held að hann eigi eftir að verða einn af þeim stærstu hjá Liverpool.
Annars var það El Hadji Diouf sem átti eitt af "mómentum" leiksins í gær þegar hann aflimaði næstum því Alvaro Arbeloa með skelfilegri tæklingu. Fékk hann gult spjald að launum þar sem rautt spjald var fyllilega verðskuldað - svo segja menn að dómararnir séu hliðhollir Liverpool í tíma og ótíma...
![]() |
Torres varar við því að reka Benítez |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Um bloggið
Smári Jökull Jónsson
Færsluflokkar
Tenglar
Mínar uppáhalds
Þær síður sem ég skoða daglega
- Fótbolti.net
- Mogginn
- Vísir
- Sky Sports Íþróttafréttir erlendis
- Eyjan
- Sky News Erlendu fréttirnar
- Eyjafréttir
- Herðubreið Pólitískur fréttavefur
- Smugan Pólitískur fréttavefur í boði Vinstri-Grænna
- Liverpool
- RÚV
- Eyjar.net
- ÍBV
- AMX Pólitískur fréttavefur í boði Sjálfstæðismanna
- Liverpool á Íslandi
Bloggarar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (14.9.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 6
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 6
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar