Vonum það besta

Æi ég vona að kallinn fái ekki alltof langt bann. Einn leikur er ágætt, held samt að það verði meira. Þetta var náttúrulega hámark óskynseminnar að láta eins og hann lét, hann kallaði þetta auðvitað bara yfir sig sjálfur...

Vonum bara að hann sýni meiri skynsemi þegar hann kemur fyrir nefndina og útskýrir sitt mál.


mbl.is Mascherano vill koma fyrir aganefndina
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Mér finnst nú sennilegast að hann fái 3 leikja bann... en mér fyndist í lagi að hafa það 5 miðað við önnur fordæmi, þá er ég að meina þar sem að það tók hann einhverjar mínútur að koma sér af vellinum og inn í búningsherbergi.

 Sammála því að hann kallaði þetta yfir sig, og var ég meira að segja búinn að segja við pabba og ömmu 2 svar ef ekki 3 svar áður en hann fékk seinna gula að dómarinn ætti bara að gefa honum annað gult fyrir tuð!!

Hjálmar (IP-tala skráð) 28.3.2008 kl. 17:45

2 Smámynd: Smári Jökull Jónsson

Ef þú ert að setja á hann 5 leiki í bann þá fer hann í sama flokk og menn sem reyna vísvitandi að meiða aðra á vellinum og aðra ofbeldismenn - finnst þér það sanngjarnt ? Í alvöru...

Svo er eitt sem má koma fram. Fyrst dómarinn var svona upptekinn að spjalda menn fyrir kjaft og annað - af hverju spjaldaði hann þá ekki Ferdinand fyrir að hlaupa yfir hálfan völl og biðja um spjald á Mascherano fyrr í leiknum ? Spurning... Allavega held ég að það sé fínt að vera leikmaður Man Utd í sumum tilfellum

Smári Jökull Jónsson, 28.3.2008 kl. 21:48

3 identicon

Ég veit ekki um marga sem hafa vísvitandi verið að meiða menn inn á vellinum. Fyrst í hugann kemur árás Keane á einn city manninn hérna um árið. Annað man ég ekki. Held að Keane hafi fengið meira en 5 leiki.

En ef menn eins og Rooney og Scholes eru að fá 3 leikja bann í deild fyrir rautt spjald sem þeir fengu í æfingaleik þá finnst mér rétt að hann fái 5 leikja bann. Ferdinand fékk 8 mánaða keppnisbann fyrir að mæta 45 mínútum of seint í lyfja próf en Mutu fék 5-6 mánuði fyrir að neyta fíkniefna sem sáustá lyfja prófi. Tek svona sem dæmi um ósamræmi milli dóma.... Annars alltaf erfitt að meta og skiptir mig svo sem ekki miklu máli akkúrat í þessu máli. Vantar samræmið og skýrari reglur, óþolandi þegar reglurnar eru settar með fordæmi!!:(

Ég tók nú ekki eftir þessu með Ferdinand (væri gaman að sjá ef það er á youtube). En það var nú samt sem áður áberandi að Masch átti von á þessu miðað við hvað hann tuðaði mikið, þú hlýtur að vera sammála því?

En svo má líka spurja sig afhverju dómarinn dæmir ekki víti á Carrager í upphafi leiks og rekur hann út af þar sem að hann rænir Rooney upplögðu marktækifæri auk þess að hann er aftasti maður? Maður skilur leikmenn þegar þeir láta sig falla í teignum í svona stöðu. Þarna fer Carrager í Rooney sem sýnir mikla hörku og reynir að skjóta úr vonlausri stöðu (er kominn algjört ójafnvægi eftir brot Carrager) og Carrager hagnast á þessu!!:S

Já það er fínnt að vera Liverpool maður í sumum tilfellum!

Annað dæmi. Afhverju fær Ashley Cole ekki nokkra leikja bann (afhverju fékk hann ekki rautt í leiknum) fyrir þessa líkamsárás í leiknum gegn Tottenham? En í því tilfelli réðist hann nánast á dómarann og sýndi mikla vanvirðingu og hroka með framkomu sinni eftir brotið með allt Chelsea liðið á bakvið sig.... dómarinn þorði ekki öðru en að lyfta gulu spjaldi!:S

En í framhaldi af þessu þá var tekin sú stefna að taka harðar á öllu "tuði" við dómarann og það var ekki það sem Masch fór eftir í leiknum þrátt fyrir skýr fyrirmæli fyrir leik.

Og ef þú horfir hlutlaust á þetta þá hlítur að vera munur á því að kvarta yfir hverju einasta broti með einhverjum töktum heimtandi gult spjald og ef Ferdinand hleypur yfir hálfann völlinn til að ræða við dómarann (hvernig veistu að hann heimtaði gult spjald?), enda er hann fyrirliði liðsins. En það er Masch ekki!!

Hjálmar (IP-tala skráð) 29.3.2008 kl. 13:54

4 Smámynd: Smári Jökull Jónsson

Það sást með handahreyfingum að Ferdinand bað um spjaldið. En ég er alveg sammála þér að Mascherano átti skilið spjaldið og Cole hefði átt að fá rautt og bann - auk þess sem Carragher hefði alveg getað fengið á sig víti. Reyndar með brot eins og það, þá er frekar ósanngjarnt að fá 3 leikja bann fyrir brot þar sem ásetningurinn er enginn.

Varðandi lyfjaprófið hjá Ferdinand þá held ég að þeir hafi orðið að taka hart á því máli. Ef þeir hefðu tekið létt á því, þá hefðu menn getað séð að það sé í lagi að skrópa í lyfjapróf. Varðandi æfingaleikina þá er ég alveg sammála að það er fáránlegt að fá langt bann í deild fyrir spjald í æfingaleik, auðvitað þarf eitthvað samband að vera þarna á milli en þetta er auðvitað too much.  

Gaman líka að segja frá því að "leikaraskapurinn" sem þú vildir meina að Torres hefði sýnt, það orsakaði að hann var frá æfingum fram að landsleiknum

Smári Jökull Jónsson, 29.3.2008 kl. 23:17

5 Smámynd: Sigþóra Guðmundsdóttir

Svona af því að þið eruð að tala um leikaraskap... á 80. mínútu (eða um það bil) leiksins, í stöðunni 3-0 fellur Ronaldo í teignum. Í endursýningu sást greinilega að engin snerting var til staðar, samt heimtar Ronaldo víti. ´

Í leik þessa helgina lét sóknarmaður sig detta áður (dró greinilega lappirnar) en varnarmaður kom að honum. Og heimtar víti... Er þetta ekki bara hundleiðinlegur fótbolti? Erum við að borga fúlgu fjár til að horfa á menn fara með dramatískt hlutverk í grískum harmleik? Ég efast oft!

Sigþóra Guðmundsdóttir, 1.4.2008 kl. 11:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Smári Jökull Jónsson

Höfundur

Smári Jökull Jónsson
Smári Jökull Jónsson

Starfa sem grunnskólakennari í Smáraskóla í Kópavogi auk þess að skrifa um íþróttir í Fréttablaðið af og til.

Færsluflokkar

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Myndir heima   Vikur 4 6 153
  • Fyrsti sólarhringur 114
  • Fyrsti sólarhringur 122
  • Fyrsti sólarhringur 095
  • Fyrsti sólarhringur 083

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (11.5.): 1
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 16
  • Frá upphafi: 748

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 16
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband