Vona að Samfylkingin láti til sín taka

Nú er komið að mínum mönnum að sanna tilverurétt sinn í ríkisstjórninni. Þeirra hlutverk er að hugsa um þá sem minna mega sín, þeir töluðu mikið um það í kosningabaráttunni og guð veit að Sjálfstæðisflokkurinn mun ekki gera það upp á eigin spýtur - þeir hafa haft 16 ár til þess og á þeim tíma jókst misskiptingin í landinu og þeir fátæku höfðu það sífellt verra.

Ég hef fulla trú á að Jóhanna Sigurðardóttir sýni mátt sinn í þessu máli, geri það sem til þarf þannig að sómasamlega verði staðið að málum hjá öryrkjum, lágtekjufólki og öldruðum.


mbl.is Öryrkjar, lágtekjufólk og aldraðir fái að njóta skattalækkana
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Finnst það frekar þröngt hugsað að tilveruréttur Samfylkingarinnar í ríkisstjórn stafi einungis af því hvernig flokkurinn mun standa að málum þeirra sem minna mega sín!! Hvað með alla hina, hvað með meirihluta þjóðarinnar? Á bara að hunsa "millistéttina", á bara að hunsa þá einstaklinga, pör og fjölskyldur sem eru að koma undir sig fótunum?

Hvað varðar Sjálfstæðisflokkinn í þessu samhengi þá held ég nú að framsóknarflokkurinn hafi verið með þá málaflokka sem snúa að þeim sem minna mega sín í þjóðfélaginu, þótt ég sé sammála því að þeir hafi meira verið að einblína á þeir sem hafa það "gott", enda þeirra markhópur ef svo má að orði komast!

Hjálmar (IP-tala skráð) 25.9.2007 kl. 22:00

2 Smámynd: Smári Jökull Jónsson

Segi ég einhverntíman að það sé eina hlutverk flokksins ? Síður en svo ! Auðvitað er þröngt hugsað að hugsa þannig og það geri ég alls ekki. Þetta finnst mér aftur á móti vera eitt af þeirra mörgu hlutverkum og ég vona að þeir standi sig í því !

Varðandi hitt þá á að sjálfsögðu ekki að skilja aðra eftir, það á að hugsa jafnt um aðra og það var því miður ekki gert í síðustu ríkisstjórnum - vonandi að mínir menn breyti einhverju hvað það varðar !

Smári Jökull Jónsson, 25.9.2007 kl. 22:37

3 identicon

Ég vil benda þér á að bilið hefur verið að aukast fyrst og fremst vegna þess að þeir ríku eru orðnir ríkari og fleiri, fátækir hafa það ekkert verra í dag en áður fyrr þó þeir hafi ekki farið upp línuritið jafn bratt og milljarðamæringar.

Svo er ríka fólkið að sprengja út ríkiskassann og koma með tugir milljarða króna frá útlöndum. Bankarnir (sem sumir vinstrimenn trúa að séu rót alls ills) eru að borga meira í skatt en kostar að reka allt menntakerfið okkar, ásamt því að að útvega þúsundir starfa þar sem lægstu launin eru miklu hærri en það margir háskólamenntaðir eru að fá í störfum hjá ríkinu.

Ég er annars ekki á móti því að bætur öryrkja hækki, bara er ekki sammála því að ástandið sé búið að vera hræðilegt. Aldrei hafa lífsgæði verið jafn góð hér á landi og á valdartíma Sjálfstæðisflokksins, það er engin tilviljun. Óþarfi að gefa skít í það vegna biturleika út í ríkt fólk. 

Geiri (IP-tala skráð) 26.9.2007 kl. 04:45

4 Smámynd: Smári Jökull Jónsson

Vóóó...biturleika út í ríkt fólk ? Slöppum aðeins af í yfirlýsingunum

Auðvitað hefur ástandið ekki verið hræðilegt, a.m.k. ekki fyrir suma. Ég sagði einungis að misskiptingin hefði aukist og að fleiri fátækari hefðu það verr - miðað við hvernig staðan almennt í þjóðfélaginu er. Mér finnst engan vegin nógu gott, fyrst allt er svona frábært í þjóðfélaginu og góðærið svona mikið, þá sé fólk sem hefur það bara mjög skítt !

Síðustu ríkisstjórnir hafa einfaldlega ekki gert nógu mikið til að koma þeim fátækuru hraðar upp línuritið, eins og þú orðar það og nú finnst mér kominn tími til að það verði gert. Það þarf ekkert að vera á kostnað einhvers annars, en mér finnst engu að síður mikilvægt að hugsað verði meira um þennan hóp.

Smári Jökull Jónsson, 26.9.2007 kl. 12:02

5 identicon

Málið er nefnilega að sumir þurfa að sinna láglaunastörfum, það er eðlilegur hluti af kapítalisma. Er ríkið tryggir að allir geti lifað millistéttarlífsstíl þá minnkar hvatinn verulega.

Það má ekki fá og tilifinngaríkt fólk í ríkisstjórn sem leggur til hliðar rökhugsun, það er mikilvægt að spreða ekki skattpeningum til þess að halda góðu jafnvægi í samfélaginu. 

Geiri (IP-tala skráð) 27.9.2007 kl. 00:37

6 identicon

Sammála Geira í flestu, nema kannski smá einföldun eða köld hugsun að segja að einhverjir þurfa að vinna þessi svokölluðu láglaunastörf! Hverjir eiga það þá að vera? Er það einstaklingar sem hafa lifað í fátækt allt sitt líf þar sem foreldrar þeirra voru/eru ekki vel stæðir eða hafa gengið illa í lífinu? Er það þá sjálfskipað að þeir einstaklingar fari í laglaunastörf og algild regla að þeir sjái um þennan hluta þjóðfélagsins?

Nei segi ég og að sjálfsögðu á að hjálpa þessu óláns fólki að geta gert eitthvað í lífinu! En að mínu mati að það egi alltaf að taka af þeim "ríku" og færa yfir á þá fátæku er algjör misskilningur, svipað og skilda alla að eiga eins bíl eða eins húsnæði... það felur að sjálfsögðu í sér misskiptingu líka. Hitt er svo annað mál hverjir eru þessir sem eru "fátækir" eða eru að vinna þessi láglauna störf?  Hefur umræðan undanfarin ár ekki verið aðallega verið um eldri borgara og þeirra kjör? Að mínu mati eiga lífeyrissjóðirnir að greiða fyrir húsnæði fyrir þennan málaflokk eins og ég hef sagt áður! Fólk er að borga í þetta alla sína ævi en síðan ef það fellur frá snemma þá fer peningurinn sem það greiðir í lífeyrissjóðinn aldrei út, lífeyrissjóðirnir stækka bara og stækka!! 

Hjálmar (IP-tala skráð) 27.9.2007 kl. 09:02

7 Smámynd: Smári Jökull Jónsson

Ég hef heldur aldrei talað um að það eigi að færa frá þeim ríku yfir á þá fátæku, aftur á móti má alveg leggja meiri áherslu á þá fátæku heldur en verið hefur. Mér finnst ég svolítið vera að segja sama hlutinn aftur og aftur þannig að ég held ég láti þetta gott heita...

Smári Jökull Jónsson, 27.9.2007 kl. 15:28

8 identicon

Já sama hér, læt þetta nægja í bili... nema að umræðan hefur alltaf verið þannig, m.a hjá Samfylkingunni, að það sé í lagi að taka af þeim"ríku" og færa yfir á þá "fátæku". T.d með öðruvísi skattheimtu en er núna í dag, þú hefur t.d bloggað um að breyta skattheimtunni að þeir sem hafi hærri tekjur borgi meira í skatt, þ.e hlutfallslega! (minnir að þú hafir einhvern tímann bloggað um það, þó ekki 100% viss!!)

Þetta er að mínu mati frekar óeðlileg aðferð... en ekki meira um það að sinni.

Hjálmar (IP-tala skráð) 27.9.2007 kl. 15:51

9 Smámynd: Smári Jökull Jónsson

Ég hef ekki orðið var við þá umræðu hjá Samfylkingunni að taka eigi af þeim ríku og færa yfir á þá fátæku, og ef þú ert að vísa til umræðunnar um hátekjuskattinn þá ertu alvarlega að misskilja.

Hátekjuskattur var afnuminn hér á Íslandi fyrir nokkru og þá bloggaði ég um að mér þætti það skrýtið - vegna þess að mér fannst eðlilegra að gera aðra þarfari hluti á undan ! Ég er ekkert sérstaklega hlynntur hátekjuskatti eða öðrum sköttum en mér fannst skrýtin forgangsröðun að byrja á þeim sem hafa það best í staðinn fyrir að hækka persónuafslátt eða á öðru sem hefði komið þeim fátæku betur. 

Smári Jökull Jónsson, 27.9.2007 kl. 21:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Smári Jökull Jónsson

Höfundur

Smári Jökull Jónsson
Smári Jökull Jónsson

Starfa sem grunnskólakennari í Smáraskóla í Kópavogi auk þess að skrifa um íþróttir í Fréttablaðið af og til.

Færsluflokkar

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Myndir heima   Vikur 4 6 153
  • Fyrsti sólarhringur 114
  • Fyrsti sólarhringur 122
  • Fyrsti sólarhringur 095
  • Fyrsti sólarhringur 083

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.5.): 1
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 14
  • Frá upphafi: 766

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 14
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband