Þegar fótboltinn hættir að snúast um fótbolta...

Nú lítur margt út fyrir það, að ÍBV spili í efstu deild knattspyrnu karla á næsta ári. Það er vel enda félag sem á heima þar á mínu mati. Nú lítur hins vegar út fyrir að ÍBV fái ekki að leika heimaleiki sína í Vestmannaeyjum á næsta ári, þar sem á Hásteinsvelli er ekki stúka fyrir 700 manns. Leyfiskerfi KSÍ gerir ráð fyrir að öll lið í efstu deild verði að hafa stúku fyrir a.m.k. 700 manns og þar af þak fyrir 300 og sú stúka er ekki til staðar núna heima í Eyjum.

Verið er að hefjast handa við að byggja knattspyrnuhús í Eyjum á næstunni sem er vel og löngu tímabært. Bærinn og íþróttafélagið eru að setja mikið fé í þá bygginu og í sameiningu var sett á oddinn að bæta æfingaaðstöðu yfir vetrartímann og þar með hugsa um ungu kynslóðina og íþróttafólkið sem spilar íþróttina - í stað þess að setja það í forgang að byggja stúku fyrir áhorfendur. Skiljanleg afstaða og eðlilegt að taka tillit til þeirrar forgangsröðunar.

Fyrir lítið bæjarfélag, eins og Vestmannaeyjar eru á mælikvarða bæjarfélaga hér á höfuðborgarsvæðinu, þá er ómögulegt að kasta nokkur hundruð milljónum í knattspyrnuhús og finna svo til aðra risa upphæð í stúkubyggingu líka. Það kæmust nærri 18% íbúa Vestmannaeyja í 700 manna stúku og mér finnst það verði svolítið að horfa til fleiri hluta en bara þeirra reglna sem standa á blaði hjá Hr. Geir Þorsteinssyni KR-ingi (sem hugsar einna helst um aðstöðu fyrir kampavínið sitt í VIP stúkunni á Laugardalsvellinum, ekki er allavega mikið spáð í að hafa völlinn þannig að stemmning myndist). Ef 18% íbúa Kópavogs ætluðu á leik hjá Breiðablik þyrfti að vera stúka sem rúmaði ca 5400 manns. Stúka sem liðin í Kópavogi hefðu litla þörf fyrir.

Vissulega hafa þessar reglur verið ljósar í nokkur misseri og tími hefur verið til að byggja stúku. En þá komum við aftur að þessu með stærð bæjarfélagsins. Það er hreint ekki auðvelt fyrir lítið bæjarfélag (sem hugsar stórt) að ætla sér að ráðast í stórar framkvæmdir sem fresta öðrum mikilvægari. Stúkubygging við knattspyrnuvöll er væntanlega ekki efst á forgangslistanum hjá fátæku bæjarfélag (eins og Vestmannaeyja bær hefur verið síðustu ár), þegar vantar t.d. nýjan leikskóla. Ef lítil bæjarfélög fá ekki tækifæri til að hugsa stórt, þá verða þau að eilífu lítil og fá lítinn möguleika á að vaxa.

Ég vona að KSÍ skoði málið aðeins betur útfrá sjónarhorni fótboltans. Ætla má að þessar reglur varðandi stúkuna séu settar með hagsmuni áhorfenda í huga og er það vel. Það þjónar hins vegar ekki hagsmunum stuðningsmanna ÍBV að leyfa þeim ekki að njóta heimaleikja síns félags á eigin heimavelli.

Er mikilvægara að aðstaða fyrir áhorfendur íþróttarinnar sé betri, heldur en aðstaðan til að stunda íþróttina sjálfa ? Ef stjórnarmeðlimir KSÍ svara þessu játandi, þá held ég að þeir séu ekki á réttri hillu. Ég hugsa að allir stuðningsmenn ÍBV vilji frekar sjá heimaleikina undir berum himni í Eyjum, heldur en hlusta á bergmálið í stúkunni á Laugardalsvelli þegar "heimaleikirnir" félagsins verða spilaðir þar. Samt finnst KSÍ mikilvægara að ákveða á hinn veginn, fyrir hönd stuðningsmannanna.

ÁFRAM ÍBV - alltaf, alls staðar á heimavelli og "heimavelli".


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorkell Sigurjónsson

Sæll Smári Jökull.  Ég kíki stundum inná síðuna þína án þess að ég hafi gert einhverjar athugasemdir við þín ágætu skrif um daglega lífið.  En nú get ég ekki orða bundist yfir úrtöluskrifum þínum.  Þú  segir,  þegar lítil bæjarfélög fá ekki tækifæri á að hugsa stórt, þá verða þau að eilífu lítil og fá lítinn möguleika á að vaxa. Þetta er kjarni málsins Smári minn.  Það er hængur málsins, að það eru svo margir, sem hugsa smátt og þar á ég við, að bæði bæjarstjóri og allt of margir aðrir fara í skotgrafirnar og væla vegna aðgerða eins og að fjölga við það, sem komið er af stúkusætum og byggja þak yfir, sem allt útlit er fyrir að við komumst ekki hjá. Nei, úrtölumenn gagnvart allt og öllu ´verða ávallt til að draga kraftinn  úr okkar litla samfélagi. Þrátt fyrir að vera fámennt samfélag hér í Eyjum þá er óþarfi að vera með vol og víl og hugsa smátt og vera ávallt lítill.  Kveðja og ÁFRAM ÍBV.

Þorkell Sigurjónsson, 28.8.2008 kl. 11:07

2 identicon

Í þetta skiptið erum við ekki alveg sammála vinur :)

Hjördís Yo (IP-tala skráð) 28.8.2008 kl. 13:32

3 Smámynd: Smári Jökull Jónsson

Til að hafa það nú á hreinu þá er ég ekki á móti stúkubyggingu. Mér finnst hins vegar annað eiga að koma á undan í forgangsröðinni. Eins og ég skrifaði á spjallinu þá hefði verið hægt að standa betur að byggingu mannvirkjana í kringum völlinn, til dæmis hvað varðar búningsklefana sem byggðir voru ekki fyrir svo löngu síðan.

Endilega deildu þinni skoðun Hjördís mín...  Ég trúi því nú varla að þér finnist sanngjarnt að ganga svo langt með þetta að ÍBV eigi að spila sína heimaleiki á fastalandinu ?

Smári Jökull Jónsson, 28.8.2008 kl. 13:44

4 Smámynd: Smári Jökull Jónsson

Svo er það svolítið fyndið að það megi spila leiki á gervigrasi, bara svo framarlega sem það rigni ekki á fólkið sem kemur að horfa...

Smári Jökull Jónsson, 28.8.2008 kl. 13:47

5 Smámynd: Andri Ólafsson

700 manns?!! Eru menn fullir eða bara á sterkum verkjalyfum?! Eiga semsagt bara Valur og KR að spila í efstu deild?! Hvað er að gerast hérna?

KSÍ (Klikkuðu Stórborgar Íþróttatyppi)

Andri Ólafsson, 28.8.2008 kl. 18:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Smári Jökull Jónsson

Höfundur

Smári Jökull Jónsson
Smári Jökull Jónsson

Starfa sem grunnskólakennari í Smáraskóla í Kópavogi auk þess að skrifa um íþróttir í Fréttablaðið af og til.

Færsluflokkar

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Myndir heima   Vikur 4 6 153
  • Fyrsti sólarhringur 114
  • Fyrsti sólarhringur 122
  • Fyrsti sólarhringur 095
  • Fyrsti sólarhringur 083

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.5.): 0
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 15
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 15
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband