Ánægjulegt

Já ánægjulegt að Manchester United hafi ekki náð að tryggja sér sigur í þessum leik. Þegar ég segi þetta þá horfi ég algjörlega frá sjónarhorni þess sem vill hafa spennu í deildinni sem lengst. Nú munar aðeins þremur stigum á United og liði Chesea, sem ég held að geti vel komið á óvart og stolið titlinum af Alex Ferguson og lærisveinum hans.

Enn og aftur er það Ronaldo sem skorar. Borðleggjandi að hann verði valinn besti leikmaður deildarinnar, kemur hreinlega ekkert annað til greina.

Svo er það bara þriðjudagurinn, jahá...


mbl.is Man. Utd missti af tveimur stigum á Riverside
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Smári Jökull Jónsson

Sjáum til með það, hin verðlaunin koma þá allavega á undan...

Smári Jökull Jónsson, 6.4.2008 kl. 22:50

2 identicon

dj... hvað þetta fótboltakjaftæði er óþolandi - hvernig væri nú að blogga um t.d. tja...mótmæli vegna olíuverðs, eða hvort við eigum að taka upp evruna eða láta hana bara liggja áfram, nú eða hvort stóns séu betri en bítlarnir, golf eða garðsláttuvélar... mér dettur ýmislegt í hug. sjáumst kv. ST - afhverju ertu með svona erfiða samlagningu?

ke (IP-tala skráð) 6.4.2008 kl. 23:09

3 identicon

Já þeir voru óheppnir í gær mínir menn en jafnramt heppnir líka! En stig er þó betra en ekkert og í staðinn fyrir að meiga tapa öðrum leiknum gegn Arsenal eða Chelsea þá megum við ekki tapa hvorugum ef við ætlum að taka dolluna, að því gefnu að þessi lið vinni hina leiki sína...

En varðandi Ronaldo þá skipti ég mér ekki af þessarri umræðu hver er bestur í heimi eða hver er heimklassa leikmaður. Að mínu mati bæði ofnotað og auðvitað hlutlægt eftir því með hvaða liði menn halda o.s.v.fr. En hins vegar miðað við hvað Ronaldo átti gott tímabil síðast og er að bæta sig núna þá held ég að hann eigi skilið að vera kostinn besti knattspyrnumaðurinn í heimi. Sé allavega ekki neinn sem kemst með tærnar sem hann hefur hælanna!

Þá er ég að meina markaskorun, stoðsendingar og framlag hans í leikjum yfir höfuð! 

Hjálmar (IP-tala skráð) 7.4.2008 kl. 11:20

4 Smámynd: Smári Jökull Jónsson

Stína mín, ég skal blogga um eitthvað "viturlegt" fyrir þig

Varðandi Ronaldo þá er nú ekki tímabært að kjósa hann besta leikmann heims þar sem sú kosning fer ekki fram fyrr en í lok árs. Segjum að hann meiðist í sumar og verði ekkert með fyrr en eftir áramótin - á hann þá skilið að vera valinn bestur ? Aftur á móti hefur hann klárlega verið bestur á þessu tímabili í Englandi og því eðlilegt að hann hljóti þau verðlaun.

Smári Jökull Jónsson, 7.4.2008 kl. 13:03

5 identicon

Ég er sammála því Smári, en ég meina að sjálfsögðu miðað við í dag og í rauninni síðustu 12-15 mánuði!

En annars ætla ég ekki að blanda mér í þessa umræðu....

Hjálmar (IP-tala skráð) 7.4.2008 kl. 14:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Smári Jökull Jónsson

Höfundur

Smári Jökull Jónsson
Smári Jökull Jónsson

Starfa sem grunnskólakennari í Smáraskóla í Kópavogi auk þess að skrifa um íþróttir í Fréttablaðið af og til.

Færsluflokkar

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Myndir heima   Vikur 4 6 153
  • Fyrsti sólarhringur 114
  • Fyrsti sólarhringur 122
  • Fyrsti sólarhringur 095
  • Fyrsti sólarhringur 083

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (7.5.): 0
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 30
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 30
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband