24.10.2007 | 17:57
Af hverju hann en ekki ég ?
Af hverju í ósköpunum ætti hinn ágæti maður Karl Sigurbjörnsson að fá þetta frumvarp til umsagnar. Mér finnst það bara ekki tengjast þjóðkirkjunni á nokkurn hátt ! Af hverju á vímuefnastefna þjóðkirkjunnar að skipta máli, frekar en t.d. vímuefnastefna Ásatrúarmanna ?
Æi ég er svo kominn með upp í kok af þessari þjóðkirkju að mér er skapi næst að segja mig frá þessari úreltu stofnun. Ég get sko alveg stundað mína trú, sama í hve miklu/litlu mæli það er, án þess að ég sé skráður þar.
Sjáum hvernig þetta mál endar með leyfi samkynhneigðra til að gifta sig í kirkju - það væri þá kornið til að fylla mælinn...
Léttvínsfrumvarp gengur þvert á forvarnastarf þjóðkirkjunnar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Smári Jökull Jónsson
Færsluflokkar
Tenglar
Mínar uppáhalds
Þær síður sem ég skoða daglega
- Fótbolti.net
- Mogginn
- Vísir
- Sky Sports Íþróttafréttir erlendis
- Eyjan
- Sky News Erlendu fréttirnar
- Eyjafréttir
- Herðubreið Pólitískur fréttavefur
- Smugan Pólitískur fréttavefur í boði Vinstri-Grænna
- Liverpool
- RÚV
- Eyjar.net
- ÍBV
- AMX Pólitískur fréttavefur í boði Sjálfstæðismanna
- Liverpool á Íslandi
Bloggarar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 865
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Eins og listamaðurinn sagði: "It´s all about the money"
Andri (IP-tala skráð) 24.10.2007 kl. 18:51
Bíddu, bíddu. Er þetta nú ekki fullmikil viðkvæmni Smári minn. Hr. Karl var ekki að biðja um að fá málið til umsagnar og hann var heldur ekki að setja út neina fréttatilkynningu um málið. Hann var einfaldlega spurður um það á kirkjuþingi hvert hans álit væri á þessu frumvarpi - og hvers vegna í ósköpunum mátti hann þá ekki tjá sína skoðun og svara þeirri spurningu sem fyrir hann var lögð?
Ég hélt að þú værir nú hlynntur skoðanafrelsinu að allir fengju að segja sína skoðun - meira að segja biskupinn!
Ólafur Jóhann Borgþórsson (IP-tala skráð) 25.10.2007 kl. 07:27
Auðvitað má hann hafa sína skoðun, og sú skoðun er alveg jafn góð og gild og skoðun annarra - enda minnist ég aldrei á að maðurinn megi ekki segja sína skoðun. Það sem ég er einfaldlega segja að mér finnst ekki að hann ætti að fá frumvarpið til skoðunar, frekar en einhver annar.
Smári Jökull Jónsson, 26.10.2007 kl. 12:40
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.