Flott stelpur !

Glæsilegur árangur hjá stelpunum ! 100% árangur og það er ekki hægt að biðja um meira. Hefði verið gaman að sjá hvernig hefði farið ef þær hefðu spilað við fleiri af þessum sterkari liðum, en þar sem mótið er getuskipt þá er það víst ekki hægt.

Verður spennandi að sjá hvort stelpurnar ná að tryggja sig inn á lokamót í stórkeppni, það er allavega ljóst að framtíðin er björt. Margrét Lára í þvílíku stuði og ég leyfi mér að fullyrða að metin sem hún er að setja núna með A-landsliðinu verða seint slegin.


mbl.is Ísland vann Finnland 3:0 í leiknum um 7. sætið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Andri Ólafsson

100% árangur og 7.sæti?? hvað? hvaða?!

já alveg rétt.. voru ekki Albert Einstein og Sherlock Holmes að skipuleggja þessa keppni?

Andri Ólafsson, 12.3.2008 kl. 15:38

2 Smámynd: Ingibjörg Hinriksdóttir

Andri það voru hvorki Einstein né Holmes sem skipulögðu keppnina. Hins vegar þarftu að vera annað hvort kona eða náinn ættingi spæjaranna til að skilja þetta.

12 lið tóku þátt í mótinu og var þeim skipt niður í 3 fjögurra liða riðla. Riðill A og B voru með sterkustu liðunum skv. styrkleikalista FIFA. Efstu 3 liðin í riðlum A og B leika svo við hvort annað um sæti 1-6. Liðin tvö sem lentu í neðsta sæti í riðum A og B leika síðan um 7. og 9. sætið á mótinu við þau tvö lið sem stóðu sig best í C-riðlinum. Þar sem Ísland vann C-riðilinn þá léku þær um 7. sætið, sem er það sæti sem þær gátu náð best miðað við að vera í C-riðli.

Ísland er klárlega besta liðið í C-riðlinum, er sem stendur í 21. sæti heimslistans, þar sem einnig léku Pólverjar (27. sæti), Írar (31. sæti) og Portúgalir (47. sæti). Í hinum riðlunum tveimur léku þjóðir sem allar sitja ofar á heimslistanum heldur en Ísland. Þess ber þó að geta að þessi heimslisti segir ekki nema hálfa söguna, sem dæmu um það þá hafnaði Portúgal í 2. sæti C-riðils, Írar urðu í 3. sæti og Pólverjar í því fjórða.

Ef stelpunum okkar gengur vel í leikjum sínum í sumar þá færast þær upp heimslistann og vonandi verða þær í hópi A eða B liða á næsta móti og eiga þar með möguleika á að leika um sæti sem eru ofar en 7. sæti á Algarve Cup.

Ingibjörg Hinriksdóttir, 12.3.2008 kl. 19:44

3 Smámynd: Andri Ólafsson

úff, þetta er með því heimskulegasta sem ég hef heyrt. 7.sætið er það besta sem við gátum miðað við af því við erum þriðja flokks landslið! Eins og Róbert Hugo Blanco segir: "Come on people!"

Hey FIFA, hér er ný hugmynd: tveir 6 liða riðlar, tvö efstu áfram. Undanúrslit - úrslitaleikur.  

Andri Ólafsson, 13.3.2008 kl. 09:38

4 Smámynd: Ingibjörg Hinriksdóttir

Úff .... heimskulegt ... thja .... er það?  Mótið er sett upp með þessum hætti. Heimskulegt ....ææææjæja, það er nú það! Mótið er ekki á vegum FIFA heldur á vegum portúgalska knattspyrnusambandsins.

Ingibjörg Hinriksdóttir, 14.3.2008 kl. 17:08

5 Smámynd: Ingibjörg Hinriksdóttir

ps. alls ekki 3. flokks landslið, kannski 2. flokks þar sem liðin í A og B riðli er blandað í riðlana. Lið 1 og lið 2 lenda t.d. ekki saman í riðli.

Ingibjörg Hinriksdóttir, 14.3.2008 kl. 17:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Smári Jökull Jónsson

Höfundur

Smári Jökull Jónsson
Smári Jökull Jónsson

Starfa sem grunnskólakennari í Smáraskóla í Kópavogi auk þess að skrifa um íþróttir í Fréttablaðið af og til.

Færsluflokkar

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Myndir heima   Vikur 4 6 153
  • Fyrsti sólarhringur 114
  • Fyrsti sólarhringur 122
  • Fyrsti sólarhringur 095
  • Fyrsti sólarhringur 083

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (10.5.): 1
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 16
  • Frá upphafi: 746

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 16
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband