Eðlileg hugsun

Mjög eðlilegt að Englendingarnir skulu vera að hugsa um þetta. Í fyrsta skipti í nokkuð langan tíma sjá þeir fram á að komast ekki á stórmót í knattspyrnu - eða er það ekki annars rétt hjá mér að það sé langt síðan þeir voru ekki með á stórmóti ? Ef liðin væru skyldug til að hafa a.m.k. 5 enska leikmenn í byrjunarliði hverju sinni þá myndi það skila sér í sterkari leikmönnum. Spurningin er hins vegar hvaða áhrif þetta hefði á áhuga fólks á ensku knattspyrnunni.

Man Utd er með sjö enska leikmenn sem spila reglulega, Chelsea sex, Liverpool fjóra og Arsenal aðeins einn. Ef hvert lið á að hafa fimm enska leikmenn í byrjunarliði í hverjum leik er ljóst að félögin þurfa að hafa allavega 8-9 enska leikmenn í hóp sem þeir treysta sér til að nota í byrjunarliði, ef þeir ætla að halda sama standard á leik sínum. Auk þess væru liðin væntanlega með einhverja unga enska leikmenn sem gætu komið inn ef meiðsli eða aðrar aðstæður halda leikmönnum frá keppni.

Mín skoðun er sú að þessi fjögur lið myndu líklega kaupa flesta sterkustu ensku leikmennina. Ætli það sé hugmynd Sepp Blatter með þessum heimamannakvóta ?


mbl.is Ferguson samþykkur kvóta á erlenda leikmenn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Marinó G. Njálsson

SAF er Skoti, þannig að hann er örugglega ekki að hugsa um hag Englands.  Hann sér bara fram á að þetta sé eina leiðin fyrir hann að klekkja á AW.

Marinó G. Njálsson, 6.11.2007 kl. 12:23

2 Smámynd: Smári Jökull Jónsson

Reyndar, en það hafa fleiri en hann minnst á þetta. Hann er auðvitað bara að skjóta á keppinauta sína og kom eiginlega mest á óvart að hann skildi skilja Chelsea eftir í þessu.

Smári Jökull Jónsson, 6.11.2007 kl. 13:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Smári Jökull Jónsson

Höfundur

Smári Jökull Jónsson
Smári Jökull Jónsson

Starfa sem grunnskólakennari í Smáraskóla í Kópavogi auk þess að skrifa um íþróttir í Fréttablaðið af og til.

Færsluflokkar

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Myndir heima   Vikur 4 6 153
  • Fyrsti sólarhringur 114
  • Fyrsti sólarhringur 122
  • Fyrsti sólarhringur 095
  • Fyrsti sólarhringur 083

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (6.5.): 0
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 31
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 31
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband