Stuðningsmenn Vals

Valsmenn eiga marga góða stuðningsmenn, eins og mörg önnur félög. Það sem hefur þó oft vilja loða við suma stuðningsmenn Vals, er að eitthvað tilefni þarf til að þeir fjölmenni almennilega. Það þarf helst að vígja nýjan völl, nýja stúku, halda afmælishátíð tja eða hreinlega fagna Íslandsmeistaratitli til að fólk mæti á svæðið. Kampavínið þarf helst að vera fljótandi úti um allt.

Til dæmis var frekar fámennt meðal Valsmanna í gær, Íslandsmeistaranna sjálfra, á Kópavogsvelli þegar þeir töpuðu gegn HK (enda ekkert kampavín í boði. Auk þess fór stór hluti stuðningsmannanna áður en leikurinn var úti þar sem útséð var um að Valur myndi tapa. Sumir voru þó áfram og kláruðu leikinn, og sungu meira segja stuðningssöngva þegar leikmenn gengu af velli. Það er gaman að því, en fellur þó í skuggann af því þegar hin 90% gengu af velli áður en leikurinn kláraðist. 

Miðað við það hversu stór klúbbur Valur er þá myndi maður ætla að styrkleiki stuðningsmannahópsins væri í samræmi við það. En svo virðist ekki vera, og þetta er meira segja nokkuð altalað meðal íþróttaáhugamanna því ég hef heyrt talað um þetta oft og mörgum sinnum áður.

Nú er ég alls ekki að segja þetta til að móðga einn né neinn, bara svona að útskýra mína upplifun.


mbl.is Stíflan brast með stæl
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Vilhjálmur Óli Valsson

Rétt hjá þér og er ekki bara hjá Val, ég er hræddur um að maður hafi heyrt margt misjafnt frá stuðningsmönnum KR í gegnum tíðina.

Ætli það sé ekki bara betra að styðja lítinn klúbb eins og ég styð HK. Væntingarnar eru þær að leikmenn leggi sig alla fram og berjist og gleðin er innileg þegar árangur næst eins og í gærkvöldi.

Takk fyrir leikinn, hann er sá skemmtilegasti sem ég hef séð með mínum mönnum á þessu tímabili.

Vilhjálmur Óli Valsson, 3.6.2008 kl. 22:00

2 Smámynd: Smári Jökull Jónsson

Það skal nú tekið fram að ég er ekki Valsmaður, ÍBV-ari fyrst og fremst og svo Bliki í hjáverkum þar til ÍBV kemst aftur í úrvalsdeildina. En HK á hrós skilið fyrir góða frammistöðu í gær, allavega það sem ég sá !

Smári Jökull Jónsson, 3.6.2008 kl. 23:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Smári Jökull Jónsson

Höfundur

Smári Jökull Jónsson
Smári Jökull Jónsson

Starfa sem grunnskólakennari í Smáraskóla í Kópavogi auk þess að skrifa um íþróttir í Fréttablaðið af og til.

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Myndir heima   Vikur 4 6 153
  • Fyrsti sólarhringur 114
  • Fyrsti sólarhringur 122
  • Fyrsti sólarhringur 095
  • Fyrsti sólarhringur 083

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband