Stofudjásn

Spurning hvort maður eigi ekki bara að skella sér til New York og festa kaup á þessu málverki. Við erum einmitt búin að vera að leita að almennilegu stofudjásni til að setja á vegginn fyrir ofan sjónvarpið
mbl.is Málverk eftir van Gogh verður selt á uppboði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Alvöru Íslandsmót

Loksins að það er alvöru Íslandsmót með spennu fram í síðustu umferð. Baráttan um Íslandsmeistaratitilinn í algleymingi og fjögur lið sem eru enn í fallhættu. Svona á þetta að vera !

Fór á leikinn í Krikanum áðan og það verður einfaldlega að segjast að Valsarar voru miklu sterkara liðið og áttu sigurinn fyllilega skilinn. Ótrúlegt að sjá andleysið hjá FH-ingum og baráttuhundurinn og Eyjamaðurinn Tryggvi Guðmundsson var óþekkjanlegur vegna andleysis og ég man ekki eftir leik þar sem hann hefur aldrei spjallað við dómarann um hans störf eða hvatt sína menn áfram. Hann er nú vanur að gera það...

Svo er spurning með síðustu umferðina. Valsmenn verða meistarar með sigri á HK og verður nú að teljast líklegt að það verði niðurstaðan. Svo held ég að Víkingarnir verði að bíta í það súra epli að falla í 1.deild, vonandi bara að það verði mínir menn sem taka sætið í Landsbankadeildinni í staðinn...


mbl.is Valur sigraði FH, 2:0, og fór á toppinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Mistök

Held að Abramovich hafi gert mistök með því að henda kallinum í burtu. Hann var ótrúlega sterkur karakter og komst langt á persónuleikanum, jafnvel þó hann væri ekki sá skemmtilegasti. Chelsea á honum allt að þakka og hann á langstærstan þátt í velgengni liðsins þó svo að hann hafi auðvitað verið með gríðarlega sterkan hóp leikmanna - en það er bara ekki nóg eins og oft hefur sannast því einhver þarf að stýra skútunni og það gerði Móri heldur betur vel.

Verður áhugavert að sjá ef leikmannaflótti verður hjá Chelsea, hvað ætli Abramovich geri þá ? Það er allavega nokkuð ljóst að þessi þjálfari sem tók við hefur ekki eins mikið aðdráttarafl og Móri kallinn. Það verður því eflaust ekkert auðvelt mál að fá leikmenn í staðinn ef þessir lykilmenn fara.


mbl.is Verður flótti frá Chelsea?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fótboltahelgi

Svo sannarlega fótboltahelgi framundan. Á morgun er lokahóf yngra flokka hjá Blikunum og þar mæti ég og afhendi verðlaun til nokkurra stráka í mínum flokkum. Svo bruna ég eflaust beint í Laugardalinn til að ná leiknum hjá ÍBV gegn Þrótti en sigur í þeim leik heldur von um úrvalsdeildarsæti á lífi, þó að heldur veik sé hún orðin...

 Á sunnudaginn er svo stór dagur í boltanum. Man Utd gegn Chelsea klukkan 15:00 og svo heil umferð í Landsbankadeildinni klukkan 17:00. Spurning hvaða leikur verður fyrir valinu, Breiðablik-HK eða FH-Valur ?


Nýtt blogg !

Var orðinn alltof latur að blogga á www.klaki.blogspot.com blogginu mínu þannig að ég barasta ákvað að búa til nýtt !

 Það er semsagt hér og ég ætla að reyna að vera svolítið duglegur að koma henni í gagnið Smile


« Fyrri síða

Um bloggið

Smári Jökull Jónsson

Höfundur

Smári Jökull Jónsson
Smári Jökull Jónsson

Starfa sem grunnskólakennari í Smáraskóla í Kópavogi auk þess að skrifa um íþróttir í Fréttablaðið af og til.

Færsluflokkar

Sept. 2025
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • Myndir heima   Vikur 4 6 153
  • Fyrsti sólarhringur 114
  • Fyrsti sólarhringur 122
  • Fyrsti sólarhringur 095
  • Fyrsti sólarhringur 083

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (15.9.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 6
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 6
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband