Dauðafæri og óskynsemi Loga

Svona fór eins og margir höfðu óttast. Vandræðin gegn Suður-Kóreru voru fyrirsjáanleg, þó svo að maður hefði kannski ekki búist við að þetta myndi enda svona. Liðið náði einfaldlega aldrei takti og þegar lykilmenn eins og Ólafur og Snorri Steinn eru nær meðvitundarlausir þá verður þetta alltaf erfitt.

Ég tala nú ekki um ef við ætlum að fara jafn illa með dauðafærin og við gerðum. Svo er ekki gaman að sjá leikmenn sem leika í sterkustu deild heims og leika stórleiki í hverri viku sýna jafn óskynsaman leik og Logi gerði. Að láta reka sig útaf, annars vegar vegna pirrings og hins vegar fyrir kjaft er gjörsamlega óafsakanlegt. Enda sást að Logi var ekki vinsæll meðal félaga sína fyrir þennan gjörning sinn og Guðjón Valur lét hann réttilega heyra það.

En nú er bara að girða sig í brók og koma til baka í næsta leik gegn Evrópumeisturum Dana. Það væri ekki leiðinlegt að vinna þá, koma sér í góða stöðu í riðlinum og í leiðinni gera stöðu þeirra gríðarlega erfiða. Það er hægt, allt er hægt !


mbl.is Ísland tapaði með einu marki fyrir Suður-Kóreu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég skil nú Loga alveg fullkomlega enda var alveg ótrúlegt að horfa upp á þessa dómara dæma ruðning hvað eftir annað á íslendinga þegar Kóreumenn duttu áður en nokkur snerting átti sér stað.  Ég er eiginlega hissa á að það hafi ekki fleiri misst stjórn á sér. 
Dómararnir fá að mínu mati falleinkunn í þessum leik.  Ég vona bara að þeir sem dæma næsta leik hjá Kóreu láti ekki gera sig að svona miklum fíflum og taki á þessum leikaraskap.

Ég held nú samt að þessi brottvísun hafi ekki verið það sem tapaði leiknum heldur eins og þú segir skelfileg nýting á dauðafærum og sofandaháttur Óla og Snorra. 

Balsi (IP-tala skráð) 14.8.2008 kl. 08:17

2 Smámynd: Smári Jökull Jónsson

Dómararnir voru ekkert frábærir, ég er alveg sammála þér með það. En það breytir því ekki að þegar þú hefur reynslu eins og Logi þá áttu ekki að láta það fara í taugarnar á þér, þannig er það bara.

En auðvitað var það slæm nýting á færum sem fór með þetta, en gjörningur Loga hjálpaði ekki til

Smári Jökull Jónsson, 14.8.2008 kl. 08:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Smári Jökull Jónsson

Höfundur

Smári Jökull Jónsson
Smári Jökull Jónsson

Starfa sem grunnskólakennari í Smáraskóla í Kópavogi auk þess að skrifa um íþróttir í Fréttablaðið af og til.

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Myndir heima   Vikur 4 6 153
  • Fyrsti sólarhringur 114
  • Fyrsti sólarhringur 122
  • Fyrsti sólarhringur 095
  • Fyrsti sólarhringur 083

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband