Busy day

Var fulltrúi á aðalfundi FG (félag grunnskólakennara) í dag. Þingið stóð frá klukkan 10-18:30 - eða þá fór ég réttara sagt því næsta vinna beið. Var mættur upp í Mýri í Garðabæ klukkan 19:15 en þar fylgdist ég með leik Stjörnunar og Aftureldingar í N1-deild karla og skrifaði svo fyrir Fréttablaðið. Tók viðtal við bekkjarfélaga minn úr Kennó, gaman að því.

Kom svo heim um klukkan 22 eftir langan en mjög svo skemmtilegan dag. Gaman að fá svona tilbreytingu og taka þátt í starfi stéttarfélagsins þíns. Ég var í kjaramálanefnd sem var sérstaklega skemmtilegt þar sem við stöndum í miðri samningalotu - vonandi að hún skili því sem við eigum skilið, verulegri hækkun launa. Grunnskólakennarar hafa nefnilega dregist afturúr undanfarin ár, meira en aðrir hafa gert. Við erum t.d. með mun lægri laun en leikskólakennarar og framhaldsskólakennarar sem eru sambærilegar stéttir. Vonandi að þeir sem peningana hafa átti sig á þessu og leiðrétti þessa stöðu, annars er ansi hætt við að erfitt verði að manna skóla í haust. Ég til dæmis ætla ekki að ákveða mig endanlega hvað ég geri næsta vetur fyrr en ég veit hvað ég fæ í laun.

Held að margir aðrir en grunnskólakennarar hefðu haft gaman og gagn af því að sitja þetta þing. Maður heyrir nefnilega alltof oft skoðanir fólks á kennarastarfinu og þeirri vinnu sem kennarar inna af hendi. Hjá fólki sem hefur því miður litla þekkingu á því hvað felst í kennarastarfinu. Það finnst mér alltaf jafn leiðinlegt að heyra og þó svo að maður reyni að leiðrétta þennan margvíslega misskilning þá er maður oft að tala fyrir daufum eyrum. Því miður.

Vonandi að það þurfi ekki illa mannaða skóla og lamað skólastarf í haust til að fólk átti sig á því hversu mikilvægt starf grunnskólakennarar inna af hendi - og þá meina ég menntaðir grunnskólakennarar en ekki leiðbeinendur sem því miður eru orðnir alltof algengir í skólastofum landsins, og þetta segi ég með fullri virðingu fyrir því ágæta fólki sem starfar sem leiðbeinendur.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Heyr heyr!!!

Ég vona innilega að kennarar fái mannsæmandi laun miðað við þá menntun og vinnu sem fellst í því að vera kennari! Hef sagt það áður og segi það enn, kennarastéttin er ein vanmetnasta starfsstétt þessa lands, vona að peningahaldararnir fari að gera sér grein fyrir því......

Þannig að baráttukveðjur frá mér... er reyndar sjálf að fara að ganga í enn eina láglaunastéttina.... þannig að þú kennir mér trixin að berjast fyrir hærri launum þegar þar að kemur ;)

kv. Erla

Erla Guðrún (IP-tala skráð) 17.3.2008 kl. 20:28

2 identicon

þú veist.... ég vil alveg að þið fáið hærri laun og svona...

en hvernig er að vera í svona löngu páskafríi?? :p

Hjördís yo (IP-tala skráð) 17.3.2008 kl. 23:27

3 identicon

já vil líka endilega að þið fáið hærri laun, eigið það skilið..!! En þið eruð samt með rosalega góð frí... ekki satt?

Lilja (IP-tala skráð) 17.3.2008 kl. 23:33

4 Smámynd: Ingibjörg Hinriksdóttir

Vonandi að það þurfi ekki illa mannaða skóla og lamað skólastarf í haust til að fólk átti sig á því hversu mikilvægt starf grunnskólakennarar inna af hendi - og þá meina ég menntaðir grunnskólakennarar en ekki leiðbeinendur sem því miður eru orðnir alltof algengir í skólastofum landsins, og þetta segi ég með fullri virðingu fyrir því ágæta fólki sem starfar sem leiðbeinendur.

Sæll félagi Smári. Ég get tekið undir flest af því sem þú segir í pistlinum en sem fyrrverandi leiðbeinanda í grunnskóla sárnaði mér pínulítið ummæli þín sem ég setti inn hér að ofan. Þð er ekki hægt að mæla gegn því að vissulega er best að hafa menntaða kennara í öllum stöðum en leiðbeinendur vinna gríðarlega mikilvægt starf í grunnskólum landsins og mér finnst engin ástæða til að tala niður til þeirra.

Ég verð að segja þér frá því þegar ég var leiðbeinandi vestur í Stykkishólmi fyrir margt löngu. Þá var yfirvofandi kennaraverkfall og mikill hiti í grunnskólakennurum. Formaður KÍ, sem þá var Svanhildur Kaaber, og Eiríkur Jónsson, núverandi formaður, komu í heimsókn vestur og ætluðu sér sjálfsagt að efla andann á kennarastofunni. En Svanhildur gerði þau mistök að tala niður til leiðbeinenda og taldi að þeir væru ein helsta ástæða þess að laun kennara væru ekki hærri. Eftir stutta stund fengu leiðbeinendurnir sem hlustuðu á þau tvö nóg, stóðu upp og gengu út, enda ljóst að þeir áttu enga stuðningsmenn í þessu pari.

Á kennarastofunni sátu eftir rétt tæplega helmingur þeirra sem kenndu við skólann og ég vona að skilaboðin til kennaraforystunnar á þessum tíma hafi verið skýr. Þú og aðrir grunnskólakennarar megið ekki gleyma því að það er eitt að vera kennari og annað að geta kennt. Ég veit um fullt af leiðbeinendum sem voru frábærir kennarar og ég veit líka um fullt af kennurum sem gátu alls ekki kennt.

Fordómar í garð þeirra sem hafa áhuga á kennarastarfinu eiga ekki að líðast því það tel ég að flestir leiðbeinendur eigi sameiginlegt, að hafa brennandi áhuga á starfinu. Miðað við pistil þinn þá sækja þeir ekki í skólana launanna vegna!

Með kveðju til þín og múttu þinnar, sem er sannarlega frábær kennari!

Ingibjörg Hinriksdóttir, 17.3.2008 kl. 23:55

5 Smámynd: Smári Jökull Jónsson

Eg svara ollum tegar eg kem heim

Bara samt til ad halda tvi til haga, ta fa kennarar ekki meira af frii heldur en adrir a almennum vinnumarkadi. To ad sumarfri og paskafri se lengra i dogum talid ta vinna kennarar tad af ser odruvisi ;) 

Smári Jökull Jónsson, 19.3.2008 kl. 21:53

6 Smámynd: Smári Jökull Jónsson

Ekki misskilja mig Ingó, margir leiðbeinendur vinna gott starf og eru góðir starfskraftar í sínum skólum og er Smáraskóli þar engin undantekning - þar vinna góðir leiðbeinendur. En það hlýtur samt sem áður að vera markmið þeirra sem fara með skólamálin í landinu að skólarnir séu mannaðir fagfólki. Grunnskólakennarar eru fagmenn í kennslu í grunnskólum, ekki leiðbeinendur, og það var útgangspunkturinn í þessari færslu minni. Það er ástæðan fyrir því að mér finnst leiðbeinendur vera of algengir. Sem betur fer er það reynslan að margir leiðbeinendur eru í kennaranámi í fjarnámi. Það er auðvitað góð þróun og hjálpar til við að fjölga menntuðum grunnskólakennurum í skólunum.

Smári Jökull Jónsson, 23.3.2008 kl. 12:00

7 Smámynd: Smári Jökull Jónsson

Smá viðbót, auðvitað er það rétt hjá þér að margir menntaðir kennarar eru slakir sem slíkir en þá eru þeir auðvitað bara að fara illa með þann faglega grunn sem þeir fengu í sínu námi. Góðir leiðbeinendur yrðu að mínu mati ennþá betri ef þeir fengju menntun - ekki rétt ?

Smári Jökull Jónsson, 23.3.2008 kl. 12:02

8 identicon

Okey.. ég vil engin leiðindi eða neitt svoleiðis, enda á ég marga kennaravini og svona...

 en hvernig vinnið þið þetta af ykkur öðruvísi ?

ein vinkona mín sem er kennari vinnur frá 8.30 til 16 en styttra á föstudögum.

Hún fékk viku lengra páskafrí en ég, lengra jólafrí og sumarfríið hennar verður töluvert lengra en mitt :) Hún er ekki að vinna á kvöldin, enda nýtir hún tímann þegar krakkarnir eru í leikfimi og annað til að fara yfir heimaná o.s.frv

ég tek svarinu þínu gildu þegar þú sýnir mér hvernig þið "vinnið upp" þetta frí ? :)

já og velkomin heim bæði tvö... öfundaði ykkur ekki lítið!

Hjördís Yo (IP-tala skráð) 23.3.2008 kl. 17:17

9 Smámynd: Smári Jökull Jónsson

Veistu ég vildi að ég gæti svarað þér skýrt og skorinort hvernig þetta er reiknað út en ég bara veit það ekki alveg. Þetta hefur eitthvað með fjölda kennslustunda og undirbúningstíma við hverja kennslustund o.s.frv. Það geta ekki allir kennarar nýtt tíma þegar umsjónarbekkurinn manns er í leikfimi því þá eru margir hverjir í forfallakennslu eða að kenna aðra kennslu.

Svo langar mig nú að vita í hvaða skóla er viku-lengra páskafrí en hjá þér ? Ég er nú líklega með 3 dögum lengra en þú (mán-þri og miðvikudag í síðustu viku).

En ég skal reyna að komast að þessu hvernig þessi vinnutímarammi er reiknaður nákvæmlega og þá skal ég svara þér almennilega

Smári Jökull Jónsson, 23.3.2008 kl. 20:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Smári Jökull Jónsson

Höfundur

Smári Jökull Jónsson
Smári Jökull Jónsson

Starfa sem grunnskólakennari í Smáraskóla í Kópavogi auk þess að skrifa um íþróttir í Fréttablaðið af og til.

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Myndir heima   Vikur 4 6 153
  • Fyrsti sólarhringur 114
  • Fyrsti sólarhringur 122
  • Fyrsti sólarhringur 095
  • Fyrsti sólarhringur 083

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband