Skelfilegir draumar

Mig dreymdi sérkennilegan draum í nótt. Þó svo að í draumnum hafi ég verið að skemmta mér mjög vel þá var þetta í leiðinni eitt af því sem ég óttast mest.

Ég semsagt var á Þjóðhátíð, nánar tiltekið Þjóðhátíð 2008. Komið var laugardagskvöld og ég sat í brekkunni í góðum hópi, m.a. voru þar Sigrún, Hjördís Yo, Ívar Leifs, Sæþór og svo var mamma þarna með okkur líka. Við vorum að bíða eftir því að tónleikar með Nýdönsk hæfust, sérstaklega vorum við Ívar spenntir yfir þessu. Snillingarnir byrjuðu svo skömmu seinna og fyrsta lagið var "Hólmfríður Júlíusdóttir". Þegar ég leit upp á svið var Daníel Ágúst ekki að syngja, heldur ungur maður sem hafði unnið sér það til frægðar að vinna söngvakeppni framhaldsskólanna um vorið með því að syngja einmitt þetta lag. Það skal tekið fram að ég hef ekki hugmynd um hver þessi drengur var, en í draumnum var það mjög skýrt að hann var sigurvegari söngvakeppni framhaldsskólanna. Við skemmtum okkur mjög vel á tónleikunum og ég reyndar vaknaði þegar Daníel Ágúst var nýkominn á svið og búinn að taka tvö lög.

Góður draumur hugsa flestir, allavega aðdáendur Nýdanskrar. En ástæðan fyrir því að þetta er eitt af því sem ég óttast mest er sú að ég er mjög hræddur um að á næstu Þjóðhátíð, sem ég mun að öllum líkindum missa af, þá einmitt komi þeir Nýdanskir fram og skemmti. Það þætti mér skelfilegt, að missa af Nýdönsk á Þjóðhátíð !


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Bíddu hvar var ég... var það kannski ég sem var að syngja:D

Hjálmar (IP-tala skráð) 21.2.2008 kl. 12:16

2 Smámynd: Andri Ólafsson

Mig dreymir oft að ég sé búinn að klára vínið á laugardeginum... og sé að fara út um allt og betla áfengi... brr.. fæ hroll að hugsa um þetta.

Andri Ólafsson, 21.2.2008 kl. 12:27

3 Smámynd: Smári Jökull Jónsson

Það er samt eitthvað sem hægt er að redda, þ.e. varðandi áfengiskaup ! Maður spjallar þá bara við Jón Inga á Lundanum og fær nokkra bjóra bakvið borðið, alltaf hægt að græja svoleiðis ef maður er algjörlega kominn í þrot

En Hjálmar, nei þetta varst ekki þú sem varst að syngja - enda ekki í framhaldsskóla né þekktur fyrir mikla sönghæfileika

Smári Jökull Jónsson, 21.2.2008 kl. 14:24

4 identicon

Neinei tengdi þetta bara skóla yfir höfuð:D

En ég er nú ekki ekki þekktur heldur fyrir að vera með enga sönghæfileika;).... eða hvað:S

Hjálmar (IP-tala skráð) 21.2.2008 kl. 18:52

5 identicon

Góður draumur maður :)

Ég vona að Nýdönsk komi fram og skemmti okkur á næstu þjóðhátíð. Og ég vona að þú komist líka. En ef þú kemst ekki þá hringi ég bara af danssviðinu...hehehe ;) 

Ivar Leifs. (IP-tala skráð) 22.2.2008 kl. 10:31

6 Smámynd: Smári Jökull Jónsson

Ég ætla rétt að vona að þeir verði ekki, því ég myndi segja 99% líkur á því að ég verði annars staðar en í Dalnum góða

Smári Jökull Jónsson, 22.2.2008 kl. 13:53

7 identicon

Iss þú verður að gera e-ð miklu skemmtilegra. Og til hamingju með þetta sem er miklu skemmtilegra

Mattý (IP-tala skráð) 23.2.2008 kl. 12:01

8 Smámynd: Smári Jökull Jónsson

Já takk fyrir það

Smári Jökull Jónsson, 23.2.2008 kl. 13:07

9 identicon

Ég vona að þú sért Berdreyminn... en ég er þó alveg til í að bíða til 2009 svo þú náir þeim líka :)

 p.s. viltu hafa þetta á að maður þurfi að staðfesta kommentið með tölvupósti? frekar boring og þess vegna er ég svona löt að kommenta...

Hjördís Yo (IP-tala skráð) 24.2.2008 kl. 16:45

10 identicon

Hahahahaha! Þvílík martröð!

Freyja (IP-tala skráð) 25.2.2008 kl. 18:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Smári Jökull Jónsson

Höfundur

Smári Jökull Jónsson
Smári Jökull Jónsson

Starfa sem grunnskólakennari í Smáraskóla í Kópavogi auk þess að skrifa um íþróttir í Fréttablaðið af og til.

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Myndir heima   Vikur 4 6 153
  • Fyrsti sólarhringur 114
  • Fyrsti sólarhringur 122
  • Fyrsti sólarhringur 095
  • Fyrsti sólarhringur 083

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband