25.6.2008 | 13:21
Ágiskunarbanki
Jæja nú vil ég fá að heyra dagsetningar gott fólk ! Endilega skjótið á hér í kommentunun hvenær þið haldið að drengurinn láti sjá sig, ég ætla svo að skrifa þetta niður og gera smá gaman úr þessu
Sigrún er nota bene sett 3.ágúst
Um bloggið
Smári Jökull Jónsson
Færsluflokkar
Tenglar
Mínar uppáhalds
Þær síður sem ég skoða daglega
- Fótbolti.net
- Mogginn
- Vísir
- Sky Sports Íþróttafréttir erlendis
- Eyjan
- Sky News Erlendu fréttirnar
- Eyjafréttir
- Herðubreið Pólitískur fréttavefur
- Smugan Pólitískur fréttavefur í boði Vinstri-Grænna
- Liverpool
- RÚV
- Eyjar.net
- ÍBV
- AMX Pólitískur fréttavefur í boði Sjálfstæðismanna
- Liverpool á Íslandi
Bloggarar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Ég segi að guttinn komi 11. ágúst (8. ágúst væri samt sniðug dagsetning )
Magga khí (IP-tala skráð) 25.6.2008 kl. 13:39
Já það væri töff ef hann kæmi 08.08.08:D Er ekki hægt að "fixa" það eitthvað til;)
En mánudagurinn 04.08.08 held ég að hann komi... eða nei ég segi 08.08.08!!:)
Hjálmar (IP-tala skráð) 25.6.2008 kl. 16:15
vá snilld! 080808 ég var ekki búinn að fatta þetta!
Ég ætla að skjóta á 25.júlí. Af hverju? ....hef ekki hugmynd.
"I can feel it in my bones" eins og skáldið sagði.
Andri Ólafsson, 25.6.2008 kl. 16:25
Að kvöldi 03. ágúst þegar Brekkan syngur öll Lífið er yndislegt. Sunnudagskvöld á Þjóðhátíð, það er ekkert sem toppar það nema fæðingin.
Aðalsteinn Baldursson, 25.6.2008 kl. 20:10
08.08.08 er náttúrulega flottast og það er giskið hjá mér sjálfum
Smári Jökull Jónsson, 25.6.2008 kl. 21:42
væri náttúrulega bara snilld að við Sigrún kæmum með krílin okkar á sama degi ;) svo Smári hvaða dag kemur okkar kríli?
Heiða (IP-tala skráð) 26.6.2008 kl. 08:27
Jahá þú segir nokkuð!
Ég er ekki alveg búin að hugsa þetta. Ég er samt nokkuð viss um að það verður ekki um verslunarmannahelgina....
Ég ætla að segja miðvikudaginn 6.ágúst!
Hjördís Yo (IP-tala skráð) 26.6.2008 kl. 09:45
Heiða ég segi 09.08.08 hjá ykkur
Smári Jökull Jónsson, 26.6.2008 kl. 11:39
Ég er með þrjú "gisk".
3. ágúst á meðan brekkusöngurinn er,
8. ágúst eða 11. ágúst.
Eða eitthvað þarna á milli ;)
Sigrún Þöll (IP-tala skráð) 26.6.2008 kl. 16:32
Það er bannað að segja fleira en eitt ! Sigrún Þöll er hér með úthúðuð sem svindlari - hver leggst það lágt að svinda í leik þar sem á að giska á fæðingardag barns ? Enginn nema Sigrún Þöll !
Smári Jökull Jónsson, 26.6.2008 kl. 17:31
Ég segi 26 ágúst, aðallega svo ég fái að sjá prinsinn!!
Guðný og Reynir, 27.6.2008 kl. 15:27
Ég á frænda sem á von á barni 6. ágúst. Hann segist ætla að stinga fætinum á móti barninu ef það vogar sér að koma fyrir 8. ágúst og leggjast ofan á bumbuna ef það verður ekki farið að boða komu sína um hádegi...
Ég á frænku sem á afmæli 4. ágúst og hún er algjör perla - það er allavega góður dagur. Ég á líka aðra frænku, sem er guðdóttir mín, sem á afmæli 9. ágúst, hún er líka algjör stjarna, annar góður dagur.
Við vorum dáldið spennt fyrir 08.03.08 og ég hafði alltaf 16. mars á tilfinningunni, en svo kom krúttið bara 13.mars...
Eftir þennan ógnarlanga inngang og mjög flókna útreikninga ætla ég að giska á að Smárason líti dagsins ljós þann 10.ágúst
Freyja Rut (IP-tala skráð) 29.6.2008 kl. 20:44
Ég ætla að vona að þú hafir ekki rétt fyrir þér Guðný mín, þá þurfum við að bíða ansi lengi. Ég geri reyndar ráð fyrir að þú sért að meina 26.júlí, þá er barnið meira en velkomið í heiminn !
Annars sýnist mér Freyja vera með mestu útreikningana á bakvið þetta og það er spurning hvort hún fer að selja reiknimódelið til óléttra kvenna ?
Smári Jökull Jónsson, 30.6.2008 kl. 00:49
Ég mótmæli þessari athugasemt harðlega, Smári, þar sem þessa var ekki getið í færslunni. Auk þess tel ég mig hafa eytt það miklum tíma með barninu/bumbunni nú þegar til þess að hafa rétt á þremur ágiskunum ;)
En ef ég VERÐ að giska bara á einn dag þá ætla ég að segja 11.ágúst ...og hef hina til vara og ekkert bull ;)
Annars sakna ég ykkar ógurlega að sjálfsögðu, bið að heilsa!
Sigrún Þöll (IP-tala skráð) 30.6.2008 kl. 14:29
Bara svona ef að maður er ekki orðin of seinn að vera með þá ætla ég að giska á 1. ágúst:D
Vonandi hafið þið það gott:)
Nana (IP-tala skráð) 3.7.2008 kl. 01:15
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.