Veikilíus

Maður er bara veikilíus í dag. Búinn að skoða flestar vefsíður sem til eru að ég held og horfa ótæpilega á sjónvarpið. Reyndar er ég að horfa núna á hina stórgóðu mynd "Walk the line" sem fjallar um ævi tónlistarmannsins Johnny Cash. Reese Witherspoon ótrúlega flott í myndinni, mig minnir að hún hafi fengið óskarsverðlaun fyrir leik sinn, sem er nú alls ekki skrýtið því hún er alveg frábær í þessari mynd.

Liverpool með sigur í kvöld í deildabikarnum. Mættu Íslendingaliðinu Reading og höfðu sigur 4-2 og gerði Fernando Torres sér lítið fyrir og skoraði þrennu. Vonandi að þetta sé það sem koma skuli hjá manninum. Held að Liverpool hafi sjaldan verið með jafn sterkan hóp og ef þeir gera ekki alvarlega atlögu að enska titlinum núna þá veit ég ekki hvenær það verður.

Reyndar gætu þeir alveg aukið breiddina í vörninni hjá sér og mér finnst skrýtið að Benitez hafi ætlað sér í gegnum heilt tímabil með 3 hafsenta. Býst við að þeir bæti þeim fjórða við í félagaskiptaglugganum í janúar, tja nema þeir ákveði að treysta á einhvern ungan og efnilegan.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Smári Jökull Jónsson

Höfundur

Smári Jökull Jónsson
Smári Jökull Jónsson

Starfa sem grunnskólakennari í Smáraskóla í Kópavogi auk þess að skrifa um íþróttir í Fréttablaðið af og til.

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Myndir heima   Vikur 4 6 153
  • Fyrsti sólarhringur 114
  • Fyrsti sólarhringur 122
  • Fyrsti sólarhringur 095
  • Fyrsti sólarhringur 083

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband