Að drulla upp á bak, hvað eftir annað...

Þetta kemur ekki á óvart, enda alveg komið í ljós að Ólafur F Magnússon er maður sem varla er hægt að vinna með. Hann sprengdi góðan meirihluta VG, S, B og F og hefur hvað eftir annað gert sig að fífli eftir að hann komst í stól borgarstjóra.

Ef menn ætla svo að sjá Framsóknarflokkinn eða Sjálfstæðismenn sem einhverja lausnara þá er það mikill misskilningur. Sjálfstæðisflokkurinn hefur gjörsamlega drullað upp á bak hvað eftir annað á kjörtímabilinu og útspil þeirra að ganga til liðs við Ólaf F er einhvert skelfilegasta dæmið um valdagræðgi sem maður hefur á ævinni séð. Það er náttúrulega glæpur útaf fyrir sig að hafa notfært sér veikan mann til að ná völdum í borginni, eða þá hitt sem mér finnst líklegra að þeir hafi hreinlega búist við að svona færi og að þeir hafi gert ráð fyrir og ætlað sér að komast í betri stöðu í nýjum meirihluta með Framsókn. Skelfilegt alveg hreint !

Svo er það náttúrulega rannsóknarefni útaf fyrir sig hvernig þessi blessaði Framsóknarflokkur vinnur. Þeir virðast alltaf geta vaðið skítinn og nú þurfa þeir að vaða skít Sjálfstæðismanna. Verði þeim að góðu !

Svo eiga þeir eflaust eftir að stíga fram núna og segja að það sé þeirra skylda að koma borgarbúum út úr þessari krísu sem komin er í stjórnkerfinu. Eins og þeir séu lausnararnir sem allir hafa beðið eftir. Ég held satt best að segja að þessir tveir flokkar hæfi hvor öðrum ágætlega - með skítinn uppfyrir bak !


mbl.is Samstarfið á „endastað"
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Þorsteinsson

Smári

Grunnskólakennari, knattspyrnuþjálfari, íþróttablaðamaður og svo les maður greinina. Ekki vildi ég hafa þig sem kennara eða þjálfara barnanna minna. Talsmátinn er eins og hjá leikskólabarni og innihald greinarinnar ekkert. Passar ágætlega sem íþróttablaðamaður, þeir upp til hópa virðast hafa nánast enga þekkingu á íþróttum. Eyddu þessu bloggi þínu, nemendur þínir gætu séð það, eða foreldrar þeirra.

Sigurður Þorsteinsson, 14.8.2008 kl. 07:55

2 Smámynd: Smári Jökull Jónsson

Gaman að fá svona pillu í morgunsárið og það frá manni sem telur það stórkostlega hugmynd að sameina Reykjavík og Kópavog undir eina stjórn. Maður tekur ekki mikið mark á því.

Skemmtileg líka alhæfing þín um íþróttablaðamenn, ég væri til í debatt við þig um íþróttir og sjáum þá hvar þekkingin liggur.

Svo snertir það mig voða lítið þó svo að þú myndir ekki vilja hafa mig sem kennara eða þjálfara barna þinna. Það vilja það eflaust einhverjir aðrir, það veit ég reyndar fyrir víst.

Hafðu það svo sem allra best og vertu velkominn sem oftast.

Smári Jökull Jónsson, 14.8.2008 kl. 08:16

3 Smámynd: Andri Ólafsson

Þetta borgarstjóravesen er farið að minna svolítið á grískan harmleik eða Shakespeare leikrit... það er bara ótrúlegt að enginn hefur horfið sporlaust ennþá eða drukkið eitur.

Andri Ólafsson, 14.8.2008 kl. 08:50

4 Smámynd: Sigursveinn

Sæll og til hamingju með frumburðinn!  Þú hefur nú aldrei legið á skoðunum þínum í pólitíkinni og engin spurning hvar hjartað slær í þeim efnum.  Það sést berlega í þessum skrifum þínum. Borgarstjórnarfarsinn er hlægilegur í meira lagi en það er alveg sama hvaða flokk þú styður, allir hafa þau gert sitt til þess að rústa trausti almennings á borgarstjórn Reykjavíkur.  Þar er idolið þitt, Dagur Bé ekki undanskilinn.  Það baktjaldamakk sem gekk á fyrir tíma 100 daga stjórnarinnar var ekki til fyrirmyndar og þar voru fyrrnefndur Dagur og Björn Ingi í aðalhlutverki.  Nú er ég langt í frá að verja Ólaf F eða Sjálfstæðisflokkinn enda segi ég að allir sem hafa komið að stjórn borgarinnar á kjörtímabilinu eiga að skammast sín.  Eina sem gæti endurheimt traustið sem hefur glatast er að Dagur Bé og Hanna Birna semji til loka kjörtímabilsins og myndi öflugan meirihluta.  En valdagræðgi beggja er svo mikið að það kemur líklega ekki til greina...

Sigursveinn , 14.8.2008 kl. 13:30

5 Smámynd: Smári Jökull Jónsson

Hárrétt Svenni, auðvitað er hann ekki undanskilinn og ennþá síður Björn Ingi. En það blikar þó í samanburði við klúður og framkomu Sjálfstæðisflokksins á kjörtímabilinu með Ólaf F sér við hlið.

En meirihluti S og D væri líklega það sem væri líklegast til að endurvekja traust borgarbúa á þessu fólki, þó svo að líkurnar á þeim meirihluta séu litlar líkt og þú tíundar. En það verður spennandi að sjá hvort Óskar Bergs hoppar upp í til Hönnu Birnu, sjáum til. Ef ekki þá er fátt eftir í stöðunni nema boða til kosninga

Smári Jökull Jónsson, 14.8.2008 kl. 13:52

6 Smámynd: Sigursveinn

Við þekkjum þessa stöðu vel í Eyjum eins og þú veist. Það var athugað á síðasta kjörtímabili í ráðuneytinu hvort hægt væri að boða til kosninga. Það var ekki hægt. Lögin leyfa það ekki. Er ekki líklegast að Óskar skríði upp í ?? Ég reyndar tel ekki ólíklegt að Ólafur F beiti brögðum líkt og sjálfstæðismenn í stöðunni. Hann getur vel samið sig aftur inn í Tjarnarkvartettinn, dregið sig í hlé og hleypt Margréti aftur að í stærra hlutverki.  Þannig gæti hann laumað sjálfstæðismönnum lambið gráa fyrir tvöföld svik á kjörtímabilinu, í upphafi Villi og nú Hanna...

Sigursveinn , 14.8.2008 kl. 13:58

7 Smámynd: Smári Jökull Jónsson

Nei, þetta var nú meira sagt í djóki.

En það virðist sem þú hafir rétt fyrir þér, nú er sagt að Ólafur F hafi boðist til að draga sig í hlé og hleypa Margréti að - en Óskar hafi neitað aðild að Tjarnarkvartettinum. Það er greinilegt að Sjálfstæðismenn hafa á honum tangarhald því samstaða minnihlutans virtist vera nokkuð góð.

Smári Jökull Jónsson, 14.8.2008 kl. 15:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Smári Jökull Jónsson

Höfundur

Smári Jökull Jónsson
Smári Jökull Jónsson

Starfa sem grunnskólakennari í Smáraskóla í Kópavogi auk þess að skrifa um íþróttir í Fréttablaðið af og til.

Færsluflokkar

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • Myndir heima   Vikur 4 6 153
  • Fyrsti sólarhringur 114
  • Fyrsti sólarhringur 122
  • Fyrsti sólarhringur 095
  • Fyrsti sólarhringur 083

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (26.4.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 7
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 7
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband