Alvöru Íslandsmót

Loksins að það er alvöru Íslandsmót með spennu fram í síðustu umferð. Baráttan um Íslandsmeistaratitilinn í algleymingi og fjögur lið sem eru enn í fallhættu. Svona á þetta að vera !

Fór á leikinn í Krikanum áðan og það verður einfaldlega að segjast að Valsarar voru miklu sterkara liðið og áttu sigurinn fyllilega skilinn. Ótrúlegt að sjá andleysið hjá FH-ingum og baráttuhundurinn og Eyjamaðurinn Tryggvi Guðmundsson var óþekkjanlegur vegna andleysis og ég man ekki eftir leik þar sem hann hefur aldrei spjallað við dómarann um hans störf eða hvatt sína menn áfram. Hann er nú vanur að gera það...

Svo er spurning með síðustu umferðina. Valsmenn verða meistarar með sigri á HK og verður nú að teljast líklegt að það verði niðurstaðan. Svo held ég að Víkingarnir verði að bíta í það súra epli að falla í 1.deild, vonandi bara að það verði mínir menn sem taka sætið í Landsbankadeildinni í staðinn...


mbl.is Valur sigraði FH, 2:0, og fór á toppinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Smári Jökull Jónsson

Höfundur

Smári Jökull Jónsson
Smári Jökull Jónsson

Starfa sem grunnskólakennari í Smáraskóla í Kópavogi auk þess að skrifa um íþróttir í Fréttablaðið af og til.

Færsluflokkar

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Myndir heima   Vikur 4 6 153
  • Fyrsti sólarhringur 114
  • Fyrsti sólarhringur 122
  • Fyrsti sólarhringur 095
  • Fyrsti sólarhringur 083

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (8.5.): 1
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 28
  • Frá upphafi: 739

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 28
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband